Tinderstefnumótið endaði hryllilega
PressanÞann 14. nóvember 2017 fór hin 24 ára Sydney Loofe á stefnumót með konu að nafni Audrey en hún hafði komist í samband við hana á Tinder. Mánuði síðar fannst lík Loofe í plastpokum á akri í Omaha í Nebraska. Líkið hafði verið skorið í litla hluta. Það var hin 27 ára Bailey Boswell sem hafði í samvinnu við unnusta sinn, hinn 55 ára Aubrey Trail, lokkað Loofe á stefnumót og gefið sig Lesa meira
Leystu 25 ára gamalt morðmál – Bjórdós varð morðingjanum að falli
PressanSnemma að morgni 3. febrúar 1996 fór Terence Leslie Paquette á fætur en hann starfaði sem verslunarstjóri i Lil‘ Champ Food Store í Orange sýslu í Orlando á Flórída. Hann mætti snemma til vinnu, stimplaði sig inn klukkan 05.39, til að opna verslunina. En verslunin opnaði ekki þennan dag. Vegfarandi veitti því athygli að ekki var búið að kveikja ljós í versluninni klukkan 06.50 og var nokkuð undrandi yfir Lesa meira
Hjón handtekin – Grunuð um að hafa myrt fósturdóttur sína
PressanÁ miðvikudaginn voru Isaac og Lehua Kalua handtekin á Hawaii. Þau eru grunuð um að hafa myrt sex ára fósturdóttur sína, Isabella Kalua, í janúar á þessu ári. Þau tilkynntu um hvarf hennar í janúar og sögðust síðast hafa séð hana í svefnherberginu hennar. Lögreglan hefur ekki fundið lík Isabella en telur öruggt að hún hafi verið myrt af fósturforeldrum sínum. New York Post skýrir frá þessu. Fram kemur að Lesa meira
Eftir 41 árs bið fékk fjölskyldan loks staðfestingu á því sem hún hafði óttast öll þessi ár
PressanÞann 31. október 1980 sást til ferða ungrar stúlku við þjóðvegasjoppu eina í Texas. Hún spurði, að sögn vitna, um hvernig hún kæmist til Texas Department of Correcitons Ellis Prison Farm. Daginn eftir fannst stúlkan látin við þjóðveg 45 í Huntsville í Texas. Henni hafði verið nauðgað, hún kyrkt og líkið skilið eftir nakið í vegkantinum. Í 41 ár var ekki vitað af hvaða stúlku líkið Lesa meira
Handtekin eftir að líkamsleifar tveggja dætra hennar fundust – Hurfu fyrir sex árum
PressanUm síðustu helgi fundust líkamsleifar tveggja systra, sem hurfu fyrir sex árum, á afskekktu svæði í Pennsylvania. Stúlkurnar, sem hétu Jasman og Nicole Snyder, væru 8 og 11 ára ef þær væru á lífi. Þeirra hafði verið saknað síðan 2015. Móðir þeirra, Mary Sue Snyder, hafði alltaf sagt að þær væru hjá vini hennar sem Lesa meira
Fann staðsetningarbúnað í bíl sínum – 12 dögum síðar var hún myrt
Pressan„Þetta er ekki grín og stundum heldur maður að það verði aldrei maður sjálfur,“ sagði Abigail Saldana í myndbandi sem hún birti á Instagram í október eftir að hún hafði fundið staðsetningarbúnað sem hafði verið komið fyrir í bíl hennar. Tólf dögum síðar var hún skotin til bana. Lík hennar fannst í bíl hennar við hraðbraut í Texas. Nokkrum klukkustundum Lesa meira
Vísaði í þagnarskyldu presta og neitaði að tjá sig um hvarf Mariu
PressanÍ lok október á síðasta ári hvarf Maria From Jakobsen frá heimili sínu á Sjálandi í Danmörku og þótti hvarf hennar mjög dularfullt. Óhætt er að segja að eiginmaður hennar, Thomas Gotthard, hafi ekki verið mjög hjálplegur við rannsókn málsins og vísaði í þagnarskyldu presta þegar lögreglan lagði spurningar fyrir hann en hann var starfandi sóknarprestur. Gotthard var handtekinn, Lesa meira
Hræðilegt mál skekur Spán – Hinn 9 ára Álex var bara að leika sér í hrekkjavökubúningnum sínum
PressanAð kvöldi 28. október var Álex, 9 ára spænskur drengur, að leik á leikvelli nærri heimili sínu í bænum Logrono. Hann var heillaður af hrekkjavökunni og var í búningnum sínum sem hann ætlaði að klæðast á sjálfri hrekkjavökunni. En því náði hann ekki. Um langa hríð höfðu íbúar í bænum varað lögregluna við „manninum á leikvellinum“ en hann Lesa meira
Náriðill játar tvö morð og misnotkun á fjölda líka
PressanDavid Fuller, 67 ára, játaði í gær fyrir dómi í Bretlandi að hafa myrt Wendy Knell, 25 ára, og Caroline Pierce, 20 ára, í tveimur aðskildum árásum í Tunbridge Wells í Kent. Að auki játaði hann að hafa níðst kynferðislega á fjölda líka í líkhúsum sjúkrahúsa. Saksóknarar segja að mál hans sé það versta sinnar Lesa meira
Telja sig hafa leyst 25 ára gamla sænska morðgátu – Unglingsstúlka var myrt
PressanÞann 23. nóvember 1996 steig Malin Lindström, frá Järved í Svíþjóð, upp í strætisvagn númer 147 en hún var á leið heim til vinkonu sinnar. En Malin skilaði sér aldrei á áfangastað og hún kom heldur aldrei aftur heim. Eftir mikla leit fannst lík hennar sex mánuðum síðar í skógi. Málið hefur verið óleyst fram að þessu en Lesa meira