Vísaði í þagnarskyldu presta og neitaði að tjá sig um hvarf Mariu
PressanÍ lok október á síðasta ári hvarf Maria From Jakobsen frá heimili sínu á Sjálandi í Danmörku og þótti hvarf hennar mjög dularfullt. Óhætt er að segja að eiginmaður hennar, Thomas Gotthard, hafi ekki verið mjög hjálplegur við rannsókn málsins og vísaði í þagnarskyldu presta þegar lögreglan lagði spurningar fyrir hann en hann var starfandi sóknarprestur. Gotthard var handtekinn, Lesa meira
Hræðilegt mál skekur Spán – Hinn 9 ára Álex var bara að leika sér í hrekkjavökubúningnum sínum
PressanAð kvöldi 28. október var Álex, 9 ára spænskur drengur, að leik á leikvelli nærri heimili sínu í bænum Logrono. Hann var heillaður af hrekkjavökunni og var í búningnum sínum sem hann ætlaði að klæðast á sjálfri hrekkjavökunni. En því náði hann ekki. Um langa hríð höfðu íbúar í bænum varað lögregluna við „manninum á leikvellinum“ en hann Lesa meira
Náriðill játar tvö morð og misnotkun á fjölda líka
PressanDavid Fuller, 67 ára, játaði í gær fyrir dómi í Bretlandi að hafa myrt Wendy Knell, 25 ára, og Caroline Pierce, 20 ára, í tveimur aðskildum árásum í Tunbridge Wells í Kent. Að auki játaði hann að hafa níðst kynferðislega á fjölda líka í líkhúsum sjúkrahúsa. Saksóknarar segja að mál hans sé það versta sinnar Lesa meira
Telja sig hafa leyst 25 ára gamla sænska morðgátu – Unglingsstúlka var myrt
PressanÞann 23. nóvember 1996 steig Malin Lindström, frá Järved í Svíþjóð, upp í strætisvagn númer 147 en hún var á leið heim til vinkonu sinnar. En Malin skilaði sér aldrei á áfangastað og hún kom heldur aldrei aftur heim. Eftir mikla leit fannst lík hennar sex mánuðum síðar í skógi. Málið hefur verið óleyst fram að þessu en Lesa meira
Ákærður fyrir morð og að hafa vanað nokkra karla
Pressan66 ára þýskur karlmaður er nú fyrir rétti í Þýskalandi ákærður fyrir morð og að hafa vanað nokkra karlmenn með því að framkvæma ólöglegar aðgerðir á kynfærum þeirra. Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hefði gert þetta að beiðni mannanna. Aðgerðirnar gerði hann á eldhúsborðinu heima hjá sér. Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hefði Lesa meira
Telja að morðið á Einár hafi verið myndað – Leigumorðingi hugsanlega að verki
PressanÍ síðustu viku var sænski rapparinn Einár, sem hét Nils Grönberg réttu nafni, skotinn til bana í Hammarby. Hann var skotinn tveimur skotum, einu í höfuðið og einu í bringuna. Lögreglan telur að morðinginn hafi tekið morðið upp með Facetime og hefur lagt hald á farsíma sem var á morðvettvangi. Aftonbladet skýrir frá þessu. Fram kemur að hugsanlega hafi leigumorðingi verið að Lesa meira
Kostuðu mistök dómstóls Einár lífið?
PressanSíðasta fimmtudag var sænski rapparinn Einár, sem hét réttu nafni Nils Grönberg, skotinn til bana í Hammarby í Stokkhólmi. Lögreglan hefur yfirheyrt á annað hundrað manns vegna málsins en enginn hefur verið handtekinn. Nú hefur því verið velt upp hvort mistök dómstóls hafi kostað Einár lífið. Hann var einn vinsælasti rapparinn í Svíþjóð. Hann var 19 ára og hafði unnið til Lesa meira
Morð, horfnir peningar og yfirhylming – Málið sem heltekur þjóðina
PressanÞetta er saga sem er eiginlega jafn þykk og olíukennd og drullan víða í Suður-Karólínu. Margslungin og snertir marga fleti. Hneyksli, ríkt fólk, valdamikið fólk, spilling. Hver veit hvað? Enginn þorir að segja neitt. Þetta er málið sem heltekur marga Bandaríkjamenn þessa dagana. Málið snýst um Richard „Alex“ Murdaugh, 53 ára lögmann og fyrrum saksóknara úr Lesa meira
Yfirheyrslumyndbönd af „dómsdagsmorðingjanum“ skelfa fólk
PressanAðeins nokkrum klukkustundum eftir að Charles Vallow var myrtur í júlí 2019 var eiginkona hans, Lori Vallow, yfirheyrð af lögreglunni. Yfirheyrslan var mjög sérstök því á meðan á henni stóð hló Lori, grínaðist og gagnrýni eiginmann sinn. Þegar yfirheyrslan fór fram var hún ekki grunuð í málinu en nú er það en það er ekki nóg með það því hún Lesa meira
Fundu eigur Brian Laundrie og líkamsleifar
PressanÍ fimm vikur hefur bandaríska alríkislögreglan FBI leitað að Brian Laundrie í Flórída en lögreglan vill gjarnan ræða við hann um morðið á unnustu hans, Gabby Petito, sem fannst látin í þjóðgarði í Wyoming í september. Brian lét sig hverfa tveimur dögum áður en lík hennar fannst. Nú hefur lögreglan fundið muni í eigu Brian og nærri þeim fundust líkamsleifar. Lögregluna grunar að Brian hafi átt þátt í dauða Gabby en hann Lesa meira