Varar við minni virkni bóluefna gegn Ómíkron
PressanÞað er ólíklegt að núverandi bóluefni gegn kórónuveirunni muni hafa sömu virkni gagnvart Ómíkronafbrigðinu og öðrum afbrigðum kórónuveirunnar. Þetta sagði Stéphane Bancel, forstjóri Moderna, í samtali við Financial Times. „Ég get ekki ímyndað mér að hún (virknin, innsk. blaðamanns) sé jafn mikil og gagnvart Deltaafbrigðinu,“ sagði hann. „Ég held að virknin verði mun minni. Hversu miklu minni, veit ég ekki því við verðum Lesa meira
Peningarnir streyma inn – 130.000 krónur á sekúndu!
PressanNokkrir af stærstu framleiðendum bóluefna gegn kórónuveirunni moka inn peningum á sölu þeirra. Reiknað er með að tekjur þriggja framleiðenda verði 34 milljarðar dollara á árinu en það svarar til þess að þeir fái sem svarar til 130.000 íslenskra króna á sekúndu! Þetta eru niðurstöður greiningar fá People‘s Vaccine Alliance (PVA) sem eru samtök sem vinna að því að Lesa meira
Fresta ákvörðun um hvort börn fái bóluefnið frá Moderna
PressanBandarísk yfirvöld eru nú að fara yfir umsókn Moderna um að bóluefni fyrirtækisins gegn kórónuveirunni verði samþykkt til notkunar fyrir börn og ungmenni á aldrinum 12 til 17 ára. Svar við umsókninni á að liggja fyrir í janúar á næsta ári í síðasta lagi. Bandaríska lyfjastofnunin, FDA, tilkynnti Moderna þetta um helgina en stofnunin þarf lengri tíma en reiknað var með Lesa meira
2.100 skammtar af bóluefninu frá Moderna gætu hafa farið til spillis í Svíþjóð
PressanUm allan heim er unnið nótt sem dag við að þróa og framleiða bóluefni gegn kórónuveirunni sem hefur haldið heimsbyggðinni í heljargreipum síðustu mánuði. Það er því ekki litið neinum gleðiaugum að í Svíþjóð fóru 2.100 skammtar af bóluefninu frá Moderna líklega til spillis í síðustu viku vegna rangrar meðhöndlunar. Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur Lesa meira
Bóluefnið frá Moderna veitir ónæmi í eitt ár hið minnsta
PressanÍ dag koma fyrstu skammtarnir af bóluefninu frá Moderna til landsins en um 1.200 skammta er að ræða. Þeir verða notaðir til að ljúka við bólusetningu framlínustarfsmanna. Í gær sögðu fulltrúar fyrirtækisins að bóluefni þess veiti ónæmi gegn kórónuveirunni í 12 mánuði hið minnsta. Þetta kom fram á stórri heilbrigðisráðstefnu. Þetta byggir fyrirtækið á þeim gögnum sem Lesa meira
Forsætisráðherra hefur tekið bóluefnamálin til sín og leitar að bóluefni
EyjanKatrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur tekið mál er varða öflun og dreifingu bóluefnis gegn kórónuveirunni til sín og eyddi gærdeginum í fundahöld og símtöl í þeirri von að geta tryggt þjóðinni nægt bóluefni og það tímanlega. Gagnrýni á Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, fer vaxandi vegna málsins. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið segir að forsætisráðuneytið hafi Lesa meira
Leynilegur listi afhjúpar verðmuninn á bóluefnum gegn kórónuveirunni
PressanEva De Bleeker, ráðherra neytendamála í Belgíu, birti, væntanlega fyrir mistök, verðlista yfir nokkur bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, á Twitter á fimmtudaginn. Hún eyddi færslunni fljótlega en upplýsingar um verð bóluefna frá lyfjafyrirtækjunum eru trúnaðarmál. En samt sem áður náðu margir að sjá verðlistann. Politico, Washington Post og Brussels Times skýra frá þessu auk fjölda annarra fjölmiðla. Verðin ná yfir þau sex bóluefni Lesa meira
Neyðarleyfi veitt til notkunar bóluefnis Moderna í Bandaríkjunum
PressanBandaríska lyfjaeftirlitið, FDA, hefur gefið út neyðarleyfi til notkunar bóluefnis Moderna gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Tilkynnt var um þetta síðdegis í gær að bandarískum tíma, í nótt að íslenskum tíma. Á heimasíðu Moderna kemur fram að FDA hafi veitt neyðarleyfi til notkunar bóluefnisins mRNA-1273 sem er bóluefni fyrirtækisins gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Fram kemur að í atkvæðagreiðslu um leyfisveitinguna hafi 20 greitt atkvæði Lesa meira
Bóluefnafyrirtækin sjá fram á ótrúlegan gróða
PressanBólusetningar gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, er hafnar í Bretlandi og hefjast í Bandaríkjunum í dag. Væntanlega líður ekki á löngu þar til bólusetningar hefjast hér á landi og víðar í Evrópu en það var bóluefnið frá Pfizer og BioNTech sem var það fyrsta til að fá samþykki lyfjaeftirlitsstofnana. Í Bandaríkjunum var veitt leyfi til Lesa meira
Þetta mun bóluefnið gegn kórónuveirunni kosta
PressanMargir bíða í eftirvæntingu eftir bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, en nú virðist ekki vera svo langt í að byrjað verði að bólusetja gegn veirunni. En hvað mun bóluefnið kosta í innkaupum? Það er eflaust eitthvað sem marga langar að vita þótt við þurfum ekki að hafa áhyggjur af að draga upp veskið þegar við Lesa meira