Heiðbrá segir umræðu um drengi vera eitraða – Hvar fá þeir að heyra „áfram strákar“?
Fréttir„Drengirnir okkar eru ekki vandamálið, heldur er það kerfið sem hér hefur brugðist,“ segir Heiðbrá Ólafsdóttir, tveggja barna móðir, í aðsendri grein á vef Vísis. Í grein sinni segir Heiðbrá, sem skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi, frá því að hún hafi farið með dóttur sína á Símamótið í Kópavogi í sumar þar Lesa meira
Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
EyjanSíðasti þingfundur fyrir kosningar var á Alþingi í dag. Raunar voru þrír þingfundir með stuttu millibili. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins var á meðal viðstaddra en það virðist ekki hafa átt við um alla þingmenn og á Facebook-síðu sinni hæðist Diljá að tveggja manna þingflokki Miðflokksins fyrir að annars vegar mæta ekki og hins vegar Lesa meira
Snorri allt annað en sáttur við Svandísi: „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“
FréttirSnorri Másson, fjölmiðlamaður og efsti maður á lista Miðflokksins í Reykjavík suður fyrir komandi kosningar, vandar Svandísi Svavarsdóttur, þingkonu og fyrrverandi ráðherra, ekki kveðjurnar. Snorri skrifar grein á vef sinn, ritstjori.is, þar sem hann svarar ummælum sem Svandís lét falla í hlaðvarpsþættinum Ein pæling á dögunum og fjallað var um á Vísi. Í þættinum talaði Svandís, Lesa meira
Kosningaumfjöllun Eyjunnar: Miðflokkurinn er miðflokkur en ekki hægri flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, segir Guðlaugur Þór
EyjanMiðflokkurinn er miðflokkur, ekki hægri flokkur, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Hann mætti Bergþóri Ólasyni, oddvita Miðflokksins í Kraganum í kosningaþætti á Eyjunni. Guðlaugur Þór sagði engan mun vera á Miðflokknum og Flokki fólksins, enda kæmu þingmenn og frambjóðendur Miðflokksins að verulegu leyti úr Flokki fólksins. Hann sagði þingmál Miðflokksins ekki Lesa meira
Óttast að Jakob Frímann hafi stokkið úr öskunni í eldinn
FréttirSigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður og stjórnarformaður Náttúruhamfaratryggingar Íslands, segist óttast að Jakob Frímann Magnússon hafi stokkið úr öskunni í eldinn þegar hann ákvað að segja skilið við Flokk fólksins og ganga til liðs við Miðflokkinn. Það kom mörgum á óvart þegar í ljós kom að Jakob Frímann yrði ekki á lista Flokks fólksins fyrir Lesa meira
Getur ekki orða bundist eftir að hafa hlustað á Sigmund Davíð í gærkvöldi
FréttirOddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, segist ekki geta orða bundist eftir að hafa hlustað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi. „Ég er að hlusta á Sigmund Davíð tala um svakalega erfiða fjárhagsstöðu ríkissjóðs þegar hann tók við 2013 og að hann hafi unnið mikið afrek við að koma Lesa meira
Orðið á götunni: Klúður byrjað hjá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki – verður Miðflokkurinn stærstur?
EyjanOrðið á götunni er að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafi nú þegar gert þrenn alvarleg mistök við upphaf kosningabaráttunnar. Flokkurinn gæti misst það forskot sem hann hefur haft í skoðanakönnunum í meira en heilt ár vegna klúðurs formannsins. Margt bendir til þess að reynsluleysi Kristrúnar í stjórnmálum sé þegar farið að segja til sín og Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Hvort gekk Sigríður Andersen í Miðflokkinn eða öfugt?
EyjanFastir pennarSvo sem fram hefur komið áður er Svarthöfði mikill áhugamaður um pólitík. Mætti jafnvel kalla hann nörd á því sviði og væri það ekki ofsagt. Hann man þá tíma er fjórflokkurinn var og hét. Það var á tímum kalda stríðsins og allt í mjög föstum skorðum. Milli stórveldanna ríkti ógnarjafnvægi og í pólitíkinni hér heima Lesa meira
Orðið á götunni: Panik í Valhöll – reynt að sannfæra Jón um að taka „baráttusætið“
EyjanOrðið á götunni er að andrúmsloftið í Valhöll sé fremur drungalegt þessa dagana. Sjálfstæðismenn, og raunar fleiri, áttu von á því að flokkurinn tæki góðan kipp upp á við í skoðanakönnunum í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson sleit ríkisstjórninni og boðaði til kosningar. Almennt var talið að lítið fylgi flokksins í skoðanakönnunum að undanförnu stafaði Lesa meira
Miðflokkurinn: Tómas Ellert dregur framboð til baka og Karl Gauti líklegur oddviti – tíðinda að vænta
EyjanTómas Ellert Tómasson byggingarverkfræðingur sem sóttist eftir oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi hefur dregið framboð sitt til baka. Í færslu á Facebook síðu sinni í morgun skrifar hann: „Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að draga framboð mitt á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi til baka af persónulegum ástæðum. Ég þakka kærlega fyrir stuðninginn og hvatninguna. Lesa meira