fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Mette Frederiksen

Stefnir í „breiða“ ríkisstjórn í Danmörku

Stefnir í „breiða“ ríkisstjórn í Danmörku

Eyjan
24.11.2022

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, efndi til fréttamannafundar í gær til að ræða stöðu stjórnarmyndunarviðræðna en þær hafa staðið yfir í þrjár vikur. Frederiksen fékk umboð Margrétar Þórhildar, drottningar, til að kanna möguleikann á myndun nýrrar ríkisstjórnar og hefur rætt við fulltrúa allra þingflokka. Á fundinum í gær sagði hún að hún hafi fengið umboð drottningarinnar til að kanna Lesa meira

Boðar væntanlega til þingkosninga í Danmörku í dag

Boðar væntanlega til þingkosninga í Danmörku í dag

Eyjan
05.10.2022

Allt bendir til að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boði til þingkosninga í dag. Í sumar gaf Radikale Venstre, sem er stuðningsflokkur minnihlutastjórnar Jafnaðarmanna (flokks Frederiksen) frest til upphafs þings nú í október til að boða til kosninga. Að öðrum kosti myndi flokkurinn leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Ljóst er að ríkisstjórnin þarf á stuðningi Radikale Venstre að halda og því kemst Frederiksen ekki hjá því að boða Lesa meira

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Danmörku eru þungt högg fyrir jafnaðarmenn

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Danmörku eru þungt högg fyrir jafnaðarmenn

Eyjan
17.11.2021

Niðurstöður liggja nú fyrir í sveitarstjórnarkosningunum sem fóru fram í Danmörku í gær. Úrslitin eru þungt högg fyrir jafnaðarmenn og munu gera Mette Frederiksen, forsætisráðherra minnihlutastjórnar jafnaðarmanna, erfitt fyrir fram að næstu þingkosningum. Eins og oft er í sveitarstjórnarkosningum þá skiptir frammistaða flokkanna í landsmálum ekki öllu máli en þó töluverðu. Í sumum sveitarfélögum virðist hún nánast Lesa meira

Danir stefna á að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum þegar bólusetningu 50 ára og eldri verður lokið

Danir stefna á að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum þegar bólusetningu 50 ára og eldri verður lokið

Eyjan
12.03.2021

Formenn dönsku stjórnmálaflokkanna mættu í hringborðsumræður sjónvarpsstöðvarinnar TV2 í gærkvöldi í tilefni af því að ár var þá liðið frá því að Mette Frederiksen, forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina og tilkynnti að gripið yrði til umfangsmikilla sóttvarnaaðgerða vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Má segja að í kjölfarið hafi dönsku samfélagi nánast verið lokað. Síðan þá hafa aðgerðirnar verið mildaðar og hertar á víxl, allt eftir Lesa meira

Forsætisráðherra Danmerkur hefur miklar áhyggjur af kórónuveirufaraldrinum

Forsætisráðherra Danmerkur hefur miklar áhyggjur af kórónuveirufaraldrinum

Pressan
18.01.2021

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur miklar áhyggjur af kórónuveirufaraldrinum og þá aðallega B117 afbrigðinu sem einnig hefur verið nefnt „enska eða breska afbrigðið“. Þetta skrifaði hún á Facebook í gærkvöldi. Smitum hefur fækkað mikið í Danmörku síðustu daga og virðast harðar sóttvarnaraðgerðir vera að skila árangri. Síðustu daga hafa greind smit verið undir 1.000 á sólarhring en voru komin upp Lesa meira

Danir herða kröfur um notkun andlitsgríma

Danir herða kröfur um notkun andlitsgríma

Pressan
15.08.2020

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til fréttamannafundar klukkan 11 í dag að dönskum tíma. Forsætisráðuneytið hefur ekki sagt hvað á að ræða um á fundinum en danskir fjölmiðlar segjast hafa heimildir fyrir að Frederiksen muni kynna hertar kröfur um notkun andlitsgríma (munnbinda) í landinu. Eins og staðan er núna er fólki eingöngu skylt að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af