Meistarar dauðans komnir með diskinn í hús
FókusÍ sumar sögðum við frá því að Meistarar dauðans væru að safna á Karolinafund fyrir útgáfu plötunnar Lög þyngdaraflsins. Platan er nú komin í hús og eru strákarnir að vonum hæstánægðir. „Diskurinn er loksins kominn í hús!!! Þessu höfum við beðið eftir, að fá að halda á disknum í eigin höndum.: Næsta skref er að Lesa meira
LeBron James verður aðal maðurinn í Space Jam 2
FókusFramleiðslufyrirtækið Springhill Entertainment hefur nú staðfest að til standi að gera framhald af körfuboltamyndinni vinsælu Space Jam. Þá hefur einnig verið staðfest að besti körfuboltamaður heims um þessar mundir, Lebron James, mun leika stórt hlutverk í myndinni. Eins og margir muna eflaust eftir þá lék körfuboltagoðsögnin Michael Jordan aðalhlutverkið í fyrri myndinni en nú er komið að James að taka við keflinu. Fyrri myndin kom út árið 1996 og er Lesa meira
Ari og Sinfó endurtaka leikinn
FókusTónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Ara Eldjárns á síðasta starfsári nutu geysilegra vinsælda. Uppselt var á þrenna tónleika í Eldborg og eftirspurn eftir miðum var slík að ákveðið var að endurtaka tónleikana núna í september. Ari er ósvikinn gleðigjafi og hér fer hann með gamanmál sem tengjast hljómsveitinni en kynnir einnig vinsæl hljómsveitarverk sem margir þekkja úr öðru Lesa meira
Gjörningarstund og Listamannaspjall í Gerðarsafni
FókusLaugardaginn 22. september kl. 13-15 á sér stað fjölskyldustund sem listamaðurinn Styrmir Örn Guðmundson leiðir. Styrmir vinnur með gjörningalist, break dans, rapp/söng, teikningar, skáldverk, skúlptúr og leikstjórn. Á námskeiðinu sýnir hann þátttakendum hvernig þessi mismunandi listform geta fléttast saman inn í frásagnir sem verða að gjörningum. Á sýningunni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR er Styrmir með verkið Lesa meira
Sýningarstjórar frá Metropolitan við pallborðsumræður um grafík og prent
FókusListasafn Íslands stendur fyrir pallborðsumræðum um grafík og prent á laugardaginn milli kl. 11-13, meðal þátttakenda verða sýningarstjórar frá Metropolitan safninu í New York. Gestafyrirlesari er Jennifer Farrell, sýningarstjóri prent- og teiknideildar Metropolitan safnsins í New York. Aðrir þátttakendur í pallborðinu verða Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands, Sólveig Aðalsteinsdóttir myndlistarmaður, Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður, Þóra Lesa meira
Kona fer í stríð er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019
FókusKvikmyndin Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019. Myndin var valin af meðlimum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, í rafrænni kosningu sem lauk á miðnætti í gær, 19. september. Kosið var á milli níu íslenskra kvikmynda sem uppfylltu skilyrði bandarísku Óskarsverðlauna akademíunnar: Andið eðlilega, í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur; Lesa meira
Bára spjallar um Allt eitthvað sögulegt
FókusÁ sunnudag kl. 14 verður Bára Kristinsdóttir með listamannsspjall í tengslum við sýningu sína Allt eitthvað sögulegt í Hafnarborg. Bára Kristinsdóttir bregður upp næmri og heillandi mynd af heimi sem er að hverfa. Ljósmyndir hennar gefa innsýn í líf tveggja eldri manna á nælonhúðunarverkstæði í útjaðri Reykjavíkur þar sem tíminn hefur staðið í stað. Á Lesa meira
Bíódómur: „Söngur Kanemu snýst öðrum þræði um rætur og hvernig sjálfsskilningur okkar er samfélagslega mótaður“
FókusBjörn Þór Vilhjálmsson,lektor í almennri bókmenntafræði og kvikmyndafræði, skrifar í Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, dóm um kvikmyndina Söngur Kanemu. Söngur Kanemu var frumsýnd á Skjaldborg sl. vor, heimildarmyndahátíðinni á Patreksfirði, þar sem hún hreppti hvoru tveggja, dómnefndar– og áhorfendaverðlaunin, og er í sýningum um þessar mundir í Bíó Paradís. Myndin fjallar um Ernu Kanemu, átján ára Lesa meira
Tríó Gunnars Hilmarssonar býður upp á jazz í hádeginu
FókusTónlistarröðin, Jazz í hádeginu, heldur áfram í haust og nú er það Tríó Gunnars Hilmarssonar sem spilar fjöruga Róma-tónlist eftir Django Reinhardt. Tónleikar verða haldnir fimmtudag, föstudag og laugardag í menningarhúsum Borgarbókasafnins. Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni Fimmtudaginn 20. september kl. 12.15-13.00 Borgarbókasafnið | Gerðubergi Föstudaginn 21. september kl. 12.15-13.00 Borgarbókasafnið | Spönginni Laugardaginn 22. september Lesa meira
Lof mér að falla að ná 30 þúsundum – Netflix sýnir áhuga
FókusKvikmyndin Lof mér að falla mun ná um 30.000 áhorfendum hér á landi eftir sýningar kvöldsins. Myndin hefur fengið einróma lof gagnrýnenda en hún segir frá hinni 15 ára gömlu Magneu, líf hennar umturnast þegar hún kynnist hinni átján ára gömlu Stellu. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar Lesa meira