Sjáðu fyrstu kitluna af Phoenix sem Jókerinn
FókusPressan er mikil á leikaranum Joaquin Phoenix sem fetar í fótspor Heath Ledger heitins í hlutverki Jókersins, eins aðalskúrks Batman myndanna. Fyrsta kitlan hefur verið gefin út, en Phoenix leikur Jókerinn í endurgerð myndarinnar í leikstjórn Todd Phillips. Seint í gærkvöldi póstaði Phillips neðangreindu myndbandi á Instagram. Í því færist myndavélin nær Phoenix á meðan Lesa meira
Stephen King mælir með Þrír dagar og eitt líf
FókusÞegar Antoine Courtin er tólf ára verður hann sex ára dreng að bana í skógi nálægt heimabæ þeirra. Fullur skelfingar felur hann lík litla drengsins í gjá í skóginum. Leitarflokkar eru kallaðir til en leitin ber engan árangur og smám saman fjarar málið út. Meira en áratug síðar er Antoine að ljúka læknisnámi, býr í Lesa meira
Við gefum 3 eintök af plötu GusGus Lies Are More Flexible
FókusBiggi veira annar meðlima GusGus var í beinni útsendingu í DV sjónvarp kl. 13 í dag. Viðtalið má sjá hér. Við gefum 3 heppnum sem skilja eftir athugasemd fyrir neðan viðtalið eintak af nýjustu plötu GusGus, Lies Are More Flexible (ekki skilja eftir athugasemd við þessa grein). Við drögum út á mánudag.
Sænsk gúmmístígvél er síðasta meistarastykki Mankells
FókusHaustnótt eina vaknar Fredrik Welin upp við að húsið hans stendur í ljósum logum. Hann kemst undan við illan leik en allt er brunnið, horfið: bernskuheimilið, minningarnar og ítölsku skórnir hans. Hann stendur við rústirnar í tveimur vinstrifótarstígvélum og veltir fyrir sér hvort hann eigi nokkuð að ráðast í endurbyggingu, sjötugur einbúi. Fyrir hvern? Fyrir Lesa meira
Grínamman María stígur á stokk með burlesque uppistand
FókusReykjavík Kabarett verður áfram í vetur með vikulegar „late night“ í Reykjaík. Engar tvær sýningar eru eins, en íslenskir og erlendir gestir mæta á hverja sýningu. Í kvöld er það hin drepfyndna grínamma María Guðmundsdóttir sem stígur á stokk með burlesque-uppistand og Skarphéðinn frá Fljótstungu fagnar tíu árum frá því hann var krýndur dragkóngur Lesa meira
Una og Unnur Ösp ræða Dúkkuheimili – Frumsýnt í kvöld
FókusÖnnur frumsýning Borgarleikhússins á þessu leikári er í kvöld kl. 20, en þá er Dúkkuheimili, annar hluti sýnt á Nýja sviðinu. Leikritið er eftir bandaríska verðlaunaskáldið Lucas Hnath. Leikritið er hnyttin rannsókn á samskiptum, hlutverkum kynjanna og ólíkum hugmyndum um ástina, hjónabandið og skuldbindingar. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Hilmir Snær Guðnason leika aðalhlutverkin eins og í Lesa meira
Dimmubræður með Masterclass í Tónlistarskólanum á Akureyri
FókusÞungarokkshljómsveitin DIMMA er ein stærsta rokkhljómsveit landsins. Bræðurnir Ingó og Silli Geirdal, stofnendur hljómsveitarinnar, mæta í heimsókn í Tónlistarskólann á Akureyri á morgun, laugardaginn 22. september kl. 13. Þeir munu fjalla um þeirra vinnuferli við að semja og útsetja lög, og hvaða aðferðum þeir beittu til að gera hljómsveitina að einni af vinsælustu og virtari Lesa meira
Endurkoma Jeff Who í Bæjarbíói
FókusHljómsveitin Jeff Who ætti að vera öllum kunn en þeir gerðu garðinn frægan fyrr á þessari öld. Sveitin var talin eitt allra hressasta rokkband landsins og þeirra vinsælasta lag Barfly naut gríðarlegra vinsælda og gerir enn. Eftir nokkuð langan dvala hafa drengirnir ákveðið að rifja upp góða tíma og ætla að blása til tvenna tónleika Lesa meira
Logi syngur til sonar síns um tilfinningar og ást – Gefur út stuttskífu í dag
FókusLogi Pedro gefur í dag frá sér stuttskífuna Fagri Blakkur á streymisveitum Spotify. Platan inniheldur lögin Fuðri upp (GOGO) og Reykjavík, sem eru poppsmellir með angurværum textum. Platan var tekin upp í 101derland hljóðverinu í sumar og fylgir eftir hans fyrstu plötu í fullri lengd. Í laginu Reykjavík syngur Logi Pedro til sonar síns um Lesa meira
Eddie Murphy verður fúll á móti
FókusGamanleikarinn Eddie Murphy hefur verið ráðinn til þess að leika í endurgerð á kvikmyndinni Grumpy Old Men. Margir hverjir kannast við upprunalegu myndina frá 1993 þar sem þeir Jack Lemmon og Walter Matthau sýndu sínar betri hliðar. Myndin sló rakleiðis í gegn og voru félagarnir samankomnir aftur í framhaldsmynd tveimur árum síðar. Myndin segir frá Lesa meira