fbpx
Mánudagur 23.desember 2024

mengun

Segja að orkuáætlun Biden mun draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og bjarga 317.000 mannslífum

Segja að orkuáætlun Biden mun draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og bjarga 317.000 mannslífum

Pressan
18.07.2021

Ríkisstjórn Joe Biden, Bandaríkjaforseta, hefur í hyggju að þvinga Bandaríkjamenn til að nota endurnýjanlega og umhverfisvæna orku í meira mæli en áður. Með þessu verður hægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og bjarga mörg hundruð þúsund manns frá því að látast af völdum loftmengunar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem er birt á sama tíma og Lesa meira

Kanadíska ríkisstjórnin vill banna sölu nýrra bensín- og dísilbíla frá 2035

Kanadíska ríkisstjórnin vill banna sölu nýrra bensín- og dísilbíla frá 2035

Pressan
02.07.2021

Kanadíska ríkisstjórnin vill banna sölu nýrra bensín- og dísilbíla frá 2035 til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á síðustu árum hafa nokkur lönd farið þessa leið og nú vilja Kanadamenn bætast í þann hóp. Áður hafði ríkisstjórnin miðað við árið 2040 en hyggst nú flýta þessu um fimm ár. „Aðeins djörf stefna í loftslagsmálum skilar Lesa meira

Ný rannsókn – Amazonskógurinn losar meira koltvíildi en hann tekur í sig

Ný rannsókn – Amazonskógurinn losar meira koltvíildi en hann tekur í sig

Pressan
09.05.2021

Frá 2010 til 2019 losaði brasilíski hluti Amazon regnskógarins 16,6 milljarða tonna af koltvíildi en á sama tíma tók hann 13,9 milljarða tonna í sig. Þannig losaði brasilíski hluti regnskógarins tæplega 20% meira af koltvíildi en hann tók í sig. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var nýlega birt í vísindaritinu Nature Climate Change. Niðurstöðurnar hafa Lesa meira

Segir að getnaðarlimir karla séu að styttast

Segir að getnaðarlimir karla séu að styttast

Pressan
26.03.2021

Getnaðarlimir karla eru að styttast og kynfærin eru að aflagast vegna mengunar. Þetta segir Dr Shanna Swan, umhverfisfræðingur í nýrri bók, sem heitir „Count Down“ þar sem hún fer yfir þær áskoranir sem mannkynið stendur frammi fyrir varðandi það að eignast afkvæmi. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að í bókinni segi Swan að mannkynið standi frammi fyrir „tilvistarvanda“ varðandi frjósemi vegna þalíðs en Lesa meira

Segja að stefna Trump í umhverfismálum hafi kostað mörg þúsund mannslíf

Segja að stefna Trump í umhverfismálum hafi kostað mörg þúsund mannslíf

Pressan
27.02.2021

Árið 2019 létust 22.000 manns í Bandaríkjunum vegna ákvarðana Donald Trump, þáverandi forseta, um að afnema eða milda reglur um umhverfisvernd og vinnuvernd. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Það var hópur 33 vísindamanna, sem breska vísindaritið The Lancet, setti á laggirnar í apríl 2017 sem rannsakaði áhrif stefnu Trump á heilsufar Bandaríkjamanna. Hópurinn bar tölur Lesa meira

„Ósýnilegur morðingi“ – Jarðefnaeldsneyti varð 8,7 milljónum manna að bana 2018

„Ósýnilegur morðingi“ – Jarðefnaeldsneyti varð 8,7 milljónum manna að bana 2018

Pressan
14.02.2021

Mengun frá raforkuverum, ökutækjum og öðrum tækjum sem nota jarðefnaeldsneyti átti sök á fimmtungi allra dauðsfalla á heimsvísu 2018. Það er loftmengunin frá jarðefnaeldsneytinu sem veldur þessu. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að í þeim löndum, þar sem mest er notað af jarðefnaeldsneyti til að knýja verksmiðjur, heimili og ökutæki, látist Lesa meira

Það er hugsanlegt að ná tökum á hlýnun jarðar ef við komum losun gróðurhúsalofttegunda niður í núll

Það er hugsanlegt að ná tökum á hlýnun jarðar ef við komum losun gróðurhúsalofttegunda niður í núll

Pressan
16.01.2021

Það verður hugsanlega hægt að forða miklum hörmungum í loftslagsmálum ef mannkyninu tekst að koma losun gróðurhúsalofttegunda niður í núll, það er að segja að jafna út það magn sem er losað út í andrúmsloftið og það sem fer úr því. Lengi vel var talið að hlýnun jarðarinnar myndi halda áfram í nokkrar kynslóðir, jafnvel Lesa meira

Mikill samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í heimsfaraldrinum

Mikill samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í heimsfaraldrinum

Pressan
18.10.2020

Vegna umfangsmikilla sóttvarnaraðgerða, sem gripið var til víða um heim þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar braust út í byrjun árs, dróst losun á CO2 saman um 40 prósent á fyrri árshelmingi 2020 samanborið við sama tíma í fyrra. Þetta er mesti samdráttur sem um getur. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna. Þeir komust að þeirri niðurstöðu Lesa meira

Telja að rúmlega 14 milljónir tonna af plasti séu á hafsbotni

Telja að rúmlega 14 milljónir tonna af plasti séu á hafsbotni

Pressan
10.10.2020

Talið er að 14 milljónir tonna af plasti liggi á botni heimshafanna. Enn meira magn er á þurru landi. Þetta eru niðurstöður nýrrar greiningar. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að talið sé að 14 milljónir tonna, hið minnsta, af plasti liggi á botni heimshafanna og er þá miðað við plast sem er minna en 5 Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af