Sigmundur Ernir skrifar: Mælikvarði á samfélag, mælikvarði á þjóð
EyjanFastir pennarÍslendingum finnst sjálfgefið að heilbrigðisþjónusta í útlöndum standi alvarlega veikum börnum þeirra til boða – og gildir einu þótt það kunni að vera í öðrum heimsálfum, svo sem í Bandaríkjunum. Þeir taka ekki annað í mál en að færustu læknar og hjúkrunarfólk á hátæknisjúkrahúsum á erlendri grundu líkni þeim og sinni án nokkurra undanbragða. Og Lesa meira
Orðið á götunni: Birgir í klemmu
EyjanOrðið á götunni er að Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, þurfi mögulega að íhuga stöðu sína eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn rétti borgara til frjálsra kosninga með því að Alþingi staðfesti seinni talningu Inga Tryggvasonar, formanns kjörstjórnar, eftir að hann hafði látið hjá líða að tryggja öryggi Lesa meira
Löglegt að banna kóranbrennur – „Tæpast framlag til heilbrigðra skoðanaskipta“
FréttirDavíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, segir í nýrri grein að samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu [MSE] sé hægt sé að banna Kóranbrennur. Kóranbrennur feli ekki í sér framlag til heilbrigðra skoðanaskipta heldur geti talist sem hatur gegn íslam og múslimum. „Mér finnst líklegt að við mat á þessu myndi MDE [Mannréttindadómstóll Evrópu] horfa til þess að tjáning Lesa meira
MDE tekur mál Nara Walker fyrir
FréttirÁrið 2018 var Nara Walker dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur nú ákveðið að taka tvö mál Nara til efnismeðferðar. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að annað málið snúist um dóminn sem hún fékk fyrir líkamsárásina og málsmeðferðina í aðdraganda Lesa meira
Mannréttindadómstóllinn tekur mál Jóns Ásgeirs fyrir
EyjanMannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka nýtt mál Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar til efnismeðferðar. Málið snýst um frávísun Hæstaréttar á máli þeirra en endurupptökunefnd hafði fallist á að það skyldi tekið upp á nýjan leik. Málinu var skotið til Mannréttindadómstólsins 17. nóvember 2019. Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að málið varði skattalagabrot Lesa meira
Mannréttindadómstóllinn með íslenskt forsjármál til umfjöllunar
FréttirMannréttindadómstóll Evrópu hefur fallist á að taka mál foreldra, sem voru sviptir forræði yfir tveimur börnum sínum, til efnismeðferðar. Faðir barnanna var handtekinn 2015 grunaður um kynferðisbrot gegn þeim. Í kjölfarið var þeim komið í vistun utan heimilisins. Þau snéru aftur heim síðar þetta sama ár og bjuggu með móður sinni eftir að faðir þeirra Lesa meira
Það er og hefur alltaf verið eitthvað bogið við hvernig dómarar eru skipaðir á Íslandi segir Aðalheiður
Eyjan„Allir helstu valdhafar brugðust í Landsréttarmálinu,“ segir í upphafi greinar eftir Aðalheiði Ámundadóttur í Fréttablaðinu í dag. Greinin ber yfirskriftina 17-0 og er þar vísað til einróma niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í gær um að ekki hefði verið staðið rétt að skipun dómara í Landsrétt. Aðalheiður bendir á að allir valdhafar hafi brugðist. Dómsmálaráðherra, sem var Lesa meira
Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál Ingólfs og Bjarkar til efnislegrar meðferðar
EyjanMannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur samþykkt að taka mál Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, og mál Bjarkar Þórarinsdóttur til efnislegrar meðferðar. Um tvö aðskilin mál er að ræða. Hæstiréttur dæmdi Ingólf í fjögurra og hálfs árs fangelsi haustið 2016 fyrir markaðsmisnotkun. Björk var sakfelld fyrir tilraun til umboðssvika í sama dómi en var ekki Lesa meira
Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný tegund óskapnaðar“
EyjanArnar Þór Jónsson, héraðsdómari, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu á dögunum sé „ný tegund óskapnaðar sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt.“ Arnar segir dóminn réttarafarslegt „gustukaverk“ og að með dómnum hafi MDE sýnt stjórnskipulegri valdtemprun hér á landi lítilsvirðingu,: „…með því að Lesa meira
Davíð segir dóminn opna „öskju Pandóru“ og að óbreyttur dómaralisti frá Sigríði hefðu engu breytt
EyjanLeiðarahöfundur Morgunblaðsins fjallar í dag um úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu í gær, sem sagði að skýlaust brot hefði verið framið gegn 6. grein mannréttindasáttmálans þegar Sigríður Á. Andersen skipaði 15 dómara við Landsrétt. Leiðarahöfundur, sem að öllum líkindum er Davíð Oddsson, spyr hvort það sé hinsvegar raunin og tekur fram að dómurinn hafi verið „klofinn“ en Lesa meira