Christian B tjáir sig í fyrsta sinn um mál Madeleine McCann – „Í raun get ég bara hallað mér aftur og slappað af og beðið eftir að sjá hvað þeir finna“
Pressan„Á þessum tíma var það eins fjarstæðukennt í mínum augum og að hefja kjarnorkustríð eða slátra kjúklingi.“ Þetta segir í einu þeirra bréfa sem Christian B, sem þýska lögreglan telur að hafa numið Madeleine McCann á brott úr sumarleyfisíbúð í Algarve í Portúgal, sendi þáttagerðarmönnum þýsku sjónvarpsstöðvarinnar SAT.1 sem gerðu heimildarmynd um málið. Myndin, sem heitir „Neue Spuren im Fall Maddie“ var sýnd á mánudaginn en Lesa meira
Óvæntar fréttir af máli Madeleine McCann – Fundu „skelfileg sönnunargögn“
PressanÞýska lögreglan hefur frá því í júní 2020 unnið að rannsókn á tengslum þýska barnaníðingsins Christian B. við hvarf Madeleine McCann úr sumarleyfisíbúð í Portúgal í maí 2007. Lögreglan er sannfærð um að Christian B. hafi verið viðriðinn hvarf hennar og hefur sagt að hann hafi myrt hana. En hann hefur ekki enn verið ákærður fyrir aðild að Lesa meira
Nýjar vendingar í máli Madeleine McCann – Vinna þýsku lögreglunnar gæti verið til einskis
PressanNýjar og óvæntar vendingar hafa nú orðið í máli Madeleine McCann. Þýska lögreglan hefur unnið hörðum höndum að rannsókn þess undanfarin misseri og sagt að hún sé sannfærð um að 44 ára Þjóðverji, Christian B., hafi numið Madeleine á brott úr sumarleyfisíbúð í Portúgal í maí 2007 og síðan myrt hana. En nú virðist sem rannsókn Þjóðverjanna geti hafa Lesa meira
Mál Madeleine McCann – „Við erum 100% sannfærð“ – Hinn grunaði með ákveðna skoðun
PressanHans Christian Wolter, sem stýrir rannsókn þýsku lögreglunnar á hvarfi Madeleine McCann og tengslum barnaníðingsins Christian Brueckner við það, sagði um helgina að lögreglan væri „sannfærð“ um að Christian B. hafi myrt Madeleine. En Christian B. er að sögn ekki sannfærður um þetta og er sagður telja að lögreglan hafi ekki „eina einustu sönnun“ til að byggja ákæru á. Independent skýrir frá þessu. Lesa meira
Varpar sprengju inn í Madeleine-málið
PressanÞýska lögreglan hefur mánuðum saman rannsakað hvort þýski barnaníðingurinn og kynferðisbrotamaðurinn Christian Brückner hafi numið Madeleine McCann á brott úr sumarleyfisíbúð í Portúgal þann 3. maí 2007 og myrt hana. Segist lögreglan vera þess fullviss að hann hafi gert það. Nú hefur Hans Christian Wolters, saksóknari í málinu, varpað sprengju inn í málið með nýjum Lesa meira
Grunar McCann-hjónin – „Brottnámið var sviðsett“
PressanRúmlega 14 ár eru liðin síðan Madeleine McCann hvarf sporlaust úr sumarleyfisíbúð í Algarve í Portúgal. Hún var þá þriggja ára. Foreldrar hennar höfðu skilið hana eftir í íbúðinni ásamt tveimur systkinum hennar á meðan þau fóru út að borða með vinum sínum á nálægum veitingastað. Í upphafi rannsóknarinn var það portúgalski lögreglumaðurinn Goncalo Amaral sem stýrði henni. Hann ræðir um rannsóknina í Lesa meira
Mál Madeleine McCann – Lögreglan hefur rannsakað Christian B. árum saman
PressanHans Christian Wolters, saksóknari hjá þýsku lögreglunni, segir að þar á bæ hafi lögreglan rannsakað Christian B., sem lögreglan telur að hafi rænt Madeleine McCann og myrt, í fjögur ár. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Wolters hafi sagt að lögreglan hafi lengi verið að rannsaka hugsanleg tengsl Christian B. við málið og hafi vitað mikið um hann áður en hún Lesa meira
Gerir út af við síðustu von McCann-hjónanna
PressanFyrir nokkrum dögum hefði Madeleine McCann orðið 18 ára ef hún væri enn á lífi en það telur lögreglan útilokað. Henni var rænt úr íbúð fjölskyldunnar þegar hún var í sumarleyfi í Portúgal í byrjun maí 2007. Foreldrar hennar hafa þó ekki gefið upp alla von og hafa haldið fast í vonina um að sjá hana aftur á lífi. Lesa meira
14 ár frá hvarfi Madeleine McCann – Þetta eru ástæðurnar fyrir að grunur beindist að foreldrum hennar
PressanÍ gær voru nákvæmlega 14 ár liðin frá því að Madeleine McCann hvarf úr sumarleyfisíbúð í Algarve í Portúgal. Síðan þá hefur hvarf hennar verið rannsakað í þaula og er enn til rannsóknar. Eins og staðan er núna telur þýska lögreglan sig vita að það hafi verið barnaníðingurinn Christian B. sem hafi numið Madeleine á brott og myrt hana en Christian B. Lesa meira
Hvarf Madeleine McCann – Fann lögreglan eitthvað í brunni?
PressanÍ júní á síðasta ári var skýrt frá því að þýska lögreglan telur sig vita hver nam Madeleine McCann á brott frá sumarleyfisíbúð foreldra hennar í Praia da Luz í byrjun maí 2007. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Lögreglan telur að hún hafi verið myrt og segir að sá sem var að verki sé þýski barnaníðingurinn Christian B. Hann afplánar nú Lesa meira