Íslenska lögreglan í annarri umsvifamikilli aðgerð – Risastór hakkarahringur tekinn niður
FréttirÍslenska lögreglan tók þátt í að taka niður BreachForums, risastóran markað fyrir netglæpamenn í dag. Vefsíðan var haldlögð sem og Telegram síða hópsins sem telur meira en 300 þúsund meðlimi. Aðgerðin var unnin í samstarfi við bandarísku alríkislögregluna FBI og lögregluyfirvöld í Ástralíu, Nýja Sjálandi, Sviss, Bretlandi og Úkraínu. Voru síðurnar teknar niður snemma í Lesa meira
Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
FréttirÍslenska lögreglan tók þátt í aðgerð með bandarísku lögreglunni, portúgölsku lögreglunni og Europol í að stöðva umsvifamikla svikastarfsemi með rafmyntir. Síða svikaranna, sem var hýst hér á landi, var tekin niður. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur gefið út ákæru á hendur tveimur einstaklingum, Keonne Rodriguez og William Lonergan Hill, stofnendum rafmyntafyrirtækisins Samourai. Eru þeir sakaðir um að þvætta um 100 milljónir Bandaríkjadollara, eða rúma 14 milljarða íslenskra Lesa meira
Fór huldu höfði á Íslandi en eftirlýstur í Póllandi – Sagðist ekki geta farið í flugvél vegna höfuðhöggs
FréttirLandsréttur hefur staðfest úrskurð um að verða við handtökuskipun pólsks manns til Póllands. Maðurinn taldi sig hafa verið fyrir rangri sök og að hann væri svo heilsuveill að hann gæti ekki setið í flugvél. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 8. apríl síðastliðnum um að staðfesta ákvörðun Ríkissaksóknara þann 19. febrúar um að verða við Lesa meira
Eldri hjón kæra ákvörðun lögreglustjóra um að hætta rannsókn húsbrotsins í Eystra Fíflholti
FréttirHjónin Þorsteinn Markússon og Þóra Gissurardóttir hafa kært ákvörðun Lögreglustjórans á Suðurlandi að fella niður rannsókn húsbrotsmáls á bænum Eystra Fíflholti í Landeyjum. Lögreglustjóri hafði áður neitað að rannsaka málið. Hjónin voru með ótímabundinn leigusamning að húsnæðinu við fólkið sem keypti jörðina af þeim en honum var einhliða rift, skipt um lása og búslóðin flutt Lesa meira
Íbúar í Kópavogi og Hafnarfirði uggandi vegna „garðavappara“ með ungt barn – Veður inn á lóðir og palla
FréttirKarlmaður með ungt barn hefur ítrekað sést fara inn á lóðir hjá íbúum í Kópavogi og í Hafnarfirði að undanförnu. Eru íbúar skelkaðir að um sé að ræða innbrotsþjóf sem noti barnið sem skálkaskjól fyrir því að vaða inn á lóðirnar. Hefur hann verið kallaður „garðavapparinn.“ Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni við Dalveg í Kópavogi, Lesa meira
Birta mynd af mönnunum sem leitað er
FréttirLögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar mannanna, sem hér sjást á ferð í dökkgráum Toyota Yaris, í tengslum við mál sem er til rannsóknar hjá embættinu. Ef einhver þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hin sömu vinsamlegast beðin um að hringja í lögregluna í síma 112, en upplýsingum má jafnframt koma á Lesa meira
Þjófar stálu númeraplötum af þremur bílum sömu tegundar í Njarðvík – Málið á borði lögreglu
FréttirUndanfarið hefur bílnúmerum verið stolið af bílum í Innri Njarðvík. Athygli vekur að þjófarnir virðast leita í sömu tegund, Kia Rio. Lögreglan telur hugsanlegt að ætlunin sé að setja númerin á aðra bíla. Nokkur umræða hefur verið um þetta á samfélagsmiðlum. Það er að um morguninn mánudagsins 4. mars hafi þrír eigendur Kia Rio bifreiða í Innri Njarðvík tekið eftir Lesa meira
Gera alvarlegar athugasemdir við verklag Oslóarháskóla þar sem Ingunn var stungin af nemanda
FréttirNorska vinnueftirlitið hefur komist að því að Oslóarháskóli hafi brotið nokkrar reglur vinnustaðalöggjafar landsins í rannsókn sinni á stunguárásinni á Ingunni Björnsdóttur. Háskólinn hefur viðurkennt brotalamir í sínu verklagi. Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði, og annar starfsmaður háskólans urðu fyrir fólskulegri stunguárás þann 24. ágúst síðastliðinn af hálfu nemanda. Ingunn slasaðist mikið og máli vakti Lesa meira
5 handteknir í lögregluaðgerðum í dag
FréttirFimm voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í dag á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra, vegna rökstudds gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og gruns um skipulagða brotastarfsemi. RÚV greindi frá. Húsleit var gerð á tugum staða um land allt, en um er að ræða stærstu aðgerð lögreglunnar af þessu tagi. Húsleitir Lesa meira
Umfangsmiklar lögregluaðgerðir í höfuðborginni – Húsleitir á fjölmörgum stöðum
FréttirLögreglan á höfuðborgarsvæðinu stendur nú fyrir umfangsmiklum aðgerðum í umdæminu og utan þess vegna rökstudds gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og gruns um skipulagða brotastarfsemi. Aðgerðirnar hófust fyrir hádegi og munu standa yfir fram eftir degi, en í þeim felst meðal annars að ráðist er í húsleitir á fjölmörgum stöðum. Í tilkynningu Lesa meira