Löggan mun sekta alla sem stoppa á eftir strætó – Boltinn hjá Reykjavíkurborg
EyjanEyjan greindi í gær frá því að Reykjavíkurborg hefði sett upp strætóskýli við Hagatorg, líkt og Morgunblaðið greindi frá upphaflega. Sökum þess brjóta vagnstjórar umferðarlögin í hvert skipti sem þeir hleypa inn, eða taka farþega um borð og geta átt von á sektum frá lögreglu þar sem óheimilt er að stöðva ökutæki í hringtorgi samkvæmt Lesa meira
Mynd dagsins: Lögreglan á Suðurnesjum bregður á leik
FréttirÆtla mætti að lögreglumaðurinn sem sér um Facebook-síðu Lögreglunnar á Suðurnesjum hafi fengið hitasting í góðviðrinu, en í nýjustu færslu á síðunni er slegið á létta strengi. „Hér eru tvö kennileiti. Hvað heitir vitinn og hvert er kennileitið í fjarska? Sigurvegarinn fær frítt út úr fangelsi spil (það verður dregið 31 júní.)“ Kennileitin ættu að Lesa meira
Stundum er betra að flýta sér hægt – Ljóst er að málið gaf aldrei tilefni til hins mikla trumbusláttar í byrjun
Stundum er betra að flýta sér hægt. Fyrir jólin 2017 boðaði lögreglan mjög óvænt til blaðamannafundar og greindi frá aðgerðum í því sem átti að vera stærsta mál skipulagðrar glæpastarfsemi í Íslandssögunni og með tengsl til tveggja annarra landa. Allir stórbokkar lögreglunnar stilltu sér upp, og nokkrir erlendir upp á skrautið einnig. Voru þeir búnir Lesa meira
Ert þú kínverskumælandi og á Akureyri? – Lögreglan þarf aðstoð þína
FréttirErt þú stödd/staddur á Akureyri eða nágrenni, ef svo er þá þarf Lögreglan á Norðurlandi eystra á aðstoð þinni að halda. Verið er flytja einstaklinga sem slösuðust í rútuslysinu á Suðurlandi í dag á Sjúkrahúsið á Akureyri og vantar kínverskumælandi einstaklinga til að samskipti við fólkið geti gengið snurðulaust fyrir sig.
Lögregluaðgerð við Grensásveg: Sérsveit handtók mann
FréttirMikil lögregluaðgerð var nú rétt í þessu við Grensásveg 10. Lögreglubílar, sjúkrabílar og slökkviliðsbílar mættu á svæðið auk þungvopnaðs sérsveitarliðs. Samkvæmt heimildum DV fóru sérsveitarmenn inn í húsnæði og komu út með mann, sem keyrt var á brott með. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar DV spurðist fyrir.
Lögreglan leitar að síma 8 ára drengs á Ásbrú – sakaðir um ólöglega leit – Sjáðu myndböndin!
FréttirMyndband hefur verið birt á Facebook-síðunni Refugees in Iceland þar sem hælisleitandi tekur upp lögreglumenn sem komu, að hans mati, í heimildarleysi inn í herbergi hans á Ásbrú. Hælisleitandanum er heitt í hamsi og krefst þess að fá að vita hvers vegna lögreglumennirnir hefðu vaðið inn til hans á meðan hann svaf og hver hefði gefið þeim heimild Lesa meira
Lögreglan skaut mann til bana við hollenska Seðlabankann
PressanHollenska lögreglan skaut karlmann til bana við Seðlabanka landsins í Amsterdam á áttunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn nálgaðist lögreglumenn með skotvopn á lofti og skutu þeir hann þá. Þetta gerðist á litlum stíg aftan við bankann. Vegfarandi særðist en ekki hefur verið skýrt frá alvarleika meiðsla hans. Lögreglan var kvödd á vettvang eftir að vegfarendur Lesa meira
Guðmundur krefst 60 milljóna í bætur vegna aðgerða lögreglunnar
FréttirGuðmundur R. Guðlaugsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna atvinnumissis sem hann varð fyrir í kjölfar fjölda þvingunarráðstafana lögreglu gegn honum fyrir tæpum áratug. Þessar þvingunarráðstafanir beindust að ósekju gegn honum í tengslum við rannsókn á fíkniefnamisferli sonar hans. Guðmundur krefst tæplega 60 milljóna í skaðabætur. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Guðmundi voru dæmdar tvær Lesa meira
Lögreglumaðurinn gekk upp að heimilislausa manninum – Konurnar vissu ekki hverju þær áttu að búast við
PressanHádegisverðarhlé getur greinilega tekið óvænta stefnu miðað við þessa frásögn. Tvær konur voru í hádegisverðarhléi þegar óvænt atburðarás hófst beint fyrir augum þeirra. Elisabeth McClain var í hádegisverðarhléi með vinkonu sinni í Madison-sýslu Jackson í Tennessee í Bandaríkjunum í byrjun mánaðarins. Þær sáu heimilislausan mann sitja upp við umferðarmerki og var hann með bakpokann sinn Lesa meira
Handtekinn í Árbæ
FréttirÁ áttunda tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn á veitingastað í Árbæ. Maðurinn var í töluverðri vímu og var til vandaræða inni á veitingastaðnum. Hann var vistaður í fangageymslu. Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum.