fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Lögreglan

Segja að svartur maður hafi verið skotinn í hnakkann af lögreglunni í Norður-Karólínu

Segja að svartur maður hafi verið skotinn í hnakkann af lögreglunni í Norður-Karólínu

Pressan
28.04.2021

Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur hafið rannsókn á manndrápi í Elizabeth City í Norður-Karólínu þann 21. apríl síðastliðinn. Þá skaut lögreglan Andrew Brown Jr, 42 ára svartan mann, til bana. Dómsmálaráðuneytið mun koma að rannsókninni til að skera úr um hvort alríkislög hafi verið brotin. Roy Cooper, ríkisstjóri í Norður-Karólínu, hefur farið fram á að sérstakur Lesa meira

Danir hneykslaðir á lögreglumönnum – Brutu gegn sóttvarnarreglum – 20 smitaðir eftir samkvæmi

Danir hneykslaðir á lögreglumönnum – Brutu gegn sóttvarnarreglum – 20 smitaðir eftir samkvæmi

Pressan
18.03.2021

Margir Danir eru hneykslaðir á lögreglumönnum og öðru starfsfólki lögreglustöðvanna Station Syd í Gentofte og Station Nord í Helsingør eftir að upp komst að starfsfólkið hafði haldið einkasamkvæmi og þar með brotið gegn fjöldatakmörkunum sem kveðið er á um í sóttvarnarreglum. Ekki nóg með að samkvæmi hafi verið haldið, heldur hafa um 20 greinst smitaðir af kórónuveirunni í kjölfarið. Þessu til viðbótar hafa tugir verið sendir í sóttkví. Lesa meira

Lögmannafélagið skoðar mál Steinbergs

Lögmannafélagið skoðar mál Steinbergs

Fréttir
10.03.2021

Lögmannafélagið mun óska eftir upplýsingum um mál Steinbergs Finnbogasonar, verjanda Antons Kristins Þórarinssonar í Rauðagerðismálinu, en eins og skýrt var frá í gær hefur lögreglan lagt fram kröfu fyrir dómi um að Steinbergur verði kallaður fyrir sem vitni í málinu. Ef héraðsdómur fellst á þetta er ljóst að hann getur ekki lengur sinnt starfinu sem Lesa meira

Segja að bréf sýni að FBI og lögreglan í New York hafi komið að morðinu á Malcolm X

Segja að bréf sýni að FBI og lögreglan í New York hafi komið að morðinu á Malcolm X

Pressan
27.02.2021

Nú eru rúmlega 56 ár síðan bandaríski mannréttindafrömuðurinn Malcom X var myrtur í New York. Mál hans eru enn ofarlega á baugi og nýlega birtu lögmenn og ættingjar hans ný gögn sem þeir segja sýna að lögreglan í New York borg og alríkislögreglan FBI hafi tekið þátt í samsæri um morðið á honum. Um er að ræða bréf sem lögreglumaður, sem að sögn villti á Lesa meira

15 glæpahópar starfa hér á landi – Aukin framlög til lögreglunnar

15 glæpahópar starfa hér á landi – Aukin framlög til lögreglunnar

Eyjan
26.02.2021

Hér á landi starfa 15 skipulagðir glæpahópar að mati lögreglunnar. Skipulögð brotastarfsemi hefur færst mjög í aukana á síðust árum. Þessir glæpahópar og félagar í þeim eru af ýmsum þjóðernum og starfa flestir bæði hér á landi og erlendis. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að brugðist hafi verið við þessu og boðar frekari aðgerðir og Lesa meira

Danska lögreglan leitar að Freyju Egilsdóttur – Hvarf eftir vinnu á fimmtudaginn

Danska lögreglan leitar að Freyju Egilsdóttur – Hvarf eftir vinnu á fimmtudaginn

Fréttir
02.02.2021

Lögreglan á austanverðu Jótlandi í Danmörku lýsti fyrir stundu eftir Freyju Egilsdóttur Mogensen. Hún er 43 ára af íslenskum ættum. Hún hvarf á fimmtudagskvöld í síðustu viku eftir að hún lauk vinnu á dvalarheimili aldraðra í Odder. Danskir fjölmiðlar skýra frá þessu. Fram kemur að lögreglan hafi upplýsingar um að Freyja hafi hugsanlega farið með lest frá Malling síðasta Lesa meira

Hafa greitt 7,5 milljónir í bætur vegna skýrslu lögreglunnar um búsáhaldabyltinguna

Hafa greitt 7,5 milljónir í bætur vegna skýrslu lögreglunnar um búsáhaldabyltinguna

Eyjan
29.01.2021

Tuttugu og þrír hafa fengið greiddar bætur frá ríkinu vegna skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, gerði um mótmælin í kjölfar efnahagshrunsins, svokallaða Búsáhaldabyltingu. Bæturnar eru á bilinu 150.000 til 500.000 krónur. Að auki hefur ríkið greitt 1,9 milljónir í lögfræðikostnað vegna málsins. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Réttarsátt var gerð í október Lesa meira

Lögreglumenn sagðir hafa lamið meðvitundarlausan mann ítrekað í höfuðið með kylfu – „Þetta var ógeðslegt, eins og í bíómynd“

Lögreglumenn sagðir hafa lamið meðvitundarlausan mann ítrekað í höfuðið með kylfu – „Þetta var ógeðslegt, eins og í bíómynd“

Fréttir
06.11.2020

Þrír sjónarvottar segja að fjórir lögreglumenn hafi gengið allt of langt við handtöku þegar þeir handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði á mánudaginn. Lögreglumennirnir eru sagðir hafa lamið hinn handtekna ítrekað í höfuðið með kylfu þar til maðurinn rotaðist. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.  „Þetta var ógeðslegt, eins og í bíómynd,“ hefur blaðið eftir einum sjónarvottanna sem Lesa meira

Hrekkjavökugrínið endaði með heimsókn frá lögreglunni

Hrekkjavökugrínið endaði með heimsókn frá lögreglunni

Pressan
02.11.2020

Allt hófst þetta fyrir sex árum. Þá byrjaði Steven Novak, sem býr í Dallas í Bandaríkjunum, að skreyta húsið sitt sérstaklega mikið í tilefni af hrekkjavökunni sem er stór hátíð þar í landi. Flestir láta sér eflaust nægja að skreyta með köngulóarvefjum og útskornum graskerum en Steven gerir gott betur en það. Mirror skýrir frá þessu. Hann er svo hugmyndaríkur við skreytingar sínar Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af