Norska lögreglan undirbýr sig fyrir hörmungar – Varnarbúnaður gegn geislavirkni settur í alla lögreglubíla
PressanÁ næstunni verður verndarbúnaður gegn geislavirkum efnum settur í alla norska lögreglubíla. Þetta er liður í auknum viðbúnaði Norðmanna vegna stríðsins í Úkraínu. Fjallað er um málið í fagblaði lögreglumanna, Politiforum. Þar kemur fram að þetta hafi „legið í dvala“ í mörg ár en nú sé staðan önnur vegna stríðsins í Úkraínu og aukinnar umferðar kjarnorkuknúinna Lesa meira
Mál liggja óhreyfð í ár hjá lögreglunni – Málsmeðferðartíminn hefur lengst
FréttirMörg mál er varða nauðganir og önnur kynferðisbrot liggja óhreyfð, bæði hjá rannsakendum og ákærendum, í allt að ár. Málsmeðferðartími kynferðisbrota hefur lengst á undanförnum árum og er mannekla hjá lögreglu og ákærendum sögð helsta ástæðan. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta komi fram í nýrri skýrslu starfshóps um málsmeðferðarstíma kynferðisbrotamála. Lesa meira
Segja óhæfa einstaklinga vera tekna inn í lögreglunám – Kunna ekki að dæla bensíni á bíla eða opna vélarhlífina
FréttirLögreglunemar sem kunna ekki að opna vélarhlífina eða dæla bensíni á bíl. Þetta er raunveruleikinn í Svíþjóð í dag. Þingkosningar fara fram í landinu eftir nokkra daga og helsta kosningamálið eru lög og regla og kannski engin furða því hvergi í Evrópu eru fleiri skotnir til bana árlega en í Svíþjóð. Stjórnmálamenn bregðast við kröfum Lesa meira
Vísindamenn afturkalla umdeilda rannsókn eftir mistök
PressanNýlega birtu vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla rannsókn þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að danska lögreglan beiti minnihlutahópa misrétti. En nú hafa vísindamennirnir neyðst til að draga rannsóknina til baka en hún hafði vakið upp miklar og heitar umræður í Danmörku. Í fréttatilkynningu frá Kaupmannahafnarháskóla kemur fram að rannsóknin hafi verið dregin til baka vegna Lesa meira
Skotinn þegar hann réðst á sænska lögreglumenn í nótt
PressanÁ öðrum tímanum í nótt var lögreglunni tilkynnt um mann sem gengi berserksgang í Kumla í Svíþjóð og væri að eyðileggja bíla í miðbænum. Maðurinn var vopnaður hömrum og sleggju. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var maðurinn mjög ógnandi. Þeir hrópuðu á hann en hann brást við með að ráðast á þá. Aftonbladet hefur eftir talsmanni Lesa meira
Lögreglan skaut vopnaðan mann á Egilsstöðum – Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur
FréttirSkömmu fyrir klukkan 23 í gærkvöldi skaut lögreglan mann á Egilsstöðum. RÚV og mbl.is skýra frá þessu og segir RÚV að maðurinn sé á lífi en ekki sé meira vitað um ástand hans. Lögreglan hefur varist allra fregna af málinu. Embætti Héraðssaksóknara tekur nú við rannsókn málsins. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, vildi ekki tjá sig Lesa meira
Danska lögreglan hefur lagt hald á 430 bíla á fjórum mánuðum – Ný lög um brjálæðisakstur
PressanÞann 31. mars síðastliðinn tóku breytingar á dönsku umferðarlögunum gildi. Lögreglunni var þá gert kleift að leggja hald á ökutæki þeirra sem eru grunaðir um það sem kalla má brjálæðisakstur á íslensku. Síðan þá hefur lögreglan lagt hald á 428 ökutæki. Lögreglan leggur hald á ökutækin og síðan fara saksóknarar fram á það fyrir dómi Lesa meira
Lögreglumaðurinn með gyllta klósettið handtekinn
PressanRússneski lögreglumaðurinn Alexei Safonov var nýlega handtekinn ásamt sex öðrum í Stavropol í Rússlandi. Hann er grunaður um að hafa verið í forystu fyrir glæpagengi sem tók við milljónum rúbla í mútur frá flutningafyrirtækjum. Miðað við fréttir erlendra fjölmiðla þá virðist Safonov hafa lifað hátt og mun betur en hann átti að geta á launum lögreglumanns en hann starfaði í umferðardeild Lesa meira
Lögreglumaður skotinn til bana í Gautaborg
PressanLögreglumaður var skotinn til bana í Gautaborg í Svíþjóð í gærkvöldi. Þetta átti sér stað norðan við Biskopsgården í Hisingen. Lögreglumaðurinn stóð úti og var að ræða við fólk þegar skotið var á hópinn. Sænska lögreglan tilkynnti klukkan 22.34 að lögreglumaður hefði verið skotinn og fluttur særður á sjúkrahús. Skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt var síðan staðfest Lesa meira
Sjóvá-Almennar þurfa að greiða kostnað vegna tjóns á lögreglubifreiðum
FréttirHéraðsdómur Reykjavíkur kvað í gær upp dóm í máli sem ríkislögreglustjóri höfðaði gegn tryggingafélaginu Sjóvá-Almennum vegna tjóns sem varð á tveimur lögreglubifreiðum í aðgerðum lögreglu í júní 2018. Niðurstaða héraðsdóms er að tryggingafélagið beri fulla og óskipta bótaskyldu vegna tjónsins. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ríkislögreglustjóri hafi höfðað málið til að Lesa meira