fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024

Lögreglan

Varpar ljósi á sláandi fækkun lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu

Varpar ljósi á sláandi fækkun lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu

Fréttir
12.02.2024

Færri lögreglumenn starfa nú á höfuðborgarsvæðinu en þegar embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var stofnað árið 2007. Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag. Á sama tíma og lögreglumönnum hefur fækkað hefur gríðarleg fólksfjölgun orðið á höfuðborgarsvæðinu og starfsumhverfi lögreglu þyngst. Hvernig má þetta Lesa meira

Ráðherra sammála því að málefni lögreglu séu í lamasessi – ætlar að hefja undirbúning stefnumótunar

Ráðherra sammála því að málefni lögreglu séu í lamasessi – ætlar að hefja undirbúning stefnumótunar

Eyjan
09.02.2024

Á Alþingi í vikunni spurði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, dómsmálaráðherra út í fækkun lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu, en frá 2007 þegar embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var stofnað og fram til 2023 fækkaði lögreglumönnum þar úr 339 í 297 þrátt fyrir mikla fólksfjölgun á svæðinu, en íbúar eru nú um 250 þúsund. Þorbjörg Sigríður spurði hvort Lesa meira

Lögreglukonur oftast fyrir áreitni af lögreglumönnum en lögreglumenn af utanaðkomandi konum

Lögreglukonur oftast fyrir áreitni af lögreglumönnum en lögreglumenn af utanaðkomandi konum

Fréttir
05.02.2024

Birtingarmynd kynferðislegrar áreitni innan lögreglunnar hefur breyst á undanförnum áratug. Færri lögreglukonur nefna snertingu en fleiri niðrandi tal og brandara af kynferðislegum toga nú en áður. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem ber heitið Vinnumenning lögreglunnar: Staða og þróun jafnréttismála. 15 prósent starfsfólks lögreglunnar hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni og algengara er að konur Lesa meira

Lögreglumaður ákærður fyrir kynferðisbrot gegn eiginkonu sinni og starfssystur

Lögreglumaður ákærður fyrir kynferðisbrot gegn eiginkonu sinni og starfssystur

Pressan
29.12.2023

Kynferðisbrotamál skekur nú lögregluna í Los Angeles. Fyrir ári var karlkyns lögreglumaður ákærður fyrir að senda kynferðisleg myndbönd og ljósmyndir af eiginkonu sinni til samstarfsmanna sinna en einnig til manna sem starfa ekki hjá lögreglunni. Eiginkonan er einnig lögreglumaður og hún hefur nú lögsótt vinnuveitamda sinn, Los Angeles borg. Í lögsókninni sakar konan embætti lögreglunnar Lesa meira

Gripu bílþjóf glóðvolgan

Gripu bílþjóf glóðvolgan

Fréttir
26.12.2023

Lögreglumönnum á lögreglustöð 1 (Hlemmi) barst tilkynning um að bíl hafi verið stolið í gærkvöldi. Við reglubundið eftirlit fundu lögreglumenn bílinn í akstri og handtóku tvo menn sem í honum voru. Voru þeir vistaðir í fangaklefa. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins. Nokkuð mikið var um verkefni tengd ölvun. Lesa meira

Voru að taka í hurðarhúna í Vallahverfinu í Hafnarfirði

Voru að taka í hurðarhúna í Vallahverfinu í Hafnarfirði

Fréttir
09.12.2023

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir í Vallahverfinu í Hafnarfirði í nótt. Það er um tvo menn sem gengu á milli húsa og tóku í hurðarhúna. Í skýrslu lögreglu er ekki greint frá því hvort þeir fundust eða ekki. Hins vegar var maður handtekinn í hverfinu vegna líkamsárásar og vistaður í fangaklefa. Nokkuð Lesa meira

Björn Leví vill hækka framlög til lögreglunnar en að Þjóðkirkjan fái minna

Björn Leví vill hækka framlög til lögreglunnar en að Þjóðkirkjan fái minna

Eyjan
06.12.2023

Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd Alþingis, hefur gert nokkrar breytingatillögur við fjálagafrumvarp næsta árs sem er nú til meðferðar á Alþingi en framhald annarrar umræðu um frumvarpið fer fram í þinginu. Meðal tillagna Björns Leví er að hækka framlög til bæði lögreglunnar og héraðssaksóknara umfram það sem kveðið er á um í frumvarpinu. Lesa meira

Þingmaður Pírata handtekinn – „Þetta var óþarflega niðurlægjandi“

Þingmaður Pírata handtekinn – „Þetta var óþarflega niðurlægjandi“

Fréttir
26.11.2023

Mbl.is greinir frá því að Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Pírata, hafi verið hand­tek­in síðasta föstu­dag á skemmti­staðnum Kíkí qu­eer bar. Staðfest­i hún handtökuna í sam­tali við miðilinn. Arndís sagði við mbl.is að ástæða handtökunnar hafi verið sú að hún hafi verið of lengi inn á sal­erni skemmti­staðar­ins. Örygg­is­gæsl­an hafi því reynt að vísa henni Lesa meira

Hlynur á steypubílnum potaði í auga lögreglumanns og kleip annan í kinnina

Hlynur á steypubílnum potaði í auga lögreglumanns og kleip annan í kinnina

Fréttir
02.10.2023

Hlynur Geir Sigurðsson var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að veitast að tveimur lögreglumönnum með ofbeldi. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Var hann ákærður fyrir að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni við skyldustörf þann 21. september árið 2022 og gripið um höfuð hans og þrýst fingrum inn í vinstra augað. Hlaut Lesa meira

Braust inn á hótelherbergi og þekktist í myndavélakerfi

Braust inn á hótelherbergi og þekktist í myndavélakerfi

Fréttir
24.09.2023

Bíræfnir einstaklingar brutust inn á hótelherbergi í Hlíðahverfi í nótt. Lögreglan þekkti þá úr eftirlitsmyndavélakerfi og handtók þá skammt frá hótelinu. Málið er í rannsókn að sögn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu lögreglunnar eftir nóttina. Nokkuð var um innbrot í nótt. Meðal annars var tilkynnt um innbrot í Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af