Fundu „plánetu morðingja“ í glampa sólarinnar
PressanVísindamenn hafa uppgötvað stóran loftstein sem er falinn í glampa sólarinnar. Hann er talinn vera 1,5 km á breidd en svo stórir loftsteinar eru kallaðir „plánetu morðingjar“ vegna þess hversu miklu tjóni þeir geta valdið ef þeir lenda í árekstri við plánetu. Sky News segir að loftsteinninn, sem er kallaður 2022 AP7, sé einn af nokkrum loftsteinum sem Lesa meira
Stærri en sá sem gerði út af við risaeðlurnar
PressanNærri Jóhannesarborg í Suður-Afríku er Vredefort-gígurinn. Þetta er stærsti gígur sinnar tegundar í heiminum en hann myndaðist við árekstur loftsteins. Þvermál hans er rúmlega 250 kílómetrar. Loftsteinn skall þarna niður fyrir tveimur milljörðum ára. Út frá nýjum mælingum og reiknilíkönum hafa vísindamenn við Rochester háskólann í Bandaríkjunum reiknað út að gígurinn hafi verið 250 til 280 km Lesa meira
NASA tókst að breyta braut loftsteins
PressanFyrir tveimur vikum skall bandarískt geimfar á loftsteininum Dimorphos í 11 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Hraði geimfarsins við áreksturinn var 22.520 km/klst. Loftsteinninn er 120 til 180 metrar að þvermáli. Geimfarið skall næstum því á miðju hans. Þetta var í fyrsta sinn sem tilraun af þessu var gerð en tilgangurinn var að kanna hvort hægt væri Lesa meira
Dart klessti á loftstein í gærkvöldi – Var á 22.530 km hraða
PressanMikill fögnuður greip um sig í stjórnstöð bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA klukkan 23.16 að íslenskum tíma í gærkvöldi. Þá klessti geimfarið Dart á loftsteininn Didymos. Fylgst var með þessu í beinni útsendingu. Þetta var hápunkturinn á margra ára verkefni og tíu mánaðar ferðar Dart um geiminn. Hraði Dart var 22.530 km/klst þegar geimfarið klessti á Didymos. Verkefnið snerist um að prófa hvort við getum varist Lesa meira
Fundu vatn í loftsteini sem lenti í Bretlandi
PressanÍ febrúar síðastliðnum lenti loftsteinn í innkeyrslu húss í Winschcombe í Gloucestershire í Bretlandi. Talið er að hann geti veitt vísbendingar um hvaðan vatnið á jörðinni kom. Sky News segir að rannsóknir hafi leitt í ljós að 12% af loftsteininum sé vatn. Hann veitir því mikilvægar upplýsingar um hvernig vatn barst til jarðarinnar. Ashley King, hjá breska náttúrufræðisafninu, sagði að loftsteinninn sé Lesa meira
Leystu 66 milljóna ára gamla ráðgátu
PressanVísindamenn hafa lengi ekki verið einhuga um hvernig miklir gróðureldar kviknuðu þegar risastór loftsteinn skall á jörðinni fyrir 66 milljónum ára. Þessi stóri loftsteinn gerði út af við risaeðlurnar. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram í gegnum tíðina um hvernig eldarnir kviknuðu en nú segist hópur vísindamanna frá Bretlandi, Mexíkó og Brasilíu hafa fundið svarið. Lesa meira
Rykkorn á Ryugu geta hugsanlega veitt svör um tilurð heimshafanna
PressanRykkorn, sem eru eldri en sólkerfið okkar, fundust á loftsteininum Ryugu sem er um 320 milljónir kílómetra frá jörðinni. Þessi rykkorn geta hugsanlega varpað ljósi á hvernig heimshöfin urðu til. Það var japanskt geimfar sem tók jarðvegssýni á Ryougu 2018 og 2019 og flutti til jarðarinnar. Daily Mail segir að vísindamenn segi að rykagnir, sem voru í sýnunum, séu úr kísilkarbíði sem Lesa meira
NASA sendir geimfar á loft sem á að klessa á loftstein
PressanÁ miðvikudaginn sendi bandaríska geimferðastofnunin NASA geimfar út i geim sem hefur það eina hlutverk að klessa á loftstein. Verkefnið heitir DART (Double Asteroid Redirection Test) en markmiðið með því er að klessa á loftstein og breyta þannig stefnu hans. Fyrir um 66 milljónum ára lenti stór loftsteinn í árekstri við jörðina. Hann var á milli 10 og 15 km í þvermál og Lesa meira
Kom öllum í opna skjöldu – Stór loftsteinn þau rétt framhjá jörðinni
PressanLoftsteinar geta komið úr öllum áttum og á miklum hraða. Það getur því reynst erfitt að sjá þá áður en þeir lenda í árekstri við jörðina eða þjóta framhjá henni. Það var einmitt það sem gerðist sunnudaginn 31. október síðastliðinn. Þá þaut loftsteinn á stærð við ísskáp rétt framhjá jörðinni, yfir Suðurskautslandinu. Enginn sá hann Lesa meira
Lagt af stað í 6,5 milljarða kílómetra leiðangur
PressanÁ laugardaginn skaut Bandaríska geimferðastofnunin NASA geimfarinu Lucy á loft. Þar með hófst 12 ára ferðalag geimfarsins sem mun leggja 6,5 milljarða kílómetra að baki á þessu ferðalagi. Geimfarið á að rannsaka loftsteina nærri Júpíter. Lucy mun „heimsækja“ átta loftsteina í ferðinni. Lucy er 14 metra langt geimfar sem gengur bæði fyrir eldsneyti og sólarorku. Þetta verður fyrsta sólarknúna geimfarið sem Lesa meira