fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024

Lindarhvoll

Þorvaldur vill að hæstaréttardómari sem sagði ekki „múkk“ víki vegna Lindarhvolsmálsins

Þorvaldur vill að hæstaréttardómari sem sagði ekki „múkk“ víki vegna Lindarhvolsmálsins

Eyjan
08.07.2023

Þorvaldur Gylfason, prófessor emerítus í hagfræði við Háskóla Íslands, gerir málefni Lindarhvols að umtalsefni í færslu á Facebook-síðu sinni nú í morgunsárið. Eins og kunnugt er var umtöluð skýrsla Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda, um málefni félagsins birt í gær. Skýrslunni hafði verið haldið leyndri síðan árið 2018. Í henni er farið yfir rekstur félagsins sem Lesa meira

Hér er greinargerðin um Lindarhvolsmálið sem forseti Alþingis vildi ekki að væri opinberuð

Hér er greinargerðin um Lindarhvolsmálið sem forseti Alþingis vildi ekki að væri opinberuð

Eyjan
06.07.2023

Fyrir fimm árum síðan, í júlí 2018, skilaði Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðand í málefnum Lindarhvols, inn greinargerð um starfsemi félagsins. Greinargerðinni var stungið ofan í skúffu og þar hefur hún legið síðan þrátt fyrir lögfræðiálit liggi fyrir um að skylt væri að birta skjalið. Sá sem hefur staðið í vegi fyrir því er Birgir Ármansson, Lesa meira

Lindarhvolsmálinu vísað til ríkissaksóknara

Lindarhvolsmálinu vísað til ríkissaksóknara

Eyjan
06.07.2023

Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi í málefnum Lindarhvols, hefur vísað Lindarhvolsmálinu til ríkissaksóknara til efnislegrar meðferðar og afgreiðslu. Þetta kemur fram í bréfi Sigurðar til þeirra sem málið varðar, dags. 28. júní 2023. Fylgiskjöl með bréfinu eru: Greinargerð setts ríkisendurskoðanda vegna Lindarhvols ehf. júlí 2018 Bréf til forsætisnefndar Alþingis, dags. 17. febrúar 2021 Bréf til Lesa meira

Endalaus vandræðagangur í fjármálaráðuneytinu með afhendingu gagna

Endalaus vandræðagangur í fjármálaráðuneytinu með afhendingu gagna

Eyjan
22.06.2023

Enn og aftur virðist fjármálaráðuneytið ófært um að finna til gögn og afhenda. Sérstaklega virðist vandræðagangurinn mikill þegar umbeðin gögn tengjast Lindarhvoli með einhverjum hætti Eyjan óskaði 2. júní síðastliðinn eftir því að fá afhentar tímaskýrslur vegna reikninga sem Íslög, lögmannsstofa Steinars Þórs Guðgeirssonar, hefur sent Lindarhvoli og fjármálaráðuneytinu vegna lögfræðiþjónustu. Svar barst frá Esther Finnbogadóttur, starfsmanni fjármálaráðuneytisins og Lesa meira

Lindarhvoll: Ekki enn búið að skila ársreikningi sem átti að skila í febrúar

Lindarhvoll: Ekki enn búið að skila ársreikningi sem átti að skila í febrúar

Eyjan
09.06.2023

Enn bólar ekkert á ársreikningi frá Lindarhvoli ehf., en skila átti reikningnum fyrir lok febrúar. Komið er næstum þrjá og hálfan mánuð fram yfir skilafrest. Þetta vekur nokkra athygli vegna þess að Í Lindarhvoli er engin starfsemi og hefur ekki verið frá 2018. Einu reikningarnir sem þar fara í gegnum bókhaldið eru lögfræðireikningar, fyrst og Lesa meira

Lindarhvolsmálið: Sigurður Þórðarson getur varpað sprengju á fjármálaráðherra, forseta Alþingis og ríkisendurskoðanda

Lindarhvolsmálið: Sigurður Þórðarson getur varpað sprengju á fjármálaráðherra, forseta Alþingis og ríkisendurskoðanda

Eyjan
08.06.2023

Fjármálaráðuneytið neitar enn að afhenda greinargerð Sigurðar Þórðarsonar fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um málefni Lindarhvols þrátt fyrir að Umboðsmaður Alþingis hafi ítrekað bent ráðuneytinu á að túlkun þess á upplýsingaskyldu stjórnvalda sé andstæð lögum. Ráðuneytið breytti í tvígang tilkynningu á vefsíðu sinni um lögfræðilegar ástæður þess að synjað hefur verið um birtingu greinargerðarinnar eftir að Umboðsmaður Lesa meira

Fyrrverandi þingmaður skorar á þingmenn að rísa upp gegn forseta Alþingis

Fyrrverandi þingmaður skorar á þingmenn að rísa upp gegn forseta Alþingis

Eyjan
30.05.2023

Fyrrverandi þingmaður hvetur þingmenn til að halda Alþingi við störf fram á sumarið og sýna forseta Alþingis hug sinn gagnvart þerri niðurlægingu sem hann sýnir þinginu og þingmönnum með því að gera þeim ókleift að sinna stjórnarskrárvörðu eftirlitshlutverki sínu. Í grein sem birtist á Vísi í gær, rifjar Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknar og Miðflokksins, Lesa meira

Miklar annir og mannekla í fjármálaráðuneytinu

Miklar annir og mannekla í fjármálaráðuneytinu

Eyjan
17.05.2023

Fjármálaráðuneytið virðist vera í stökustu vandræðum með að taka saman upplýsingar um lögfræðikostnað þess og Lindarhvols. Borið er við miklum önnum og orlofi. Blaðamaður Eyjunnar óskaði eftir því við stjórn Lindarhvols ehf. og fjármálaráðuneytið þann 14. apríl síðastliðinn að fá afhenta alla reikninga sem Lindarhvoll hefur móttekið og greitt fyrir lögfræðiþjónustu frá 1. janúar 2018 Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af