„Núna er hluti af íslensku sálinni geymdur í lokaðri geymslu í Kaupmannahöfn“ segir Lilja
EyjanGamall ágreiningur Íslendinga og Dana hefur nú blossað upp á nýjan leik. Hann snýst um íslenskan menningararf sem er geymdur í Danmörku en Íslendingar vilja gjarnan fá lánaðan til langs tíma eða fá afhentan að fullu. Eitthvað á þessa leið hefst umfjöllun Danska ríkisútvarpsins (DR) um íslensku handritin sem eru geymd í Kaupmannahöfn. Bent er Lesa meira
Ekki öruggt að fjölmiðlafrumvarpið njóti meirihlutastuðnings á Alþingi
EyjanÍ gærkvöldi lauk þriðju umræðu um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla án atkvæðagreiðslu. Samkvæmt frumvarpi Lilju fá fjölmiðlarnir 400 milljónir króna. Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sem lagði fram minnihlutaálit í allsherjar- og menntamálanefnd, hafi gagnrýnt ríkisstjórnina og sagt að um sýndarmennsku sé að ræða Lesa meira
Lilja vill beina sparnaði landsmanna í verðbréf og fjárfestingar í atvinnulífinu
EyjanLilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segir að miklar hækkanir á fasteignamarkaði séu merki um „fábreyttan eignamarkað hér á landi sem myndar óþarfa þrýsting á vísitölu neysluverðs“. Þetta kemur fram í viðtali við Lilju í Markaði Fréttablaðsins í dag. „Það er þess vegna þjóðþrifamál að beina þeim mikla sparnaði sem hefur safnast upp Lesa meira
Lilja segir að aðstæðurnar í Borgarholtsskóla hafi verið grafalvarlegar
Fréttir„Ég fordæmi allt ofbeldi. Það er ljóst að aðstæðurnar í Borgarholtsskóla voru grafalvarlegar,“ hefur Morgunblaðið eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um atburðina í skólanum á miðvikudaginn. Hún sagðist jafnframt telja að skólinn, bæði kennarar og nemendur, hafi brugðist hárrétt við. Lilja fundar með skólameisturum í dag þar sem öryggismál verða rædd sérstaklega og farið Lesa meira
Fullar rútur af bálreiðum bankamönnum – „Ég var alltaf sannfærð um að við værum að breyta rétt“
FréttirBort úr helgarviðtali DV frá 4. sept 2020. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra er ekki óvön því að takast á við „fordæmalausa tíma“ en hún stóð í stafni skútunnar þegar hún starfaði hjá Seðlabanka Íslands í bankahruninu og stýrði að hluta til þeirri löngu og ströngu vinnu sem afnám fjármagnshaftanna fól í sér og íslenskt Lesa meira
Herbragð RÚV að misheppnast ? – Framlengir umsóknarfrestinn og Lilja krefst svara
EyjanKári Jónasson, stjórnarformaður RÚV hefur sent frá sér tilkynningu þar sem sagt er að umsóknarfrestur um stöðu útvarpsstjóra verði framlengdur til 9. desember, en umsóknarfresturinn átti að renna út í dag. Þetta gefur til kynna að ekki hafi nægilega margir góðir umsækjendur sótt um stöðu útvarpsstjóra að mati Capacent, en RÚV hefur sagst ekki ætla Lesa meira
Framlög til íslenskra háskóla mælast undir meðaltali OECD ríkjanna – Kennaralaunin hærri hér á landi
EyjanÁrleg skýrsla OECD um menntatölfræði, Education at a Glance 2019 er komin út. Í skýrslunni er að finna margvíslegar upplýsingar um stöðu íslenska skólakerfisins, menntunarstig þjóðarinnar, fjármögnun skóla og skipulag skólastarfs, samkvæmt tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Meðal þess sem fram kemur um íslenskt menntakerfi er: Framlög á hvern ársnema í íslenskum háskólum voru rétt undir meðaltali OECD Lesa meira
Sagnfræðiprófessor segir hugmynd Lilju afleita: „Aukið hillupláss kallar ekki á fleiri handrit“
EyjanGreint var frá því í síðustu viku að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, hefði falast eftir íslensku handritunum sem enn eru í Danmörku. Sagðist hún vongóð um að endurheimta mætti fleiri handrit, eftir fyrstu viðbrögð danskra yfirvalda, en vel á annað þúsund handrit eru enn á danskri grund. Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Lesa meira
Lilja styður LÍS um 9 milljónir á ári
EyjanLandssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) eru samtök háskólanema á Íslandi og íslenskra háskólanema á erlendri grundu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkir starfsemi félagsins og á dögunum undirrituðu Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Sonja Björg Jóhannsdóttir, forseti framkvæmdastjórnar LÍS, samning þess efnis. Samningurinn er til ársloka 2023 og fær LÍS 9 milljónir árlega frá ráðuneytinu, eða 36 Lesa meira
Ólöf reið út í Lilju: „Kaupir auglýsingar af þeim sömu og hún segir vera við það að ganga af íslenskum fjölmiðlamarkaði dauðum“
EyjanÍslensk ráðuneyti og stofnanir keyptu auglýsingar og kostaðar dreifingar á samfélagsmiðlum fyrir tæpar 20 milljónir milli áranna 2015 og 2018. Í sumum tilfellum tífölduðust útgjöldin á tímabilinu, samkvæmt svari Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Hún segir jafnframt í svari sínu að upphæðin raski ekki stefnu ríkisstjórnarinnar um eflingu Lesa meira