fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

lífeyrissjóðir

Danskir lífeyrissjóðir gagnrýna laun stjórnenda í atvinnulífinu – „Bara af því að það er mikið af peningum á maður ekki að taka þá alla“

Danskir lífeyrissjóðir gagnrýna laun stjórnenda í atvinnulífinu – „Bara af því að það er mikið af peningum á maður ekki að taka þá alla“

Pressan
14.08.2021

Tveir af stærstu fjárfestum Danmerkur, lífeyrissjóðirnir LD Fonde og AkademikerPension, telja að laun æðstu stjórnenda fyrirtækja, sem eru skráð á hlutabréfamarkaði, séu ekki nægilega gegnsæ og að bónusar þeirra séu alltof háir. Segja má að þessir stóru fjárfestar hafi nú hrundið af stað atlögu að háum launagreiðslum til stjórnenda fyrirtækja í Danmörku. Fulltrúar sjóðanna hafa á þessu ári greitt atkvæði gegn Lesa meira

Vilja endurskoða hámark á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða

Vilja endurskoða hámark á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða

Eyjan
03.02.2021

Það er kominn tími til að endurskoða lögbundið hámark á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða. Þetta segja stjórnendur tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins. Nú mega erlendar fjárfestingar sjóðanna ekki vera hærri en 50% af heildareignum þeirra. Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. „Núverandi fyrirkomulag er orðið íþyngjandi fyrir lífeyrissjóði,“ er haft eftir Hörpu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra LSR, sem telur Lesa meira

Fjármálaráðherra segir áhyggjuefni ef lífeyrissjóðir kaupa minna af ríkisskuldabréfum

Fjármálaráðherra segir áhyggjuefni ef lífeyrissjóðir kaupa minna af ríkisskuldabréfum

Eyjan
17.12.2020

Það skiptir ekki sköpum fyrir ríkissjóð þótt dregið hafi úr eftirspurn einstakra fjárfesta eftir ríkisskuldabréfum því lausafjárstaða ríkisins er sterk og það á greiðan aðgang að fjármagnsmörkuðum. En það er áhyggjuefni ef lífeyrissjóðirnir draga úr kaupum á ríkisskuldabréfum segir Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra. Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Bjarna Lesa meira

Eignir lífeyrissjóðanna jukust um 537 milljarða á fyrstu 10 mánuðum ársins

Eignir lífeyrissjóðanna jukust um 537 milljarða á fyrstu 10 mánuðum ársins

Eyjan
10.12.2020

Í lok október voru heildareignir lífeyrissjóða landsmanna 5.512 milljarðar króna og hafa aldrei verið meiri. Þær höfðu vaxið um 537 milljarða frá áramótum en það svarar til 10,8% aukningar. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að aukningin sé hlutfallslega mest í erlendum eignum en þær jukust um 339 milljarða sem er 22,6% aukning Lesa meira

Vilja breyta lífeyrismálum – Meira frjálsræði og komið verði í veg fyrir afskipti hagsmunahópa

Vilja breyta lífeyrismálum – Meira frjálsræði og komið verði í veg fyrir afskipti hagsmunahópa

Eyjan
07.10.2020

Aðilar úr viðskiptalífinu eru nokkuð sammála um að gera þurfi breytingar á lífeyriskerfinu. Þeir vilja að ráðstöfun séreignar verði frjálsari og að taka þurfi á stærð sjóðanna og koma í veg fyrir afskipti hagsmunahópa. Þetta kemur fram í Markaði Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að viðmælendur Markaðarins hafi sagt að auka þurfi frelsi við Lesa meira

Óvissa með þátttöku lífeyrissjóða í hlutafjárútboði Icelandair

Óvissa með þátttöku lífeyrissjóða í hlutafjárútboði Icelandair

Eyjan
16.09.2020

Í dag hefst hlutafjárútboð Icelandair. Stóru lífeyrissjóðirnir hafa ekki enn tekið ákvörðun um hvort þeir taka þátt í útboðinu. Þátttaka lífeyrissjóðanna mun ráða úrslitum um hvort félaginu tekst að sækja sér nýtt hlutafé upp á 20 milljarða króna. Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Leitað hefur verið til stórra einkafjárfesta og fjárfestingafélaga um að taka Lesa meira

Hörður segir þungan vetur í aðsigi

Hörður segir þungan vetur í aðsigi

Eyjan
11.09.2020

Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins, ritar grein í Fréttablaðið í dag sem ber heitið „Stór ákvörðun“. Í greininni fjallar hann um gjaldeyrismál og hlutafjárútboð Icelandair. Hann segir dæmi um að sum útflutningsfyrirtæki, einkum útgerðarfélög, hafi setið á gjaldeyri í stað þess að skipta honum í krónur. Fyrirtækin hafi viljað bíða eftir frekari lækkun á gengi krónunnar. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af