fbpx
Mánudagur 23.desember 2024

Líbanon

Eldflaugum rignir yfir Ísraelsmenn í kjölfar innrásar þeirra í Líbanon

Eldflaugum rignir yfir Ísraelsmenn í kjölfar innrásar þeirra í Líbanon

Pressan
01.10.2024

Hizbollah-samtökin í Líbanon hafa látið eldflaugum rigna yfir íbúðabyggðir Ísraelsmanna við landamæri Líbanons eftir að Ísraelsher réðst inn í landið í gærkvöldi. Hafa Hizbollah-samtökin einkum beint sjónum sínum að bæjunum Shtula og Metula í nótt sem eru við landamæri Líbanons, en talið er að ísraelskir hermenn haldi til þar. Þá hafa samtökin einnig skotið eldflaugum að hafnarborginni Haifa Lesa meira

Þaulskipulögð aðgerð Mossad: Skúffufyrirtæki sett á fót og símboðarnir smíðaðir frá grunni

Þaulskipulögð aðgerð Mossad: Skúffufyrirtæki sett á fót og símboðarnir smíðaðir frá grunni

Pressan
19.09.2024

Ísraelsmenn eru sagðir hafa smíðað símboðana frá grunni sem sprengdu fjölmarga meðlimi Hisbollah-samtakanna í fyrradag. Því hefur verið haldið fram að átt hafi verið við símboðana og sprengiefni komið fyrir í þeim en þetta mun ekki vera rétt ef marka má umfjöllun New York Times. Mossad, ísraelska leyniþjónustan, er sögð hafa sett á fót skúffufyrirtæki sem virðast hafa haft Lesa meira

Óttast að símarnir springi næst: Verður farið í hefndarárásir á skotmörk utan Ísraels?

Óttast að símarnir springi næst: Verður farið í hefndarárásir á skotmörk utan Ísraels?

Pressan
19.09.2024

Mikill ótti ríkir í Líbanon vegna óhugnanlegra árása sem gerðar hafa verið á liðsmenn Hisbollah-samtakanna undanfarna daga. Á þriðjudag sprungu símboðar hátt í þrjú þúsund liðsmanna samtakanna með þeim afleiðingum að tólf létust og margir örkumluðust. Í gær var sjónum beint að talstöðvum liðsmanna samtakanna með þeim afleiðingum að tuttugu létust og meira en 450 særðust. Lesa meira

Þetta land hefur bannað kvikmyndina um Barbie

Þetta land hefur bannað kvikmyndina um Barbie

Fréttir
10.08.2023

Yfirvöld í Líbanon hafa bannað sýningar kvikmyndarinnar Barbie í landinu. Kvikmyndin er sögð halda samkynhneigð á lofti og ganga þannig gegn gildum landsins. Mohammad Morta menningarmálaráðherra bannaði myndina en hafði áður frestað frumsýningu hennar fram til loka ágúst. Ráðherrann sagði Barbie brjóta í bága við siðferðisleg og trúarleg gildi líbansks samfélags. Hann vildi einnig meina Lesa meira

Líbanski herinn er í fjárþörf og fer óvenjulega leið til að afla fjár

Líbanski herinn er í fjárþörf og fer óvenjulega leið til að afla fjár

Pressan
02.08.2021

Mikil efnahagskreppa ríkir nú í Líbanon og hún kemur niður á her landsins eins og flestum öðrum í landinu. Til að afla fjár hefur herinn nú tekið upp á því að selja ferðamönnum þyrluferðir. „Líbanon séð úr lofti,“ segir í auglýsingu frá hernum á heimasíðu hans. Boðið er upp á þyrluflug þar sem ferðamenn geta Lesa meira

Granateplasending hleypti samskiptum Líbanon og Sádí-Arabíu í loft upp

Granateplasending hleypti samskiptum Líbanon og Sádí-Arabíu í loft upp

Pressan
07.05.2021

Yfirvöld í Líbanon og Sádí-Arabíu  deila nú hart eftir að sádí-arabískir tollverðir leituðu í sendingu af granateplum frá Líbanon. Í kjölfarið hafa yfirvöld í Sádí-Arabíu  bannað innflutning á öllum landbúnaðarvörum frá Líbanon og þar á meðal vörum sem fara aðeins í gegnum Sádí-Arabíu  á leið sinni til annarra landa. Með þessu er í raun búið að loka á útflutning Líbana til stærstu markaða Lesa meira

Hamingjustundin breyttist í hrylling á sekúndubroti – Sjáðu myndbandið

Hamingjustundin breyttist í hrylling á sekúndubroti – Sjáðu myndbandið

Pressan
07.08.2020

Líbanska brúðurinn Israa Seblani gleymir brúðkaupsmyndbandinu sínu varla í bráð og líklega aldrei. En ekki af sömu ástæðu og fólk man yfirleitt eftir slíkum myndböndum og myndatökum.  Á þriðjudaginn stillti hún sér upp á götu úti í Beirút í Líbanon þar sem myndbandið var tekið upp. En á sekúndubroti breyttist hamingjustundin í algjöran hrylling. Gríðarleg sprenging skók borgina en eins og fram Lesa meira

Rúmlega 100 látnir í Líbanon og 4.000 særðir – „Við erum vitni að miklum hörmungum“

Rúmlega 100 látnir í Líbanon og 4.000 særðir – „Við erum vitni að miklum hörmungum“

Pressan
05.08.2020

Rauði krossinn segir að rúmlega 100, hið minnsta, hafi látist í sprengingunni miklu í Beirút í Líbanon síðdegis í gær. Rúmlega 4.000 særðust. Ástandið í borginni er skelfilegt og minnir einna helst á átakasvæði en eyðileggingin er gríðarleg. „Við erum vitni að miklum hörmungum. Það eru fórnarlömb og særðir alls staðar.“ Þetta sagði George Kettani, yfirmaður Rauða Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af

Egill Þór er látinn