fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024

Leyniupptaka

Skrif Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga á Facebook um Klaustursmálið fá harða útreið hjá lesendum

Skrif Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga á Facebook um Klaustursmálið fá harða útreið hjá lesendum

Fréttir
30.11.2018

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum hvað er mál málanna þessar klukkustundirnar eftir að DV og Stundin hófu að birta upptökur sem voru gerðar á Klausturbarnum af samtölum sex þingmanna. Viðbrögðin hafa verið misjöfn og ljóst er að málinu er hvergi nærri lokið. Eins og gerist á tímum samfélagsmiðla gripu tveir sexmenninganna, þeir Sigmundur Lesa meira

Gunnar Bragi neitar að segja af sér: „Ég hef ekkert brotið af mér“ – Hefði átt að sleppa síðustu drykkjunum

Gunnar Bragi neitar að segja af sér: „Ég hef ekkert brotið af mér“ – Hefði átt að sleppa síðustu drykkjunum

Fréttir
29.11.2018

„Það er eins með okkur og aðra sem verður á, við þurfum að biðjast afsökunar og leita sáttar við það fólk sem við höfum komið illa fram við. Það er náttúrulega bara verkefni en ég held að fólk muni skilja það að við fórum yfir strikið og við eigum að skammast okkar.“ Svo mælir Gunnar Lesa meira

Karl Ágúst sendir skýr skilaboð: Þess vegna verða þingmennirnir að segja af sér

Karl Ágúst sendir skýr skilaboð: Þess vegna verða þingmennirnir að segja af sér

Fréttir
29.11.2018

Karl Ágúst Úlfsson, leikari og leikstjóri, segir afar slæmt að almenningur beri ekki mikið traust til Alþingis. Þetta segir Karl Ágúst í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld, en færslan hefur vakið talsverða athygli. Karl Ágúst blandar sér þarna í umræðuna um leyniupptökurnar sem allt hefur snúist um undanfarinn sólarhring eða svo. Nokkrir þingmenn Miðflokksins Lesa meira

Emmsjé Gauti leiðréttir fáránlegan misskilning

Emmsjé Gauti leiðréttir fáránlegan misskilning

Fókus
29.11.2018

Rapparinn Emmsjé Gauti tvítaði fyrr í dag þar sem hann leiðréttir misskilning, sem að hans sögn er fáránlegur. Misskilninginn má rekja til málsins sem tröllríður íslensku samfélagi núna, samtöl þingmanna sem sátu að sumbli á Klausturbar. „Lagið sem ég gaf út árið 2011 sem allir halda að heiti „elskum þessar mellur“ heitir það ekki. Það Lesa meira

Inga Sæland vill að Karl og Ólafur segi af sér – Hitafundi hjá Flokki fólksins lokið

Inga Sæland vill að Karl og Ólafur segi af sér – Hitafundi hjá Flokki fólksins lokið

Eyjan
29.11.2018

Hitafundi hjá stjórn Flokks fólksins er nú lokið með ályktun þess efni að þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason eigi að segja af sér þingmennsku. Þingmennirnir hafa andmælarétt gegn tillögunni og eiga að mæta til fundar á morgun. Rétt í í þessu tjáðu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi, þegar þær Lesa meira

Anna Kolbrún íhugar að segja af sér

Anna Kolbrún íhugar að segja af sér

Eyjan
29.11.2018

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem koma við sögu í upptökunum af hinu vafasama drykkjusamsæti á Klaustri, segist vera að íhuga stöðu sína. Í viðtali við RÚV segist hún ekki eiga sér neinar málsbætur. Meðal annars var gert grín að fötluðum á upptökunni, sérstaklega baráttukonunni Freyju Haraldsdóttur. Anna Kolbrún situr í velferðarnefnd Lesa meira

Menntamálaráðherra kölluð tík á Klaustursfundinum: „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann.“

Menntamálaráðherra kölluð tík á Klaustursfundinum: „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann.“

Fréttir
29.11.2018

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, kallaði Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og fyrrum flokksystur sína tík á fundinum alræmda á Klaustri. Klámkjafturinn var alls ráðandi í tali Gunnars, Sigmundar Davíðs og Bergþórs Ólassonar þegar talið barst að Lilju og klúryrði, bæði á íslensku og ensku látin falla. „Fuck that bitch“ og „Þú getur riðið henni“ heyrast Lesa meira

Stefnir í hitafund hjá Flokki fólksins á eftir: Varaformaðurinn segir þingmennina eiga að segja af sér

Stefnir í hitafund hjá Flokki fólksins á eftir: Varaformaðurinn segir þingmennina eiga að segja af sér

Eyjan
29.11.2018

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður og varaformaður Flokks fólksins, telur að þingmennirnir sex sem funduðu á Klausturbar í síðustu viku eigi að segja af sér. Tveir þingmenn sem um ræðir eru í Flokki fólksins, hinir fjórir úr Miðflokknum. Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu. „Að mínu áliti, og það má hafa það fram, að ég tel að Lesa meira

Fjórmenningar úr Miðflokknum biðjast afsökunar – Úrsagnir úr flokknum hafnar

Fjórmenningar úr Miðflokknum biðjast afsökunar – Úrsagnir úr flokknum hafnar

Eyjan
29.11.2018

Fjórir þingmenn Miðflokksins, þar á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir biðjast afsökunar á framferði sínu á Klaustur bar í liðinni viku. Líkt og fjallað hefur verið um voru viðhöfð ljót orð í garð annarra þingmanna og upplýst um hvernig kaupin hefðu gerst á eyrinni þegar Lesa meira

Þingmenn krefjast að forsætisnefnd fjalli um ummælin úr leyniupptökunum

Þingmenn krefjast að forsætisnefnd fjalli um ummælin úr leyniupptökunum

Fréttir
29.11.2018

Þingmenn bæði stjórnarandstöðuflokka og stjórnarflokka hafa óskað þess að forsætisnefnd fjalli um mál þingmannanna Miðflokksins og Flokk fólksins vegna ummæla sem þeir létu falla um fjölmarga einstaklinga, meðal annars um aðra þingmenn. Mbl.is greindi fyrst frá. DV hefur fjallað ítarlega um leyniupptökurnar þar sem þingmennirnir Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Kjartansson, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sátu Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af