„Hárið á Gunnari Braga var ekki hljóðnemi“
FókusAtli Fannar Bjarkason fór yfir fréttir vikunnar í þættinum Vikan með Gísla Marteini á föstudagskvöld. Innslagið fór að mestu í að ræða málefnið sem tröllríður samfélaginu núna: Klausturgate. Atli Fannar tók sér orð þingmannanna sjálfra í munn þegar hann kvaddi þá.
Samtalið á Klaustri leiklesið í Borgarleikhúsinu – Landsþekktar leikkonur leiklesa karlmennina
FókusÍ kvöld kl. 20.30 mun leikhópur Borgarleikhússins leiklesa hluta úr samtali þingmanna á veitingastaðnum Klaustri. Eins og flestir vita var samtal þeirra tekið upp og hafa fjölmiðlar, þar á meðal DV, birt innihald þess síðustu daga, en DV var á meðal þriggja fjölmiðla sem fékk upptökurnar sendar. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir verkinu. „Eitt af meginhlutverkum leikhússins Lesa meira
Hlustaðu á upptökuna þegar Gunnar, Bergþór og Sigmundur gerðu lítið úr Lilju – „Who the fuck is that bitch?“
FréttirKlámkjafturinn var allsráðandi í tali Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar þegar talið barst að Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. Þá voru klúryrði, bæði á íslensku og ensku, látin falla á veitingastaðnum Klaustur í liðinni viku. DV hefur áður fjallað um það sem sagt var um Lilju á Klaustur bar en ekki birt hljóðupptökuna Lesa meira
Guðmundur segist aldrei hafa heyrt neinn spúa eins miklum ofbeldisfullum viðbjóði og sexmenningarnir gerðu á Klausturbarnum
Fréttir„Engan hef ég heyrt spúa eins miklum ofbeldisfullum viðbjóði yfir annað fólk og þingmennirnir sex gerðu tímunum saman á Klausturbarnum. Ég hef, í stuttu máli, aldrei heyrt annað eins. Þetta samtal sem þarna fór fram er einstakt. Mér finnst mikilvægt að þetta sé haft í huga og viðurkennt.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram Lesa meira
Hafnar því að orðræða sem þessi viðgangist: „Viðurstyggileg ummæli í garð kvenna, fatlaðs fólks og samkynhneigðra“
FréttirStjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur fordæmir harðlega þau ummæli sem þingmenn Miðflokks og Flokks fólksins viðhöfðu um samstarfsfólk sitt á Alþingi á veitingastaðnum Klaustur þann 20. nóvember síðastliðinn. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu sem er undirrituð af Aðalsteini Hauki Sverrissyni, en þar segir: „Það að kjörnir fulltrúar séu uppvísir um að viðhafast svo viðurstyggileg ummæli Lesa meira
Davíð gagnrýnir uppljóstrarann á Klaustrinu: „Lágkúruleg, meiðandi ummæli breyta ekki endilega öllu”
FréttirDavíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, skrifar í Reykjavíkurbréfi dagsins um Klaustursmálið umtalaða og þingmennina sex sem sátu að sumbli. Davíð veltir fyrir sér hvort nafnlausi heimildarmaðurinn þori ekki að nafngreina sig í ljósi þess að hann hafi ekki þekkt til neinna þingmannanna í sjón, fyrir utan Sigmund Davíð Gunnlaugsson, og setur spurningarmerki við verknaðinn. Lesa meira
Hversu vel þekkir þú Klaustursmálið? Taktu prófið!
FókusMálið sem setti þjóðfélagið á hliðina núna í vikunni, hið svonefnda Klausturgate, þar sem fjórir þingmenn Miðflokksins og tveir þingmenn Flokks fólksins sátu á sumbli á barnum Klaustur. Hittingurinn náðist á hljóðupptöku og heyrist í sexmenningunum tala með niðrandi hætti um samstarfsmenn sína og fleiri. Eflaust hefur málið reynst vera mikil ringulreið fyrir marga, en Lesa meira
Halldór ósáttur við brottrekstur Ólafs og Karls – Trúnaðarbrestur milli hans og Ingu Sæland
FréttirHalldór Gunnarsson, einn stofnenda Flokks fólksins og fyrrverandi sóknarprestur í Holti í Rangárvallasýslu , greiddi atkvæði gegn brottrekstri þingmannanna Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar úr flokknum og varði þá af einurð á stjórnarfundi flokksins á föstudag. Halldór segir að þegar rýnt sé í efni leyniupptakanna frá Klaustri sé ekki að finna nein ummæli frá Lesa meira
Ólafur segir brottreksturinn hafa komið sér á óvart – „Ég gerði ámælisverð mistök sem ég biðst afsökunar á“
FréttirÓlafur Ísleifsson, brottrekinn þingmaður Flokks fólksins, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann biðst afsökunar á ummælum sem hann lét falla á barnum Klaustur á dögunum. Hann segir brottrekstur þeirra Karls Gauta Hjaltasonar úr flokknum hafa komið sér á óvart en hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður. Hann fullyrðir að hann muni halda Lesa meira
Mótmæli á Austurvelli – Fyrirlíta þingmenn öryrkja? – Myndir
FréttirNokkurt fjölmenni er samankomið á Austurvelli á mótmælafundi sem boðað hefur verið til í kjölfar birtingar úr leyniupptökum frá drykkjusamsæti sex þingmanna á veitingastaðnum Klaustri fyrir tíu dögum. Í samtölum þingmannanna var meðal annars hæðst að konum, samkynhneigðum og fötluðum. Meðal þeirra sem fluttu ræður voru Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins. Þuríður sagði í ræðu Lesa meira