fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

Leyniupptaka

Klausturtríóið frumflutti Stólahljóð á Klaustur Bar

Klausturtríóið frumflutti Stólahljóð á Klaustur Bar

Fókus
07.12.2018

Borg brugghús svipti hulunni af jólabjórnum Skyld´ða vera stólahljóð á barnum Klaustur í gærkvöldi. Klausturtríóið frumflutti einnig nýtt jólalag þar, en lagið er nefnt í höfuðið á bjórnum, en textinn er sunginn við lag Sniglabandsins, Jólahjól. Í Klausturstríóinu eru Böðvar Reynisson (Böddi), Hjörtur Stephensen og Valdimar Olgeirsson og spila þeir notalega jazz standarda alla föstudaga Lesa meira

Mynd dagsins: Hver er sjöundi meðlimurinn á Klausturs mynd Þrándar ?

Mynd dagsins: Hver er sjöundi meðlimurinn á Klausturs mynd Þrándar ?

Fréttir
07.12.2018

Myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson málaði nýlega mynd þar sem hann túlkar Klaustursmálið á nokkuð sérstakan hátt.  Málverkið sýnir þingmennina sex sem voru viðstaddir á Klaustur bar en þar féllu ýmis umdeild ummæli eins og ítrekað hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Grapevine greindi fyrst frá. Þrándur hefur áður vakið athygli fyrir verk sín og tekið þátt í samfélagsumræðunni með Lesa meira

Oddviti segir sig úr Miðflokknum vegna Klaustursmálsins: „Ég persónulega og við öll höfum skaðast“

Oddviti segir sig úr Miðflokknum vegna Klaustursmálsins: „Ég persónulega og við öll höfum skaðast“

Eyjan
07.12.2018

Helga Kristín Haug Jónsdóttir, sem var oddviti Miðflokksins á Akranesi, er hætt í flokknum. Ástæðan er framkoma sexmenninganna í Klaustursupptökunum, sem hún segir einkennast af kvenfyrirlitningu og níðs í garð minnihlutahópa. Segist hún miður sín og skorar á hlutaðeigandi að segja af sér þingmennsku: „Ég er bara miður mín yfir hegðun manna og umræðunni síðustu Lesa meira

„Sárt er að verða vitni að samtali sem opinberar slíka mannfyrirlitningu“

„Sárt er að verða vitni að samtali sem opinberar slíka mannfyrirlitningu“

Eyjan
06.12.2018

Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar fordæmir ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem féllu á veitingastaðnum Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Í tilkynningu segir að hegðun af því tagi sé engum sæmandi og allra síst kjörnum fulltrúum á Alþingi Íslendinga. „Sárt er að verða vitni að samtali sem opinberar slíka mannfyrirlitningu. Vandséð er hvernig hægt sé að ætlast til Lesa meira

Klaustursflokkarnir ná ekki inn manni – Samfylkingin mælist stærst

Klaustursflokkarnir ná ekki inn manni – Samfylkingin mælist stærst

Eyjan
06.12.2018

Könnun Maskínu á hreyfingu fylgis flokkanna á þingi eftir Klaustursmálið leiðir í ljós að aðeins tæplega 61 prósent þeirra sem kusu VG í síðustu kosningum, myndu gera það aftur. Þá mælist Samfylkingin stærsti flokkurinn á þingi, ef kosið yrði til Alþingis í dag. Maskína spurði hvaða flokk fólk myndi kjósa í dag og hvaða flokk Lesa meira

Sigmundur tjáir sig um Kastljósviðtalið: Mjög sárt að vera kallaður ofbeldismaður – „Lilja er vinur minn“

Sigmundur tjáir sig um Kastljósviðtalið: Mjög sárt að vera kallaður ofbeldismaður – „Lilja er vinur minn“

Eyjan
06.12.2018

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifar um vinskap sinn við Lilju Alfreðsdóttur í dag á Facebook, en framganga Lilju í Kastljósinu í gærkvöldi hefur vakið athygli, þar sem hún kallaði sexmenninganna á Klaustur bar ofbeldismenn, sem ekki hefðu dagskrárvaldið. Sigmundur viðurkennir að vera klaufalegur í samskiptum, en segist vera vinur Lilju og segir rangt hjá Lesa meira

Jón Steindór ósáttur við Önnu Kolbrúnu og telur hana vega ósmekklega að starfsfólki Alþingis

Jón Steindór ósáttur við Önnu Kolbrúnu og telur hana vega ósmekklega að starfsfólki Alþingis

Eyjan
05.12.2018

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, fer hörðum orðum um ummæli sem Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á leyniupptökunni frá Klaustri Bar, lét falla á Bylgjunni í morgun um starfsmenn Alþingis. Vildi Anna Kolbrún meina að hið ósmekklega, klúra og á köflum hatursfulla tal sem átti sér stað á barnum þriðjudagskvöldið 20. nóvember Lesa meira

Guðlaugur segir Sjálfstæðisflokkinn ekki skulda Gunnari Braga neitt

Guðlaugur segir Sjálfstæðisflokkinn ekki skulda Gunnari Braga neitt

Eyjan
05.12.2018

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að aldrei hafi Gunnari Braga Sveinssyni verið lofað að verða skipaður sendiherra. Í Klaustursupptökunum sagði Gunnar Bragi að hann ætti inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir að skipa Geir H. Haarde sendiherra á sínum tíma, en því hefur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður sjálfstæðisflokksins, einnig neitað. Sagði Gunnar Bragi sjálfur, eftir Lesa meira

Helga Vala um sexmenninganna frá Klaustur bar: „Geta þau sinnt starfi sínu?“

Helga Vala um sexmenninganna frá Klaustur bar: „Geta þau sinnt starfi sínu?“

Eyjan
05.12.2018

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í pistli í Morgunblaðinu að sexmenningarnir frá Klaustur bar hafi opnað ormagryfju sem enn sé verið að grafa í. Helga Vala nefnir að áður en spurt sé hvort þingmennirnir eigi að segja af sér, þurfi að svara því hvort þeir geti sinnt störfum sínum, en fréttir hafa borist úr Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af