fbpx
Mánudagur 23.desember 2024

Leyniupptaka

Vill skoða aðkomu sérstakrar rannsóknarnefndar vegna Klaustursmálsins

Vill skoða aðkomu sérstakrar rannsóknarnefndar vegna Klaustursmálsins

Eyjan
21.01.2019

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að til skoðunar sé að skipa sérlega rannsóknarnefnd vegan Klaustursmálsins, vegna þeirra upplýsinga sem fram komu á leynilegri upptöku Báru Halldórsdóttur um skipan sendiherra. Þetta kemur fram í þættinum 21 á Hringbraut. Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, Miðflokki, hafa í tvígang Lesa meira

Bjarni og Guðlaugur Þór kannast ekki við fyrirgreiðslur – Miðflokksmenn tóku ekki þátt í „sýningunni“

Bjarni og Guðlaugur Þór kannast ekki við fyrirgreiðslur – Miðflokksmenn tóku ekki þátt í „sýningunni“

Eyjan
16.01.2019

Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson sátu fyrir svörum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun, þar sem rædd var skipan sendiherra, í kjölfar frétta af Klaustursupptökum Báru Halldórsdóttur, þar sem Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, taldi sig eiga inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum vegna skipan hans á Geir H. Haarde sem sendiherra í Washington. Á upptökunum Lesa meira

Segja fjármálin í lagi og kalla eftir afsögn Klaustursþingmanna

Segja fjármálin í lagi og kalla eftir afsögn Klaustursþingmanna

Eyjan
14.01.2019

Flokkur fólksins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um fjármál flokksins í fjölmiðlum undanfarið. Þar er ítrekað að allt hafi verið uppi á borðum og undir ströngu eftirlitsferli, en Karl Gauti Hjaltason, sem rekinn var úr flokknum eftir Klaustursmálið, sakaði flokkinn og Ingu Sæland, formann flokksins, um vafasama fjármálastjórn í grein sinni í Morgunblaðinu. Lesa meira

Villi Vill keypti Klausturfokk Þrándar

Villi Vill keypti Klausturfokk Þrándar

Fókus
08.01.2019

Þrándur Þórarinsson vakti mikla athygli fyrir Klausturfokk, málverk þar sem hann túlkaði Klausturmálið á sinn einstaka og ögrandi hátt. Á olíumálverkinu, sem Þrándur skýrði Klausturfokk, má sjá þingmennina sem sátu að sumbli á barnum Klaustur í nóvember með afleiðingum sem öll þjóðin ætti að vita um. Málverkið seldist um leið og Þrándur birti mynd af Lesa meira

Ögmundur kemur Klaustursþingmanni til varnar: „Nokkuð til í því sem segir í Grettissögu, að satt sé sem mælt er,“að öl er annar maður”

Ögmundur kemur Klaustursþingmanni til varnar: „Nokkuð til í því sem segir í Grettissögu, að satt sé sem mælt er,“að öl er annar maður”

Eyjan
03.01.2019

Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra Vinstri grænna, kemur Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, til varnar í áramótaþönkum sínum á heimasíðu sinni. Bergþór þótti einna orðljótastur þeirra sexmenninga sem sátu að sumbli á Klaustri bar og náðust á upptöku Báru Halldórsdóttur. Fjórir þingmenn Miðflokksins hyggjast kanna réttarstöðu sína fyrir Landsrétti, þar sem þeir undu ekki úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, Lesa meira

Útgáfa Ara Eldjárn af Klaustursgríninu – „Great Minds Think Alike“

Útgáfa Ara Eldjárn af Klaustursgríninu – „Great Minds Think Alike“

Fókus
02.01.2019

Mikið fór fyrir gríni vegna Klaustursmálsins í áramótaskaupi RÚV, en það er ekki eina grínið sem gert hefur verið að málinu. Ari Eldjárn tók Klaustursmálið fyrir í Áramótaskop, sýningum sem hann hélt í Háskólabíói milli jóla og nýárs. Ari birti atriðið í gær á Facebook-síðu sinni. „Gaman að sjá hvað ást Íslendinga á þáttunum Staupasteini Lesa meira

Kolbrún um „svarta sauði“ Alþingis: „Kemur í sjálfu sér ekki á óvart að þingmenn skuli fá falleinkunn hjá meirihluta þjóðarinnar“

Kolbrún um „svarta sauði“ Alþingis: „Kemur í sjálfu sér ekki á óvart að þingmenn skuli fá falleinkunn hjá meirihluta þjóðarinnar“

Eyjan
27.12.2018

Í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar kom í ljós að um 65 prósent landamanna teldu að margir eða nánast allir Alþingismenn væri viðriðnir spillingu. Kolbrún Bergþórsdóttir segir að það hljóti að teljast áfall fyrir þessa þjóna almennings, láti þeir skoðanir landsmanna sig einhverju varða: „Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að þingmenn skuli fá falleinkunn Lesa meira

Telur Klaustursmálinu ekki lokið – Þrjár kæruleiðir enn í boði  

Telur Klaustursmálinu ekki lokið – Þrjár kæruleiðir enn í boði  

Eyjan
20.12.2018

Í gær hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur kröfu Miðflokksfjórmenningana frá Klaustri bar um vitnaleiðslur og gagnaöflunar vegna hljóðritunar Báru Halldórsdóttur. Hafði Reimar Pétursson, lögmaður fjórmenninganna, óskað eftir myndbandsupptökum eftirlitsmyndavéla frá Alþingi og Dómkirkjunni, þar sem þingmenn Miðflokksins héldu að Bára hefði átt sér samverkamenn. Auður Tinna Aðalbjarnadóttir,verjandi Báru, segir við Fréttablaðið í dag að von hafi verið Lesa meira

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar kröfu Miðflokksfjórmenninga: „Þarna var nú ekki feitan gölt að flá“

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar kröfu Miðflokksfjórmenninga: „Þarna var nú ekki feitan gölt að flá“

Eyjan
19.12.2018

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu fjórmenninga Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur vegna fyrirhugaðrar málssóknar gegn Báru Halldórsdóttur, sem tók upp samtal sexmenninganna á Klaustri bar. Stundin greinir frá. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru, segist ætla að bíða og sjá hvert framhaldið verði: „Þarna var nú ekki feitan gölt að flá svo við bjuggumst kannski frekar við Lesa meira

Klaustursmálið: Sexmenningarnir krefjast myndefnis úr öryggismyndavélum – Vilja sjá hvort Bára hafði samverkamenn

Klaustursmálið: Sexmenningarnir krefjast myndefnis úr öryggismyndavélum – Vilja sjá hvort Bára hafði samverkamenn

Eyjan
17.12.2018

Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn í Klaustursmálinu, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Var hún boðuð til þinghalds af dómara, þar sem fjórmenningarnir úr Miðflokknum sem voru á upptöku Báru, lögðu fram beiðni um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna í málinu, í gegnum lögmann sinn, Reimar Pétursson. „Um­bjóðend­ur mín­ir telja frek­lega brotið á rétti þeirra til einka­lífs. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af