fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

leit

Leitin að Jóni Þresti hefur engan árangur borið

Leitin að Jóni Þresti hefur engan árangur borið

Fréttir
16.02.2024

Írska lögreglan hefur tilkynnt að ítarleg leit hennar að jarðneskum leifum Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin árið 2019, eftir að hann sást ganga frá hótelinu þar sem hann gisti, hafi engan árangur borið. Þetta kemur fram í umfjöllun írskra fjölmiðla nú um hádegisbilið. Leitað var í almenningsgarðinum Santry í norðurhluta borgarinnar eftir að Lesa meira

Allir í kafbátnum taldir látnir

Allir í kafbátnum taldir látnir

Pressan
22.06.2023

Blaðamannafundi Bandarísku strandgæslunnar vegna leitar að kafbátnum Titan sem saknað hafði verið eftir skoðunarferð að flaki Titanic í Norður-Atlantshafi er nú lokið. Í fréttum BBC kemur fram að rannsókn á braki sem fannst við leitina hafi leitt í ljós að það sé úr Titan sem hafi fallið saman í iðrum hafsins. Talið er nánast öruggt Lesa meira

Nýjustu vendingar í leitinni að kafbátnum – Brak fannst

Nýjustu vendingar í leitinni að kafbátnum – Brak fannst

Pressan
22.06.2023

Fjölmiðlar um allan heim greindu frá því nú fyrir stundu að brak hefði fundist sem er talið líklegt að sé úr kafbátnum Titan sem hefur innanborðs alls 5 manns.  Kafbáturinn var á vegum fyrirtækisins Oceangate í skoðunarferð að flaki farþegaskipsins Titanic, í Norður-Atlantshafi, en hefur verið saknað síðan á sunnudag. Bandaríska strandgæslan hefur staðfest að Lesa meira

„Týndur“ göngumaður svaraði ekki í símann því hann þekkti ekki númerið sem hringt var úr

„Týndur“ göngumaður svaraði ekki í símann því hann þekkti ekki númerið sem hringt var úr

Pressan
31.10.2021

Nýlega hófst leit að göngumanni sem var talinn týndur á Mount Elbert í Colorado í Bandaríkjunum. Hann svaraði ekki ítrekuðum símhringingum leitarmanna því hann þekkti ekki númerið sem hringt var úr. Þegar að maðurinn skilaði sér ekki á tilsettum tíma til byggða var tilkynnt að hann væri týndur. Var þá reynt að hringja ítrekað í hann og senda honum Lesa meira

Týndist fyrir sex mánuðum – Fannst á lífi nýlega – Lifði á grasi og mosa

Týndist fyrir sex mánuðum – Fannst á lífi nýlega – Lifði á grasi og mosa

Pressan
07.05.2021

Þann 25. nóvember hvarf 47 ára kona í Diamond Fork í Utah í Bandaríkjunum. Þjóðgarðsvörður fann bíl hennar í þjóðgarðinum og byrjaði að leita að konunni til að segja henni að þjóðgarðurinn væri lokaður. En hann fann hana ekki og því hófst umfangsmikil leit að henni úr lofti og á landi en hún skilaði engum árangri. Á næstu mánuðum Lesa meira

Vill hefja leit að flugi MH370 á nýjan leik

Vill hefja leit að flugi MH370 á nýjan leik

Pressan
16.03.2021

Nú eru um tvö ár síðan formlegri leit að flugi MH370 var hætt en flugið, eða öllu heldur flugvélin, hvarf sporlaust yfir Indlandshafi 2014. En nú er hugsanlegt að leit hefjist á nýjan leik. Þegar flugvélar hverfa uppgötvast það yfirleitt þegar flugumferðarstjórar missa sambandið við þær. Í kjölfarið hefst leit og rannsókn á atburðinum og þeim mannlega Lesa meira

Danska lögreglan leitar að Freyju Egilsdóttur – Hvarf eftir vinnu á fimmtudaginn

Danska lögreglan leitar að Freyju Egilsdóttur – Hvarf eftir vinnu á fimmtudaginn

Fréttir
02.02.2021

Lögreglan á austanverðu Jótlandi í Danmörku lýsti fyrir stundu eftir Freyju Egilsdóttur Mogensen. Hún er 43 ára af íslenskum ættum. Hún hvarf á fimmtudagskvöld í síðustu viku eftir að hún lauk vinnu á dvalarheimili aldraðra í Odder. Danskir fjölmiðlar skýra frá þessu. Fram kemur að lögreglan hafi upplýsingar um að Freyja hafi hugsanlega farið með lest frá Malling síðasta Lesa meira

Senda leitarmenn inn á flóðasvæðið í Ask í dag

Senda leitarmenn inn á flóðasvæðið í Ask í dag

Pressan
01.01.2021

Sérþjálfaðir sænskir leitarmenn og norskir leitarhundar, ásamt stjórnendum sínum, verða sendir inn á flóðasvæðið í Ask í Gjerdrum í Noregi í dag. 10 er enn saknað. Fram að þessu hefur ekki þótt þorandi að senda leitarmenn inn á flóðasvæðið og hefur leitin því farið fram úr þyrlum og hafa hitamyndavélar verið notaðar. VG skýrir frá Lesa meira

17 sjómanna saknað í Barentshafi

17 sjómanna saknað í Barentshafi

Pressan
28.12.2020

Mikil leit stendur nú yfir í Barentshafi að 17 sjómönnum sem er saknað eftir að 358 tonna fiskiskip sökk þar í morgun. Tveimur hefur verið bjargað. Skipið sökk nærri Novaja Zemlya í Arkhangelsk að sögn Tass fréttastofunnar. Tilkynning um slysið barst klukkan 05.30 að staðartíma. Fimm skip hafa verið send á vettvang til leitar. Rússnesk Lesa meira

Göngukona fannst á lífi eftir 14 daga í óbyggðum

Göngukona fannst á lífi eftir 14 daga í óbyggðum

Pressan
20.10.2020

Fyrr í mánuðinum hvarf Holly Courtier, 38 ára, þegar hún var í gönguferð í Zion þjóðgarðinum í Utah í Bandaríkjunum. Mikil leit var gerð að henni og bar hún árangur á sunnudaginn þegar Courtier fannst heil á húfi. Það voru gestir í þjóðgarðinum sem sáu til hennar og gerðu leitarmönnum viðvart. People skýrir frá þessu. Í tilkynningu frá fjölskyldu hennar segir að fjölskyldan ráði sér Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af