fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024

Lego

Lego verðlaunar allar starfsmenn sína – Þrír aukafrídagar og bónusgreiðsla

Lego verðlaunar allar starfsmenn sína – Þrír aukafrídagar og bónusgreiðsla

Pressan
05.12.2021

Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur átt góðu gengi að fagna eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á. Salan hefur slegið öll met og hagnaður fyrirtækisins á fyrri helmingi yfirstandandi árs var 140% meiri en á sama tíma á síðasta ári. Starfsmenn fyrirtækisins munu njóta þessarar góðu afkomu. Allir starfsmenn fyrirtækisins, um 20.000 talsins, fá þrjá aukafrídaga og sérstaka bónusgreiðslu. Lesa meira

Velta Lego slær öll met – 460 milljarðar

Velta Lego slær öll met – 460 milljarðar

Pressan
29.09.2021

Á fyrri helmingi ársins var velta danska leikfangaframleiðandans Lego 23 milljarðar danskra króna en það svarar til um 460 milljarða íslenskra króna. Hagnaður eftir skatt var 8 milljarðar danskra króna sem er tvöfalt meira en á síðasta ári. Það er óhætt að segja að leikföngin frá Lego njóti mikilla vinsælda um allan heim og allt stefnir í metár hjá Lesa meira

Milljarðafjárfesting skilar loks árangri – Lego breytir framleiðslu kubbanna vinsælu

Milljarðafjárfesting skilar loks árangri – Lego breytir framleiðslu kubbanna vinsælu

Pressan
24.06.2021

Eftir margra ára vinnu á rannsóknarstofum, fjárfestingu upp á sem nemur tugum milljarða íslenskra króna og tilraunir með 250 mismunandi tegundir kubba telur danski leikfangaframleiðandinn Lego að búið sé að finna uppskriftina að kubbum framtíðarinnar. Þeir verða gerðir úr endurunnu plasti. Finans hefur eftir Tim Brooks, yfirmanni umhverfismála Lego, að fyrirtækið hafi nú náð mikilvægum áfanga því það geti nú í Lesa meira

Leita að alþjóðlegum Legoþjófum

Leita að alþjóðlegum Legoþjófum

Pressan
11.04.2021

Í júní á síðasta ári voru tveir karlar og ein kona handtekin í leikfangaverslun í Yvelines nærri París. Þau voru staðin að verki þar sem þau voru að stela Lego. Áður hafði sést til þeirra við sömu iðju í tveimur öðrum leikfangaverslunum. Talið er að fólkið tilheyri alþjóðlegum glæpasamtökum. Le Parisien segir að þremenningarnir, sem eru frá Póllandi, hafi viðurkennt Lesa meira

Lego blómstrar í heimsfaraldrinum

Lego blómstrar í heimsfaraldrinum

Eyjan
12.03.2021

Í fyrsta sinn í sögunni jókst markaðshlutdeild Lego á öllum 12 stærstu mörkuðum fyrirtækisins á síðasta ári. Rekstur fyrirtækisins gekk mjög vel á á síðasta ári og hefur velta fyrirtækisins aldrei verið meiri en hún jókst um 13% á milli ára og var 43,7 milljarðar danskra króna en það svarar til um 895 milljarða íslenskra króna. En það var Lesa meira

Þungir dómar fyrir að framleiða falskt Lego

Þungir dómar fyrir að framleiða falskt Lego

Pressan
09.09.2020

Dómstóll í Shanghai í Kína dæmdi nýlega níu menn fyrir að hafa framleitt og selt ólöglegar eftirlíkingar af Lego. Um kerfisbundin svik var að ræða þar sem mennirnir framleiddu og seldu milljónir af fölsuðum Legovörum. Þær voru síðan seldar undir merki sem líkist merki hins danska Lego. Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa í 18 mánuði, frá september Lesa meira

Góðir tímar hjá Lego í heimsfaraldrinum – Enn meiri sala

Góðir tímar hjá Lego í heimsfaraldrinum – Enn meiri sala

Pressan
03.09.2020

Þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru, lokaðar verksmiðjur og engar auglýsingar á Facebook var rekstrarafkoma Lego góð á fyrri árshelmingi. Velta fyrirtækisins var 15,7 milljarðar danskra króna sem er 7% aukning frá sama tíma á síðasta ári. Hagnaðurinn var 3,9 milljarðar sem er 11% meira en á sama tíma í fyrra. Fyrirtækið hefur fundið fyrir heimsfaraldrinum eins Lesa meira

Vísindamenn gleyptu Lego hausa til að sjá hvað þeir væru lengi að skila sér

Vísindamenn gleyptu Lego hausa til að sjá hvað þeir væru lengi að skila sér

Fókus
13.12.2018

Hefur þú ekki oft pælt í því hvað Lego haus er lengi að fara meltingarveginn? Þökk sé vísindamönnum í Ástralíu og Bretlandi þá þarftu ekki að klóra þér lengur í hausnum yfir þessu, því þeir gleyptu Lego hausa og könnuðu svo saurinn hjá sér, allt í nafni vísindanna sjáðu til! Sex vísindamenn á sviði barnalækninga Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af