fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024

laufey

Laufey skákar Bítlunum

Laufey skákar Bítlunum

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Óhætt er að segja að frægðarsól íslensku tónlistarkonunnar Laufeyjar haldi áfram að rísa. Nú er hún orðin stærri en Bítlarnir á tónlistarstreymisveitunni Spotify. Ein leiðin til að mæla vinsældir tónlistarfólks, alla vega hjá ungu fólki, er að sjá hversu marga mánaðarlega hlustendur þeir hafa hjá sænska streymisrisanum. Laufey er nú komin með 33,8 milljónir mánaðarlega Lesa meira

Laufey valin á meðal 50 helstu áhrifavalda heimsins

Laufey valin á meðal 50 helstu áhrifavalda heimsins

Fókus
12.10.2024

Íslenska tónlistarkonan Laufey var valinn á meðal 50 helstu áhrifavaldanna af blaðinu The Hollywood Reporter. Blaðið valdi þá sem hefðu mest áhrif á samfélagsmiðlum. Í blaðinu segir að það hafi verið nógu mikið afrek fyrir Laufey að vinna Grammy verðlaun, en að hún hafi sigrað tónlistarmenn eins og Bruce Springsteen sýni vel hversu mikið hún Lesa meira

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Fókus
22.04.2024

Fjölmörgum aðdáendum Laufeyjar var snúið við í dyrunum á tónleikum söngkonunnar í Houston á laugardag. Gríðarlega mikið af fölsuðum miðum voru í umferð. Reynt var að koma eins mörgum fyrir og hægt var. Tónleikunum, sem fóru fram í tónleikahöllinni 713 Music Hall, seinkuðu út af uppákomunni. Vanalega stígur Laufey á svið klukkan 9:05 en ekki fyrr en 9:20 í þetta skiptið Lesa meira

Laufey gefur út nýja útgáfu af metsöluplötunni – Heldur þrenna tónleika í Hörpu um helgina

Laufey gefur út nýja útgáfu af metsöluplötunni – Heldur þrenna tónleika í Hörpu um helgina

Fókus
09.03.2024

Tónlistarkonan Laufey, sem slegið hefur í gegn um allan heim á undanförnu ári, er að gefa út nýja útgáfu af plötunni Bewitched. Er um svokallaða lúxusútgáfu að ræða. Bewitched kom út í september á síðasta ári og rauk út eins og heitar lummur. Þetta er önnur plata Laufeyjar í fullri lengd. Nú gefur Laufey út Lesa meira

Laufey komin fram úr risanöfnum í bransanum – Nálgast Rolling Stones

Laufey komin fram úr risanöfnum í bransanum – Nálgast Rolling Stones

Fókus
26.12.2023

Óhætt er að segja að djass söngkonan Laufey hafi skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Hún er nú með fleiri mánaðarlega hlustendur á Spotify en margir af frægustu tónlistarmönnum og hljómsveitum sögunnar. Laufey gaf út sína fyrstu hljómplötu, „Everything I Know About Love“ í ágúst í fyrra og sló hún strax í gegn. Fjöldi mánaðarlegra hlustenda Lesa meira

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu

Fókus
07.12.2023

Aðdáendur Laufeyjar í Ameríku kvarta nú sáran undan háu miðaverði á nýjasta tónleikaferðalag hennar. Miðarnir seljast hins vegar eins og heitar lummur. Eins og DV greindi frá á þriðjudag hefur íslenska djass söngkonan Laufey, sem búsett er í Los Angeles, tilkynnt stóran Ameríkutúr í vor og sumar. Óhætt er að segja að söngkonan hafi gjörsamlega Lesa meira

Laufey tilkynnir Ameríkutúr – Syngur í flottustu tónleikahöllunum

Laufey tilkynnir Ameríkutúr – Syngur í flottustu tónleikahöllunum

Fókus
05.12.2023

Djass söngkonan Laufey hefur tilkynnt tónleikaferðalag um Norður Ameríku auk einna tónleika í London í vor. Hún mun syngja í mörgum af frægustu tónleikahöllunum. Óhætt er að segja að Laufey hafi öðlast heimsfrægð á undraskömmum tíma. Nýja platan hennar Bewitched hefur slegið hlustunarmet í flokki djasstónlistar og á tónlistarveitunni Spotify á hún nú 17 milljónir Lesa meira

Laufey langvinsælust Íslendinga á Spotify – Tölurnar tala sínu máli

Laufey langvinsælust Íslendinga á Spotify – Tölurnar tala sínu máli

Fókus
02.12.2023

Óhætt er að segja að söngkonan Laufey sé að slá rækilega í gegn. Í þessum skrifuðu orðum er hún næstum komin með 15 milljónir mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan talan var 3 milljónir. Þegar litið er yfir mest spiluðu lög Laufeyjar þá trónir lagið „From the Start“ á toppnum Lesa meira

Laufey kom fram hjá sjónvarpsstöðinni CBS

Laufey kom fram hjá sjónvarpsstöðinni CBS

Fókus
24.09.2023

Tónlistarkonan Laufey kom fram í þættinum Saturday Sessions hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS í gærmorgun. Flutti hún þar lög af nýrri plötu sinni, sem ber heitið Bewitched. Platan, sem kemur út á vínyl í lok októbermánaðar, er sú djassplata sem hefur risið hvað hraðast á tónlistarveitunni Spotify frá upphafi. Í þættinum flutti Laufey, sem býr í Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af