Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
FréttirLandsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness sem sakfelldi konu á sextugsaldri fyrir umsáturseinelti, eignaspjöll og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Konan hafði ofsótt tvær konur, sem eru par, linnulítið í um hálft ár en konan beindi reiði sinni að þeim eftir að önnur kvennanna hafði beðið hana um að taka upp skít eftir hund hennar Lesa meira
Mátti saka fyrrverandi um nauðgun
FréttirHæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir meiðyrðamál manns gegn fyrrverandi kærustu hans. Konan hafði í færslu á samfélagsmiðlum sakað manninn, án þess að nafngreina hann þó, um að hafa nauðgað sér árið 2011 á meðan sambandi þeirra stóð. Hún var sýknuð í bæði Héraðsdómi og Landsrétti ekki síst á þeim grundvelli að hún væri Lesa meira
Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti
FréttirKona sem varð fyrir heilsutjóni vegna vinnu sinnar í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem upp kom mygla, fór fram á að Hæstiréttur myndi taka fyrir mál hennar gegn Orkuveitunni. Konan tapaði málinu fyrir bæði héraðsdómi og Landsrétti og hefur nú beðið ósigur í þriðja sinn en Hæstiréttur synjaði beiðni hennar um áfrýjunarleyfi. Konan hafði krafist Lesa meira
Átta ára martröð íbúa fjölbýlishúss loks á enda
FréttirLandsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness sem gert hafði ónefndri konu að flytja úr fjölbýlishúsi og selja íbúð sína í því. Í dómnum kemur fram að í alls 8 ár hafi nágrannar konunnar mátt þola ónæði frá henni, ofbeldi, skemmdarverk, afar slæma umgengni auk fíkniefnasölu og ógnandi framkomu af hálfu hennar og fólks sem tengdist Lesa meira
Reyndi að láta bera eiginkonu sína út
FréttirLandsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem snýst um kröfu fyrirtækis um að kona sem leigt hefur húsnæði í eigu þess verði borin út. Kröfu fyrirtækisins var hins vegar hafnað meðal annars á þeim grundvelli að ekki hefði komið nægilega vel fram í beiðninni um útburð að forsvarsmaður fyrirtækisins og konan væru hjón Lesa meira
Gæsluvarðhald yfir stjórnlausum síbrotamanni stytt
FréttirLandsréttur hefur stytt gæsluvarðhald yfir síbrotamanni sem hlaut fyrr á þessu ári dóm fyrir fjölda brota og annað mál á hendur honum fyrir ítrekuð brot er nú til meðferðar í dómskerfinu. Meðan fyrrnefnda málið var til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hélt maðurinn brotastarfsemi sinni áfram þar til hann var loks handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald Lesa meira
Lögreglan segir auðvelt fyrir eftirlýsta menn að leynast á Íslandi
FréttirÍ Landsrétti var kveðinn upp fyrr í dag gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manni sem til stendur að framselja til Slóvakíu vegna dóms sem hann hlaut þar í landi. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu en í þeim úrskurði vekur sérstaka athygli að í röksemdafærslu embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, fyrir nauðsyn þess að úrskurða manninn í gæsluvarðhald, Lesa meira
Davíð Þór Björgvinsson: Besta starfið að vera háskólakennari
EyjanVið tókum tali dr. Davíð Þór Björgvinsson fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor við HÍ, HR og Háskólann í Kaupmannahöfn, og fyrrverandi varaforseta Landsréttar. Tilefnið er að hann hefur að eigin ósk verið leystur frá embætti dómara og varaforseta við Landsrétt og tekið við starfi sem prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Akureyri. Við Lesa meira
Síbrotamaður braust inn í fjölbýlishús um miðja nótt – Sagðist bara vera að hlýja sér
FréttirLandsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem handtekinn var vegna innbrots í íbúð og geymslu í fjölbýlishúsi fyrr í þessum mánuði. Lögreglan fór ekki síst fram á gæsluvarðhald yfir manninum þar sem hann hafði komið við sögu lögreglu í 20 málum frá miðjum maí síðastliðnum. Maðurinn á sér þó lengri brotasögu og hefur Lesa meira
Vissi ekki hvar á Íslandi hann dvaldi síðustu 3 mánuði
FréttirLandsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir erlendum manni sem grunaður er um ólöglega dvöl og atvinnustarfsemi hér á landi. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur meðal annars fram að þegar lögregla hafði afskipti af manninum fyrir um viku hafi komið í ljós að hann hefði dvalið á landinu undanfarna 85 daga. Tjáði maðurinn lögreglu að Lesa meira