Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Óánægja með nýjar reglur sem vængstýfa málefnanefndir – formanni fengið fordæmalaust vald
EyjanNokkur óánægja virðist komin upp hjá mörgum landsfundarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins með ný fundarsköp landsfundarins, sem miðstjórn Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum 7. febrúar sl. Þykja fundarsköpin gera málefnanefndirnar nær áhrifalausar. Óánægjan snýr að 3. kafla fundarskapanna, sem fjallar um meðferð og afgreiðslu ályktana á fundinum, en á landsfundi Sjálfstæðisflokksins starfa átta málefnanefndir og segja má að Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Gamla Sovétið leggur hægrinu lið
EyjanFastir pennarMeðal frétta dagsins er lítil frétt í Morgunblaðinu um uppboð sem fara mun fram í tengslum við landsfund Sjálfstæðisflokksins. Fyrir uppboðinu stendur Samband ungra Sjálfstæðismanna. Helst er talið til tíðinda að þar verður boðinn upp forláta samóvar, sem aðallega ku nýtast við tedrykkju. Tilgangur uppboðsins er að afla fjár til rekstrar félags hinna hægri sinnuðu Lesa meira
Guðrún Hafsteinsdóttir: Forystan hefur fjarlægst flokksmenn – fleiri fái að kjósa forystuna en bara landsfundarfulltrúar
EyjanEf Guðrún Hafsteinsdóttir nær kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins um helgina vill hún beita sér fyrir breytingum á stjórnskipulagi flokksins m.a. til að fleiri flokksmenn fái að kjósa forystu hans en einungis þeir sem sitja landsfund. Hún telur að efla þurfi málefnastarf flokksins og virkja flokksmenn betur en nú er til þátttöku í flokksstarfinu. Hún segir Lesa meira
Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanOrðið á götunni er að flokkadrættir í Sjálfstæðisflokknum fari vart fram hjá neinum í aðdraganda landsfundar sem haldinn verður eftir rúma viku. Töldu margir að ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um að gefa ekki kost á sér í embætti formanns myndi lægja einhverjar öldur, en þeir spádómar reyndust óskhyggja. Vísir sagði frá því í síðustu viku Lesa meira
Orðið á götunni: Ríkisstjórnin fær byr í seglin – Sjálfstæðisflokkurinn nötrar í aðdraganda landsfundar
EyjanRíkisstjórnin nýtur stuðnings 70 prósent landsmanna samkvæmt nýrri Gallup könnun þar sem ellefu þúsund voru spurðir og helmingur svaraði. Niðurstaða þessarar könnunar gefur nýrri ríkisstjórn byr undir vængi þrátt fyrir linnulausar árásir á sérstaklega Flokk fólksins. Orðið á götunni er að þegar Samfylkingin, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkurinn bæta aðeins við sig fylgi frá síðustu kosningum samkvæmt Lesa meira
Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
EyjanBjarni Benediktsson leiddi Sjálfstæðisflokkinn til ósigurs í alþingiskosningunum í lok nóvember. Flokkurinn hlaut minnsta fylgi í nær aldarlangri sögu flokksins. Í kosningunum 2021 fékk flokkurinn 24,4 prósent en í nóvember komu 19,4 prósent upp úr kjörkössunum. Þannig tapaði flokkurinn fimmtungi fylgis síns á einu kjörtímabili. Orðið á götunni er að ekki sé hægt að túlka Lesa meira
Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
EyjanNý valdablokk kann að vera að myndast í Sjálfstæðisflokknum. Hina nýju valdablokk mynda þeir sem vilja tafarlaust bregðast við skelfilegri niðurstöðu flokksins í síðustu kosningum eftir sjö ára setu hans í vinstri stjórn; finna gamla Sjálfstæðisflokkinn, hefja til öndvegis það sem flokkurinn hefur staðið fyrir í tímans rás en ekki það sem flokkurinn hraktist í Lesa meira
Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund
EyjanÓhætt er að segja að fátt gleðji forystu og flokkseigendafélag Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir. Vinstri stjórn Bjarna Benediktssonar með VG og Framsókn galt afhroð í þingkosningum um síðustu mánaðarmót og fylgi flokksins mældist hið minnsta í gervallri sögu flokksins sem spannar nær heila öld. Niðurstaðan, 19,4 prósent, er reiðarslag og fylgið hefur fallið um nær Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin
EyjanFastir pennarLandsfundur VG ákvað að slíta stjórnarsamstarfinu frá og með næsta vori. Aldrei fyrr hefur stjórnarsamstarfi verið slitið með svo löngum fyrirvara og án þess að tiltaka frá og með hvaða degi stjórnarslitaákvörðunin tekur gildi. Á fjármálamörkuðum taka menn gjarnan áhættu með svokölluðum framvirkum samningum. Slíkir afleiðugerningar eru í eðli sínu veðmál. VG hefur nú fært Lesa meira
Orðið á götunni: Öfugmæli Bjarna í Silfrinu – flokkurinn milli steins og sleggju
EyjanBjarni Benediktsson forsætisráðherra fór yfir sumarið, efnahagsmálin, ríkisstjórnarsamstarfið og meinta ánægju flokksfélaga hans í Sjálfstæðisflokknum með formennsku hans í Silfrinu í gær. Orðið á götunni er að þeir fáu sem horfa á Silfrið á mánudögum hafi lítið kannast við lýsingar Bjarna á góðri hagstjórn mikilli samstöðu innan ríkisstjórnarinnar, sumir hafi jafnvel talið hann fara með Lesa meira