fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

Landsbankinn

Landsbankinn týndi veðskuldabréfi

Landsbankinn týndi veðskuldabréfi

Fréttir
02.10.2024

Landsbankinn hefur höfðað mál til að fá veðskuldabréf ógilt en ástæða stefnunnar er að frumrit bréfsins glataðist í meðförum bankans. Þetta kemur fram í stefnu sem birt er í Lögbirtingablaðinu í dag. Veðskuldabréfið var gefið út 2022 og var tryggt með 2. veðrétti í fasteign hjóna á Austurlandi og var upphafleg fjárhæð þess um 21 Lesa meira

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka: Vanskil fyrirtækja og heimila aukast hratt – merkjanlegur samdráttur einkaneyslu

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka: Vanskil fyrirtækja og heimila aukast hratt – merkjanlegur samdráttur einkaneyslu

Eyjan
25.07.2024

Vanskil og greiðsludráttur hefur aukist merkjanlega og hratt bæði hjá fyrirtækjum og heimilum, samkvæmt tölum frá Motus. Þá er einnig farið að bera á vanskilum fólks og fyrirtækja í bönkunum, ef marka má hálfsársuppgjör Landsbankans. Þetta kemur fram í viðtali Ólafs Arnarsonar við Jón Bjarka Bentsson, aðalhagfræðing Íslandsbanka, á Markaðnum Hér má hlusta á stutt Lesa meira

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

EyjanFastir pennar
15.04.2024

Eitt sérkennilegasta mál síðari tíma er kaup ríkisbankans Landsbankans á einkarekna tryggingafélaginu TM. Svarthöfði skildi ekki þá og skilur ekki enn hvernig stjórnendum bankans fannst það góð hugmynd að kaupa tryggingafélag og bæta því undir hatt ríkisins. Látum það vera. En upp frá þessum kaupum hefur spilast út farsi sem engan enda ætlar að taka. Lesa meira

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Eyjan
12.04.2024

Stjórn Bankasýslu ríkisins, sem skipuð er þeim Tryggvi Páls­syni, Þóru Hall­gríms­dótt­ur og Þóri Har­alds­syni, hefur ákveðið að skipta út Bankaráði Landsbankans í heild sinni og tilnefna nýja einstaklinga í ráðið á aðalfundi Landsbankans sem fer fram í næstu viku. Bankasýslan heldur á 98% hlut í bankanum og því ljóst að verði þess vilji og núverandi Lesa meira

Segir bankana ekki þurfa að hækka vexti vegna stýrivaxta Seðlabankans

Segir bankana ekki þurfa að hækka vexti vegna stýrivaxta Seðlabankans

Eyjan
02.04.2024

Ole Anton Bieltvedt, fyrrverandi kaupsýslumaður, ritaði á annan í páskum í reglulegum pistli sínum á Eyjunni að íslensku bankarnir noti stýrivexti Seðlabankans sem tylliástæðu til að hækka sína vexti. Hann vísar þessu til stuðnings í stýrivexti Evrópska seðlabankans og vexti þýskra banka sem fylgi ekki stýrivöxtunum jafn fast og bankarnir gera hér á landi. Ole Lesa meira

Segir stjórnleysi ríkja við umsýslu eigna íslenska ríkisins

Segir stjórnleysi ríkja við umsýslu eigna íslenska ríkisins

Eyjan
02.04.2024

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar ritar grein, sem birt er á Vísi, þar sem hann segir atburðarásina í kringum kaup Landsbankans á TM eitt dæmið enn um að stjórnleysi og samskiptaleysi ríki við umsýslu eigna ríkisins. Jóhann segir ljóst að lengi hafi legið fyrir að í þessi kaup stefndi: „Legið hefur fyrir í átta mánuði Lesa meira

Bankaráð Landsbankans: Bankasýslan upplýst að fullu og gerði engar athugasemdir við fyrirhuguð kaup á TM

Bankaráð Landsbankans: Bankasýslan upplýst að fullu og gerði engar athugasemdir við fyrirhuguð kaup á TM

Eyjan
22.03.2024

Bankaráð Landsbankans upplýsti Bankasýsluna þegar í júlí 2023 um áhuga þess á að Landsbankinn haslaði sér völl á tryggingamarkaði með kaupum á TM. Þetta var gert í tölvupósti 11. júlí sem Bankasýslan svaraði án athugasemda samdægurs. Þetta kemur fram í svarbréfi við bréfi frá Bankasýslunni 18. mars sl., þar sem óskað var eftir nánar tilgreindum upplýsingum Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Gasið er að rjúka úr henni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Gasið er að rjúka úr henni

EyjanFastir pennar
21.03.2024

„Við erum að eltast við vökvafræðilega eiginleika. Það er, að sjá hvernig sveigjanlegir eiginleikar kvikunnar breytast frá upptökum og út í jaðra. Því er svolítið stjórnað af gasinu, sem er í kvikunni. Gasið er að rjúka úr henni.“ Þetta er ekki greining Ólafs Þ. Harðarsonar prófessors á sveigjanlegum eiginleikum kvikunnar í stjórnarsamstarfi jaðarflokkanna á Alþingi. Lesa meira

Bankasýslan kemur af fjöllum – „Það var því miður ekki gert“

Bankasýslan kemur af fjöllum – „Það var því miður ekki gert“

Fréttir
19.03.2024

Jón G. Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um yfirvofandi kaup Landsbankans á 100% hlutafé í TM sem greint var frá um helgina. Þetta kemur fram í bréfi Bankasýslunnar (BR) til fjármála- og efnahagsráðherra og birt var á vef Bankasýslu ríkisins í gærkvöldi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra hafði óskað eftir svörum Lesa meira

Orðið á götunni: Armslengd Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Armslengd Sjálfstæðisflokksins

Eyjan
18.03.2024

Orðið á götunni er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafi hlaupið á sig er hún lýsti því yfir á facebook að ekki verði af kaupum Landsbankans á tryggingafélaginu TM af Kviku banka með sínu samþykki nema með í pakkanum fylgi sala á hlut ríkisins í Landsbankanum. Katrín Jakobsdóttir hefur þegar sagt á Alþingi, í kjölfar Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af