fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025

Kvikmyndir

Allra augu á Guðmundi Inga á frumsýningu

Allra augu á Guðmundi Inga á frumsýningu

Fókus
Fyrir 1 viku

Kvikmynd Guðmundar Inga Þorvaldssonar, Allra augu á mér (e. All Eyes On Me), var frumsýnd í Bíó Paradís miðvikudaginn 12. febrúar fyrir fullum sal. Guðmundur Ingi aðalleikari og framleiðandi myndarinnar, Oliwia Drozdzyk aðalleikona, Þóra Karítas leikkona og Birgir Hilmarsson tónskáld myndarinnar tóku á móti gestum. Það var rífandi stemning og góður rómur gerður að myndinni. Lesa meira

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg

Fókus
Fyrir 2 vikum

Það var mikið um dýrðir og margt um manninn við lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg á laugardag. Hápunktur athafnarinnar var þegar dómnefndin tilkynnti að íslenska kvikmyndin, Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson, hefði hlotið hin virtu Dragon Award, sem eru aðalverðlaunin á hátíðinni. Verðlaunaféð er með þeim hæstu í kvikmyndageiranum, rétt rúmlega fimm milljónir króna. Heather Millard Lesa meira

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa

Fókus
18.01.2025

Í starfi sínu þurfa leikarar oft að kyssast, hvort sem er á sviði, í sjónvarpsþætti eða í kvikmynd. Stundum er þetta minnsta mál, en í önnur skipti hið mesta bras þar stjörnunni líkar af einhverri ástæðu ekki við að kyssa mótleikarann. Hér eru 12 kvikmyndapör sem líkaði alls ekki við að kyssa hvort annað! Hugh Lesa meira

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Fókus
18.01.2025

Writers Guild of America, West (WGAW) tilkynntu tilnefningar sínar fyrir helgi. Sigurvegarar verða heiðraðir á Writers Guild verðlaunahátíðinni sem fer fram laugardaginn 15. febrúar við samtímis athafnir í Los Angeles og New York. Dagsetningin gæti þó breyst vegna hamfaranna í Los Angeles. Writers Guild-verðlaunin heiðra framúrskarandi skrif í kvikmyndum, sjónvarpi, nýjum miðlum, tölvuleikjum, fréttum, útvarps- Lesa meira

Conclave með flestar tilnefningar til BAFTA

Conclave með flestar tilnefningar til BAFTA

Fókus
15.01.2025

Kvik­mynd­in Conclave hlaut flestar til­nefn­ing­ar til BAFTA verðlaun­anna eða alls 12 til­nefn­ing­ar. Emilia Perez var með næst­flest­ar til­nefn­ing­ar eða ellefu.  Fræðimenn segja verðlaunahátíðina, sem og aðrar stærri slíkar eins og Golden Globes, gefa vís­bend­ingar um hvaða mynd­ir þykja sig­ur­strang­leg­ar á Óskar­sverðlauna­hátíðinni sem fram fer í byrjun mars. Conclave var tilnefnd til sex verðlauna á ný­af­staðinni Lesa meira

Íslensk hryllingsmynd vekur athygli í Bandaríkjunum – The Damned fær mikið lof gagnrýnenda

Íslensk hryllingsmynd vekur athygli í Bandaríkjunum – The Damned fær mikið lof gagnrýnenda

Fókus
06.01.2025

Kvikmyndin The Damned, sem er innblásin af íslenskri þjóðtrú og stórbrotinni náttúru, hefur fengið frábærar viðtökur eftir frumsýningu sína í Bandaríkjunum. Þetta er fyrsta kvikmynd Þórðar Pálssonar í fullri lengd en hann skrifaði söguna ásamt handritshöfundinum Jamie Hannigan. Myndin er með 84% á Rotten Tomatoes og var tekjuhæsta nýja myndin á opnunarhelginni, sem sýnir að Lesa meira

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Fókus
19.12.2024

Bandaríska sjónvarpsstöðin færir aðdáendum jóla fjölmargar myndir ár hvert til að horfa á og njóta á aðventunni og yfir hátíðarnar. Ein nýrra mynda í ár er Christmas Quest, en sú mynd nýtur ákveðnar sérstöðu hvað okkur Íslendinga varðar, því myndin var öll tekin upp hérlendis fyrr á þessu ári.  Tökustaðir voru meðal annars miðbærinn, Perlan Lesa meira

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Fókus
07.12.2024

Notaleg stund með piparkökum, konfekti og heitu súkkulaði yfir góðri bíómynd er eitthvað sem flest okkar þrá um jólin, ung sem aldin. Flest eigum við okkur líka uppáhalds jólabíómynd, mynd sem við horfum kannski á um hver einustu jól. DV fór á stúfana og spurði fólk hvað sé þeirra jólamynd og svörin voru fjölbreytt.   Lesa meira

Þrenn íslensk verðlaun í Lubeck

Þrenn íslensk verðlaun í Lubeck

Fókus
11.11.2024

Lokathöfn Kvikmyndahátíðarinnar í Lubeck í Þýskalandi var haldin með pomp og prakt á föstudagskvöld. Í ár voru fimm íslensk kvikmynda- og sjónvarpsverk sýnd á hátíðinni, sem er ein sú stærsta og mikilvægasta sem helguð er kvikmyndagerð á Norðurlöndum. Rúnar Rúnarsson leikstjóri og Heather Millard fengu tvenn verðlaun á hátíðinni. Annars vegar Interfilm Kirkjuverðlaunin fyrir Ljósbrot Lesa meira

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu

Fókus
01.11.2024

Aðdráttarafl stórleikkonunnar Trine Dyrholm kom bersýnilega í ljós í Bíó Paradís þegar hún mætti til þess að vera viðstödd frumsýningu á kvikmyndinni Stúlkan með nálina,  miðvikudagskvöldið 30. október. Fjöldinn allur af leikurum úr íslensku leikarastéttinni flykktist í bíó til þess að hitta Trine Dyrholm og sjá þessa óhugnanlegu kvikmynd. Trine Dyrholm klæddist kóngablárri buxnadragt og Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af