Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði
EyjanSamfylkingin vill herða reglur um AirBnB og liðka fyrir því að hægt sé að breyta atvinnuhúsnæði, t.d. skrifstofuhúsnæði sem stendur autt, í íbúðarhúsnæði. Einnig vill Samfylkingin breyta skipulagslögum til að liðka fyrir uppbyggingu einingahúsnæðis, færanlegra eininga. Þetta kemur fram í tillögum að bráðaaðgerðum í húsnæðismálum sem kynntar voru í dag. Flokkurinn býður Kristrúnu Frostadóttur fram Lesa meira
Segir að Dagur sé greinilega allt annað en sáttur – „Þar er ósögð saga og henni er ekki lokið“
FréttirLeiðarahöfundur Morgunblaðsins segir að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi Samfylkingarinnar fyrir komandi þingkosningar, sé augljóslega allt annað en sáttur við skilaboðin sem Kristrún Frostadóttir sendi kjósanda í Grafarvogi á dögunum. Í leiðara Morgunblaðsins í dag er þögnin innan Samfylkingarinnar gagnrýnd og bent á að Morgunblaðið hafi – eins og aðrir fjölmiðlar – ítrekað Lesa meira
Dagur tjáir sig um umdeilt bréf Kristrúnar – „Ég skal viðurkenna að mér brá svolítið þegar ég sá þetta”
EyjanDagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri, segir að sér hafi brugðið þegar hann las umdeilt bréf sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sendi á ónafngreindan kjósanda sem var ósáttur við að Dagur yrði ofarlega á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þar áréttaði Kristrún að Dagur stýrir ekki Samfylkingunni heldur gerir hún það og þá myndi borgarstjórinn Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennarSvarthöfða rak í rogastans er hann sá samskipti formanns Samfylkingarinnar og oddvita í Reykjavík norður við kjósanda í kjördæminu um stöðu Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra, sem frambjóðanda og væntanlegs þingmanns. Rekur hann ekki minni til þess að hafa áður séð formann í einum flokki tjá sig opinberlega um frambjóðanda eigin flokks með slíkum hætti. Lesa meira
Segir að ekki áður hafi nokkur verið niðurlægður við val á lista eins og Dagur
Fréttir„Óhætt er að segja að ekki hafi maður áður verið niðurlægður með slíkum hætti við val á lista og verður að teljast með ólíkindum að honum sé boðið sætið, hvað þá að hann þiggi það.“ Þetta segir leiðarahöfundur Morgunblaðsins í dag um afhjúpandi skilaboð sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sendi kjósanda á dögunum. Fjallað var Lesa meira
Orðið á götunni: Klúður byrjað hjá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki – verður Miðflokkurinn stærstur?
EyjanOrðið á götunni er að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafi nú þegar gert þrenn alvarleg mistök við upphaf kosningabaráttunnar. Flokkurinn gæti misst það forskot sem hann hefur haft í skoðanakönnunum í meira en heilt ár vegna klúðurs formannsins. Margt bendir til þess að reynsluleysi Kristrúnar í stjórnmálum sé þegar farið að segja til sín og Lesa meira
Uppnám eftir afhjúpandi skilaboð Kristrúnar til kjósanda – „Þetta er ógeðsleg framkoma“
FréttirFjölmiðlar greindu frá í gærkvöldi skilaboðum Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar til kjósanda, sem lýsti yfir áhuga á að kjósa Samfylkinguna en sendi henni skilaboð vegna óánægju sinnar með að Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri væri í öðru sæti, á eftir henni, á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum. Í svari til kjósandans gerði Lesa meira
Stærsta áskorunin sem Kristrún stóð frammi fyrir – „Ég ætlaði ekki að segja ósatt eða ganga gegn mínum gildum“
EyjanKristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist reglulega minna sig á að samfélagið sem hún ólst upp í hafi fært henni tækifæri í lífinu. Kristrún, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist vilja höfða til þeirra sem vel gengur á Íslandi að muna að enginn kemst langt einn síns liðs: ,,Við eigum að höfða til Lesa meira
Andrés segir Kristrúnu ekki hafa viljað Höllu Hrund
EyjanKristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er sögð hafa verið mótfallin því að Halla Hrund Logadóttur, orkumálastjóri og fyrrum forsetaframbjóðandi, yrði oddviti flokksins í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum en eins og kunnugt er fara þær fram 30. nóvember næstkomandi. Andrés Jónsson almannatengill, sem hefur löngum verið vel tengdur inn í Samfylkinguna, fullyrðir þetta í viðtali við Reykjavík Lesa meira
Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“
EyjanJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir Samfylkinguna boða hindranir á ferðaþjónustuna. Krefur hann Kristrúnu Frostadóttur, formann, um svör um hvaða aðgerðir flokkurinn hyggist beita. Í færslu á samfélagsmiðlum vísar Jóhannes til ummæla Kristrúnar í Kastljósi á RÚV í gærkvöldi. Þar sagði hún meðal annars um ferðaþjónustuna: „Þegar atvinnugrein er farin að ryðja sér leið inn á heimili Lesa meira