Úkraínumenn gætu ógnað landtengingu Rússlands við Krím
FréttirEf Úkraínumenn ná að brjótast kröftulega í gegnum varnarlínur Rússa í Zaporizhzhia myndi það „alvarlega ógna“ tilvist landtengingar Rússlands við Krímskaga. Það myndi einnig grafa undan yfirlýstu markmiði Rússa um að „frelsa“ Donbass. Þetta kemur fram í stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins í Úkraínu. Segir ráðuneytið að Rússar hafi greinilega áhyggjur af hvernig þeir eigi að verja Lesa meira
Segir að Pútín lifi ekki af ef Rússar missa Krím
FréttirÞað getur farið svo að Krímskagi verði vendipunkturinn í stríðinu í Úkraínu. Úkraínskir ráðamenn hafa ekki farið leynt með að þeir vilja ná skaganum aftur og ef það gerist þá eru dagar Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, líklega taldir. Þetta er mat Gudrun Persson, stjórnanda hjá Totalförsvarets Forskningsinstitut (FOI) í Svíþjóð. Ekki er langt síðan Rússar neyddust til að hörfa frá borginni Kherson. Það var Lesa meira
Segir endurheimt Krím nú mögulega
FréttirMöguleikarnir á að Úkraínumenn geti endurheimt Krím, sem Rússar hernámu og innlimuðu árið 2014, eru nú til staðar og ekki hægt að afskrifa þá. Þetta er mat embættismanns hjá bandaríska hernum. Hann sagði augljóst að Rússar hafi ekki lengur getu né vilja til að verja lykilsvæði sín og ef Úkraínumönnum takist að endurheimta Kherson þá sé raunverulegur Lesa meira
Segir að Pútín hafi gert stór mistök
FréttirSamkvæmt því sem leppstjórnir Rússa í Kherson, Zaporizjzja, Luhansk og Donetsk segja þá samþykkti mikill meirihluti íbúa þar að óska eftir að héruðin verði hluti af Rússlandi. Reiknað er með að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, tilkynnti um innlimun héraðanna í Rússland á næstu dögum. En það eru stór mistök af hans hálfu. Þetta er mat Anders Puck Lesa meira
Rússar flytja kafbáta sína frá Krím
FréttirFlest bendir til að Rússar hafi flutt kafbáta sína frá Sevastopol á Krím til Novorossiysk í suðurhluta Rússlands. Ástæðan er líklega að þeir telja kafbátana ekki örugga á Krím. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins í Úkraínu. Fram kemur að styrkur Úkraínumanna hvað varðar langdræg flugskeyti hafi aukist mikið og því óttist Rússar um Lesa meira
Rússneskir herforingjar sagðir flýja frá Krím
FréttirLeyniþjónustumenn, herforingjar og úkraínskir samverkamenn Rússa eru nú sagðir reyna að selja hús sína á Krímskaga og flýja þaðan. Rússar hertóku Krímskaga 2014 og innlimuðu í rússneska ríkjasambandið. Í kjölfar sigra úkraínska hersins í Kharkiv og Kherson að undanförnu hefur ótti gripið um sig meðal Rússa á Krím. Úkraínska leyniþjónustan segist hafa heimildir fyrir þessu en hún skýrði frá Lesa meira
Æðsti yfirmaður úkraínska hersins boðar stórorustu um Krím
FréttirÓhætt er að segja að Úkraínumenn hafi komið Rússum, og jafnvel umheiminum, á óvart síðustu daga með óvæntri sókn sinni í Kharkiv. Þeir hafa náð öllu héraðinu á sitt vald og hrakið Rússa á flótta. Svo virðist sem sóknin hafi komið Rússum algjörlega í opna skjöldu og virðast þeir hafa átt fótum fjör að launa, Lesa meira
Strandgestir flúðu í örvæntingu þegar rússneskar flugvélar sprungu – Atburðirnir á Krím geta breytt stríðinu – Myndband
FréttirÁ þriðjudaginn urðu öflugar sprengingar á rússneskum herflugvelli á Krím. Á skömmum tíma breyttist sumarleyfisparadísin, sem rússnesk stjórnvöld segja að Krím sé, í stað þar sem algjör ringulreið ríkti. Strandgestir flýttu sér að pakka saman föggum sínum og koma sér aftur heim til rússneska meginlandsins. Að minnsta kosti níu herflugvélar eyðilögðust þennan dag. Rússar segja Lesa meira
Rússar vilja ekki fá Þórhildi Sunnu í heimsókn
EyjanVyacheslav Volodin, forseti rússneska þjóðþingsins, Dúmunnar, vill ekki fá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, varaformann þingflokks Pírata, til landsins. Hann hefur rætt málið við Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ástæðan fyrir þessu sé nýsamþykkt skýrsla Þórhildar Sunnu, sem er formaður Íslandsdeildar Evrópuþingráðsins, um stöðu Krímtatara og alvarleg mannréttindabrot á Krímskaga. Þórhildur Lesa meira