fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

Krabbamein

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira

Pressan
14.08.2022

Karlar reykja meira og drekka meira en konur en það er ekki ástæðan fyrir að þeir eiga frekar á hættu að fá krabbamein. Ástæðan er eðlislægur líffræðilegur munur á kynjunum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem náði til 300.000 miðaldra og eldri Bandaríkjamanna, karla og kvenna. Daily Mail segir að niðurstaðan hafi verið að karlar séu tvisvar Lesa meira

„Ég hélt að hóstinn væri tengdur bakvandamáli – Síðan fékk ég að vita að ég ætti tvær vikur ólifaðar“

„Ég hélt að hóstinn væri tengdur bakvandamáli – Síðan fékk ég að vita að ég ætti tvær vikur ólifaðar“

Pressan
16.11.2021

Þegar Becca Smith, 29 ára fitnesskennari og einkaþjálfari, fór til læknis fyrir um tveimur árum vegna hósta og bakverkja átti hún ekki von á að eitthvað mjög alvarlegt væri að henni. En henni brá mikið þegar læknar skýrðu henni frá niðurstöðu rannsóknarinnar. Hún var með lungnakrabbamein og átti að þeirra sögn aðeins tvær vikur ólifaðar. The Sun skýrir frá þessu. Allt hófst þetta Lesa meira

Prófessor um bóluefni gegn HPV – „Næstum of gott til að vera satt“

Prófessor um bóluefni gegn HPV – „Næstum of gott til að vera satt“

Pressan
05.11.2021

„Næstum of gott til að vera satt,“ segir Peter Sasiene, prófessor við Kings College London, um niðurstöður nýrrar rannsóknar um áhrif bólusetninga gegn HPV. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu The Lancet. Samkvæmt henni þá var tíðni leghálskrabbameins 87% lægri hjá konum sem voru bólusettar á aldrinum 12 og 13 ára en hjá eldri kynslóðum. Þær sem voru bólusettar á aldrinum Lesa meira

Tengja krabbamein við áfengisneyslu

Tengja krabbamein við áfengisneyslu

Pressan
16.07.2021

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar tengdust 741.300 ný krabbameinstilfelli á síðasta ári áfengisneyslu. Áfengisneysla er tengd við fjögur prósent af öllum nýjum krabbameinstilfellum á heimsvísu samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu The Lancet Oncology.  Karlar voru þrír fjórðu þeirra sem greindust með krabbamein sem er talið afleiðing áfengisneyslu. Er þá átt við mikla áfengisneyslu í Lesa meira

„Í fyrsta sinn erum við með bóluefni gegn krabbameini“

„Í fyrsta sinn erum við með bóluefni gegn krabbameini“

Pressan
02.05.2021

Niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar sýna að HPV-bóluefni er svo gott að hægt verður að útrýma leghálskrabbameini. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að bóluefnið dregur úr líkunum á að fá leghálskrabbamein um 86%. Danska ríkisútvarpið, DR, skýrir frá þessu. Peter Qvortrup Geisling, læknir og sérfræðingur DR í heilbrigðismálum, sagði að í fyrsta sinn værum við með bóluefni gegn krabbameini og það sé mikið framfaraskref. Lesa meira

Krabbameinssjúklingar virðast hafa læknast af krabbameini við að smitast af kórónuveirunni

Krabbameinssjúklingar virðast hafa læknast af krabbameini við að smitast af kórónuveirunni

Pressan
21.04.2021

61 árs enskur krabbameinssjúklingur, sem var með Hodgkins eitilfrumuæxli, sem er sjaldgæf tegund krabbameins, veiktist af COVID-19 skömmu áður en hann átti að byrja í lyfjameðferð við krabbameininu sem hafði breiðst út um stóran hluta líkama hans. Maðurinn varð mjög veikur af völdum COVID-19 og var lagður inn á Royal Cornwall sjúkrahúsið þar sem hann þurfti meðal annars að vera tengdur við Lesa meira

„Ég vildi bara fá að vita hvort þetta væri krabbamein eða ekki“

„Ég vildi bara fá að vita hvort þetta væri krabbamein eða ekki“

Fókus
14.04.2019

„Biðin eftir niðurstöðunum fannst mér mjög erfiður tími. Það var svo mikil óvissa og mér fannst tíminn endalaust lengi að líða. Ég vildi bara fá að vita hvort þetta væri krabbamein eða ekki,“ segir Ólöf Gunnlaugsdóttir 42 ára, einstæð móðir þriggja barna sem greindist með illkynja æxli í brjósti og holhönd fyrr á þessu ári. Lesa meira

Líney greindist 32 ára með krabbamein:„Kvalirnar verri en við að koma börnunum í heiminn“

Líney greindist 32 ára með krabbamein:„Kvalirnar verri en við að koma börnunum í heiminn“

Fókus
24.03.2019

Líney Rut Guðmundsdóttir er 32 ára tveggja barna móðir sem býr í Reykjavík ásamt manni sínum og tveimur sonum. Eldri sonur þeirra hjóna er fjögurra ára en sá yngri sex mánaða. Þegar Líney var gengin um 33 vikur með yngri son sinn fór hún að finna fyrir breytingum á hægra brjósti sínu sem varð bólgið Lesa meira

Telja sig hafa fundið lækningu við krabbameini – „Teljum okkur geta læknað krabbamein algjörlega innan árs“

Telja sig hafa fundið lækningu við krabbameini – „Teljum okkur geta læknað krabbamein algjörlega innan árs“

Pressan
30.01.2019

Hópur ísraelskra vísindamanna telur sig hafa fundið lækningu við krabbameini. Þeir segja að hér sé um fyrstu algjöru lækninguna á krabbameini að ræða. „Við teljum okkur geta læknað krabbamein algjörlega innan árs.“ Sagði Dan Aridor í samtali við Jerusalem Post. Hann og samstarfsfólk hans hjá Accelerated Evolution Biotechnologies Ltd. (AEBi) hafa unnið að þróun meðferðarinnar. Lesa meira

Sakleysisleg ljósmynd föðursins af dótturinni varpaði ljósi á alvarlegt mál

Sakleysisleg ljósmynd föðursins af dótturinni varpaði ljósi á alvarlegt mál

Pressan
06.12.2018

Þegar foreldrar Izzy Fletcher voru með hana á leikvelli fyrir um ári síðan, þegar hún var tæplega tveggja ára, varð hún eins og svo oft mjög þreytt og dottaði þar sem hún sat í rólu með dúkkuna sína. Faðir hennar, Dave Fletcher, tók þá meðfylgjandi ljósmynd af henni en grunaði ekki að myndin varpaði ljósi Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af