ESB segir að Níkargva sé orðið lýðveldi óttans
EyjanJosep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, segir að kjósendur í Níkargva hafi verið sviptir frelsi og að kúgun yfirvalda gagnvart þeim sé ekki á undanhaldi. Hann lét þessi orð falla í gær í kjölfar kosninga í Níkargva um helgina en þar sigraði Daniel Ortega og hefur fljótlega fjórða kjörtímabil sitt sem forseti. Borrell sagði að kosningarnar hefðu ekki farið fram á sanngjarnan hátt og nú væri Lesa meira
Gagnaöflun undirbúningsnefndar á lokametrunum
EyjanUndirbúningsnefnd Alþingis fyrir rannsókn kjörbréfa mun funda daglega í vikunni en gagnaöflun nefndarinnar er á lokametrunum að sögn Birgis Ármannssonar, formanns nefndarinnar. Ekki liggur fyrir hvenær nefndin lýkur við tillögur að lausn þeirra álitamála sem komu upp í sambandi við þingkosningarnar. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Birgi að í dag og hugsanlega á Lesa meira
Óttast að Trump muni eyðileggja kosningarnar
EyjanÞað leikur enginn vafi á að Donald Trump er enn stærsta stjarna Repúblikanaflokksins og maðurinn sem hefur flokkinn á valdi sínu. Flokkurinn þarf á stuðningi stuðningsmanna hans að halda en nú óttast margir flokksmenn að ummæli Trump muni skemma fyrir flokknum í þingkosningunum á næsta ári. Kosið verður um öll sætin í fulltrúadeildinni á næsta ári og þriðjung sæta í öldungadeildinni. Lesa meira
Trump styður Repúblikana sem fallast á ósannindi hans um kosningaúrslitin í nóvember
PressanDonald Trump og bandamenn hans styðja dyggilega við bakið á þeim Repúblikönum sem fallast á ósannindi hans um víðtækt kosningasvindl í forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári. Þetta er fólk sem sækist eftir valdamiklum embættum og gæti haft mikið að segja um úrslit kosninganna 2024. Í umfjöllun The Guardian um málið kemur fram að þetta Lesa meira
Forystufólk ríkisstjórnarflokkanna sagt sammála um að Katrín verði áfram forsætisráðherra ef samstarfið heldur áfram
EyjanFormenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram viðræðum um endurnýjað samstarf í gær og funduðu í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Viðræðurnar eru sagðar hafa gengið vel en þingmenn stjórnarflokkanna eru sagðir segja að augljóst sé að uppi séu ólík viðhorf um þýðingu kosningaúrslitanna fyrir áframhaldandi samstarf. Formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru sagðir sammála um að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra ef Lesa meira
Jafnaðarmenn hlutu flest atkvæði í þýsku kosningunum
PressanÞýskir jafnaðarmenn hlutu flest atkvæði í þingkosningunum sem fóru fram í Þýskalandi í gær. Flokkur jafnaðarmanna, SPD, fékk 25,8% atkvæða samkvæmt tölum sem ARD birti. Miðjuhægriblokkin, CDU og CSU, fengu 24,1%. Græningjar fengu 14,6% atkvæða og Frjálslyndir, FDV, 11,5%. Hægri sinnaði popúlistaflokkurinn AfD hlaut 10,4% atkvæða. Armin Laschet, kanslaraefni CDU/CSU, og Olaf Scholz, kanslaraefni SPD, ávörpuðu stuðningsmenn sína í gærkvöldi og sögðust báðir ætla sér að mynda ríkisstjórn og Lesa meira
Ný skoðanakönnun – Níu flokkar fá þingmenn kjörna
EyjanSjálfstæðisflokkurinn er með mesta fylgi stjórnmálaflokkanna og Framsóknarflokkurinn er næststærstur. Þar á eftir koma Samfylkingin og Vinstri græn. Níu flokkar munu fá þingmenn kjörna i kosningunum þann 25. september. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem MMR gerði í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is. Samkvæmt niðurstöðunum þá styðja 24,9% kjósenda Sjálfstæðisflokkinn, 13,3% Framsóknarflokkinn, 12,1% Samfylkinguna og 10,8% Vinstri græn. Fylgi annarra flokka Lesa meira
Sigmundur Ernir segir að Sigurður Ingi sé líklega með bestu spilin varðandi næstu ríkisstjórnarmyndun
EyjanÍ dag er einn mánuður þar til kosið verður til Alþingis. Mega landsmenn því búast við fögrum fyrirheitum frá stjórnmálamönnum næstu vikurnar. Kosningarnar eru umfjöllunarefni Sigmundar Ernis Rúnarssonar, ritstjóra Fréttablaðsins, í grein í blaðinu í dag. Hann segir að sjaldan eða aldrei hafi niðurstaða kosninga verið jafn ófyrirséð og nú er. Þar skiptir miklu hversu Lesa meira
Starfsfólk í einkageiranum hrifnast af Sjálfstæðisflokknum
EyjanSjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem flestir þeirra sem starfa í einkageiranum styðja en 29% þeirra hyggjast kjósa flokkinn. Næstvinsælasti flokkurinn er Viðreisn en 12% hyggjast kjósa hann og 10% hyggjast kjósa Pírata. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Fram kemur að Vinstri græn og Samfylkingin njóti stuðnings 9% starfsfólks í einkageiranum. Lesa meira
Tveir ráðherrar gætu fallið út af þingi
EyjanSamkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR þá vantar töluvert upp á að Lilja Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, oddvitar Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum, nái kjöri. Könnunin var gerð af MMR í samvinnu við Morgunblaðið og mbl.is. Miðað við niðurstöðurnar myndu níu flokkar fá þingmenn kjörna í kosningunum í haust en þrír þeirra eru rétt ofan við 5% þröskuldinn og því þarf ekki Lesa meira