fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Kórónuveira

Enn fjölgar COVID-19 smitum í Hvíta húsinu

Enn fjölgar COVID-19 smitum í Hvíta húsinu

Pressan
07.10.2020

Í gær var staðfest að Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er smitaður af kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Miller skýrði sjálfur frá þessu. Hann bætist þar með í hóp fjölmargra starfsmanna Hvíta hússins sem hafa greinst með veiruna. Margir af nánustu samstarfsmönnum forsetans hafa greinst með veiruna en Trump greindist sjálfur með hana í síðustu viku. „Síðustu fimm daga var ég í Lesa meira

Danir ætla að aflífa eina milljón minka vegna kórónuveirunnar

Danir ætla að aflífa eina milljón minka vegna kórónuveirunnar

Pressan
02.10.2020

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að allir minkar í minkabúum þar sem kórónuveiran, sem veldur COVID-19, hefur komið upp eða grunur er um að hún hafi komið upp verði aflífaðir. Einnig á að aflífa allar minka á minkabúum nálægt búum þar sem smit hafa komið upp eða grunur er um smit. Um rúmlega eina milljón dýra er Lesa meira

Hollenska ríkisstjórnin óttast 5.000 ný kórónuveirusmit daglega

Hollenska ríkisstjórnin óttast 5.000 ný kórónuveirusmit daglega

Pressan
29.09.2020

Síðdegis í gær tilkynntu hollenska ríkisstjórnin og heilbrigðisyfirvöld um nýjar aðgerðir til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Hugo de Jonge, heilbrigðisráðherra, sagði að ráðuneyti hans vænti þess að staðfest smit verði allt að 5.000 daglega en þau eru nú um 3.000. Í gær greindust 2.914 með veiruna og á sunnudaginn voru þeir 2.995. Til að takast á Lesa meira

9 af hverjum 10 fórnarlömbum COVID-19 í Noregi voru með króníska sjúkdóma

9 af hverjum 10 fórnarlömbum COVID-19 í Noregi voru með króníska sjúkdóma

Pressan
27.09.2020

Af þeim 236, sem létust af völdum COVID-19 frá mars og út maí í Noregi, voru 215 með króníska sjúkdóma. Þetta kemur fram í niðurstöðum yfirferðar á öllum andlátum af völdum COVID-19 á fyrstu þremur mánuðum heimsfaraldursins. Yfirferðin sýnir að 9 af hverjum 10, sem létust af völdum COVID-19 frá mars til og með maí, voru með króníska sjúkdóma. Þetta kemur fram Lesa meira

Fjöldi kórónuveirusmita tvöfaldast í hverri viku í Bretlandi

Fjöldi kórónuveirusmita tvöfaldast í hverri viku í Bretlandi

Pressan
26.09.2020

Eins og staðan er núna þá tvöfaldast fjöldi kórónuveirusmita í Bretlandi á hverjum sjö dögum að sögn Patrick Vallance aðalvísindaráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Ef þessi þróun heldur áfram mun staðan um miðjan október verða sú að um 50.000 manns smitist daglega um 200 munu látast. Þetta sagði Vallance á fréttamannafundi á mánudaginn. „Ef við bregðumst ekki við mun veiran fara á mikið flug,“ Lesa meira

Metfjöldi kórónuveirusmita á einum sólarhring í Bretlandi og Frakklandi

Metfjöldi kórónuveirusmita á einum sólarhring í Bretlandi og Frakklandi

Pressan
25.09.2020

Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna á einum degi í Bretlandi eins og í gær. Þá voru staðfest 6.634 ný smit. Sömu sögu er að segja frá Frakklandi en þar greindust 16.096 með smit í gær en voru 13.072 á miðvikudaginn. Þetta var í fjórða sinn á átta dögum sem nýtt met varðandi fjölda smita Lesa meira

Þeir sem smitast af kórónuveirunni og flensunni verða í „alvarlegum vanda“

Þeir sem smitast af kórónuveirunni og flensunni verða í „alvarlegum vanda“

Pressan
24.09.2020

Fólk sem smitast bæði af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, og inflúensu haustsins eiga mun frekar á hættu að deyja að sögn breskra heilbrigðisyfirvalda. Þau segja að tölur frá fyrstu vikum heimsfaraldursins sýni að 43% þeirra sem sýktust einnig af flensu hafi látist samanborið við 27% þeirra sem eingöngu veiktust af COVID-19. Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að Lesa meira

Kínverjar segja enga þörf fyrir að bólusetja alla gegn kórónuveirunni á þessu stigi

Kínverjar segja enga þörf fyrir að bólusetja alla gegn kórónuveirunni á þessu stigi

Pressan
20.09.2020

Ekki þarf að bólusetja alla Kínverja gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, að mati Gao Fu, forstjóra smitsjúkdómastofnunar landsins. Þessi orð lét hann falla á ráðstefnu í Shenzhen á laugardaginn. China News Service skýrir frá þessu. Fram kemur að forgangsraðað verði hverjir fái bóluefni fyrst og verði það fólk í framlínu baráttunnar gegn veirunni og fólk sem er í sérstökum áhættuhópum. Gao Fu sagði að í Lesa meira

30 milljónir kórónuveirusmita staðfest í heiminum

30 milljónir kórónuveirusmita staðfest í heiminum

Pressan
18.09.2020

Á mánudaginn voru staðfest kórónuveirusmit í heiminum orðin 29 milljónir. Aðeins fjórum dögum síðar voru þau orðin 30 milljónir. Þetta kemur fram í tölum frá John Hopkins University frá í nótt. Bandaríkin, Indland og Brasilía eru þau ríki þar sem flestir hafa smitast og látist. Í Bandaríkjunum hafa 6,7 milljónir smita verið staðfest, 5,1 milljón á Indlandi og Lesa meira

WHO varar Evrópuríki við – Erfitt haust og vetur í aðsigi

WHO varar Evrópuríki við – Erfitt haust og vetur í aðsigi

Pressan
15.09.2020

Um helgina var sett leiðinlegt met hvað varðar fjölda kórónuveirusmita á einum sólarhring.  Frá laugardegi til sunnudags voru 307.930 smit staðfest í heiminum og hafa þau aldrei verið fleiri á einum sólarhring. Í gær sendi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO frá sér aðvörun til Evrópuríkja vegna faraldursins. Segir stofnunin að erfitt verði að halda aftur af útbreiðslu veirunnar næstu mánuði og vænta megi Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af