Hvað gerðist í Wuhan? Ný skýrsla vekur upp grunsemdir varðandi uppruna kórónuveirunnar
PressanÍ nóvember 2019 leituðu þrír starfsmenn rannsóknarstofu í Wuhan í Kína á sjúkrahús og voru þeir með einkenni COVID-19. Á rannsóknarstofunni er unnið við rannsóknir á ýmsum veirum og hefur hún verið nefnd til sögunnar sem upprunastaður kórónuveirunnar sem herjar nú á heimsbyggðina. Í skýrslu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu, dagsettri 15. janúar, kemur fram að þrír starfsmenn rannsóknarstofunnar hafi Lesa meira
Ný rannsókn – Kórónuveiran getur skaðað getnaðarlim karla
PressanBandarískir vísindamenn hafa fundið ummerki um kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í getnaðarlimum tveggja karla. Þeir óttast að risvandamál geti verið meðal eftirkasta sjúkdómsins. Fyrri rannsóknir höfðu sýnt að kórónuveiran getur valdið tjóni á æðum og vef í líkamanum. Rannsókn Bandaríkjamannanna sýnir að vefur í getnaðarlimi karla getur einnig skaddast af völdum veirunnar. Niðurstöður rannsóknar þeirra hafa Lesa meira
Kórónuveirusýnataka kostar Dani 1,2 milljarða á dag
PressanSýnataka, sýnataka og sýnataka. Þetta er það sem dönsk stjórnvöld leggja mikla áherslu á í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og er ekkert til sparað til að fólk eigi auðveldan aðgang að sýnatökum. Þær kosta ekkert og er fólk hvatt til að fara í sýnatöku ef það hefur grun um að það sé smitað en einnig þótt Lesa meira
Ný rannsókn sýnir að bóluefni Pfizer veitir 95% vörn gegn kórónuveirunni
PressanTveir skammtar af bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni veita rúmlega 95% vörn gegn smiti, alvarlegum veikindum og dauða. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem byggir á gögnum frá 24. janúar til 3. apríl. Einn skammtur af bóluefninu veitir 58% vörn gegn smiti, 76% gegn sjúkrahúsinnlögn og 77% vernd gegn dauða. Sky News skýrir frá þessu og vitnar í rannsóknina sem hefur Lesa meira
Pfizer reiknar með að selja bóluefni fyrir 26 milljarða á árinu
PressanLyfjarisinn Pfizer reiknar með að selja bóluefni gegn COVID-19 fyrir 26 milljarða á árinu. Fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir sölu upp á 15 milljarða. Nýja áætlunin er byggð á sölusamningum sem hafa verið gerðir við fjölmörg ríki heims um kaup á bóluefninu. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins sem var birt á þriðjudaginn. Markmið fyrirtækisins er að Lesa meira
Danskt fyrirtæki hefur tilraunir með nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni – Sagt lofa mjög góðu
PressanDanska lyfjafyrirtækið Bavarian Nordic er að hefja tilraunir með nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni. Bóluefnið nefnist ABNCoV2. Það hefur reynst áhrifaríkt gegn veirunni og þeim sjúkdómseinkennum sem fylgja COVID-19. Tilraunir hefjast fljótlega á fólki fljótlega á Radhoud Medical Centre í Hollandi að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Um er að ræða 1. og 2. stigs rannsóknir sem verða sameinaðar í eina. 42 heilbrigðir Lesa meira
Verða bóluefnin gagnslaus? – Undirbúa sig undir það versta
PressanÁ síðustu vikum hefur nýr kafli opnast í vinnunni við bólusetningar gegn kórónuveirunni. „Þessi kafli snýst um að við verðum að bólusetja á nýjan leik,“ sagði Richard Bergström í samtali við norska TV2. Bergström sér um að semja um kaup á bóluefnum fyrir hönd ESB en Ísland er aðili að þeim innkaupum. Líklegt má telja Lesa meira
Kórónuveiran smitast ekki með sæði
PressanKórónuveiran getur smitast með örsmáum dropum frá hósta eða hnerra. En getur sæði dreift veirunni? Nei, er niðurstaða nýrrar rannsóknar. TV2 skýrir frá þessu. Haft er eftir Peter Reeslev, forstjóra sæðisbankans Cryos International, að þetta séu góð tíðindi fyrir þá sem þurfa aðstoð við barneignir. „Nú þarf fólk ekki að vera óöruggt vegna þess. Stofurnar, sem við seljum sæði Lesa meira
Kórónuveiran getur lifað á fatnaði í allt að 72 klukkustundir
PressanNiðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að kórónuveiran og aðrar álíka veirur geta lifað á fatnaði í allt að 72 klukkustundir og borist yfir á aðra fleti á þeim tíma. ITV News skýrir frá þessu og segir að það hafi verið vísindamenn við De Montfort háskólann í Leicester sem hafi rannsakað hversu lengi kórónuveiran gæti lifað á þremur efnum sem oft eru notuð Lesa meira
Hafa áhyggjur af að bóluefnið frá AstraZeneca verði ekki samþykkt fyrir 65 ára og eldri
PressanInnan þýsku ríkisstjórnarinnar eru uppi áhyggjur um virkni bóluefnisins frá AstraZeneca fyrir fólk 65 ára og eldra. Er óttast að Evrópska lyfjastofnunin muni ekki veita heimild til notkunar bóluefnisins fyrir þá sem eru 65 ára og eldri. Bild og Handelsblatt hafa þetta eftir heimildarmönnum í ríkisstjórninni. Reiknað er með að bóluefnið fái skilyrt markaðsleyfi nú í vikunni en það er að sögn Lesa meira