fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025

kona

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Fréttir
Fyrir 1 viku

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness sem sakfelldi konu á sextugsaldri fyrir umsáturseinelti, eignaspjöll og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Konan hafði ofsótt tvær konur, sem eru par, linnulítið í um hálft ár en konan beindi reiði sinni að þeim eftir að önnur kvennanna hafði beðið hana um að taka upp skít eftir hund hennar Lesa meira

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Fréttir
09.12.2024

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Vátryggingafélag Íslands (VÍS) af bótakröfu konu sem varð fyrir varanlegu líkamstjóni í kjölfar þess að bifreið skólafélaga hennar var ekið á hana á bílastæði skólans. Konan sem þá stundaði nám í bílamálun og bifreiðasmíði gat ekki lokið náminu vegna þess líkamstjóns sem hún hafði orðið fyrir. Krafðist hún hærri bóta en Lesa meira

Kona sem stakk kærasta sinn bar við neyðarvörn en var sakfelld – Hlaut áverka víða um líkamann eftir manninn

Kona sem stakk kærasta sinn bar við neyðarvörn en var sakfelld – Hlaut áverka víða um líkamann eftir manninn

Fréttir
29.10.2024

Kona hefur verið sakfelld í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að stinga kærasta sinn með hnífi. Konan bar við neyðarvörn og sagðist hafa neyðst til að beita hnífnum til að bjarga lífi sínu eftir að maðurinn hafi ráðist á hana. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi veitt henni áverka. Þetta dugði þó ekki til sýknu. Atburðurinn Lesa meira

Rúmið drap hana

Rúmið drap hana

Pressan
14.10.2024

Bresk kona á fertugsaldri beið bana eftir að rúm hennar bilaði og féll á hana með þeim afleiðingum að hún kafnaði. Konan hét Helen Davey og var 39 ára. Um var að ræða rúm af gerðinni Ottoman en hægt er að lyfta upp efri hluta rúma, þar með talið dýnunni, af þeirri gerð með innbyggðum Lesa meira

Læknir ávísaði miklu magni af fíknilyfjum til látinnar konu í tæp 10 ár – Gaf út 50 reikninga vegna viðtala sem fram fóru eftir andlátið

Læknir ávísaði miklu magni af fíknilyfjum til látinnar konu í tæp 10 ár – Gaf út 50 reikninga vegna viðtala sem fram fóru eftir andlátið

Fréttir
01.10.2024

Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis að svipta lækni starfsleyfi vegna margvíslegra brota hans í starfi. Meðal þeirra er að læknirinn ávísaði miklu magni af ávana- og fíknilyfjum til konu í rétt tæp 10 ár sem reyndist hafa verið látin í allan þennan tíma. Þar að auki sendi hann Sjúkratryggingum alls 50 reikninga vegna viðtala Lesa meira

Kona vildi komast á hjúkrunarheimili en var neitað um færni- og heilsumat vegna sonar og tengdadóttur sem eru ekki til

Kona vildi komast á hjúkrunarheimili en var neitað um færni- og heilsumat vegna sonar og tengdadóttur sem eru ekki til

Fréttir
03.09.2024

Heilbrigðisráðuneytið hefur kveðið upp úrskurð í máli konu á níræðisaldri. Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins hafði komist að þeirri niðurstöðu að andleg og líkamleg færni konunnar væri með þeim hætti að hún ætti að geta haldið áfram að búa utan hjúkrunarheimilis. Ráðuneytið ógilti ákvörðunina meðal annars á þeim grundvelli að hún hefði byggt á gögnum Lesa meira

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa

Fókus
12.08.2024

Bandarísk kona sem leitar ráða í Facebook-hópi sem ætlaður er fyrir ráðleggingar til handa þeim sem hyggja á Íslandsferð ber sig afar illa. Konan segir að til hafi staðið að hún færi til Íslands í haust ásamt kærastanum sínum til að halda upp á afmælið hennar. Hún segir hins vegar ferðina vera í uppnámi. Kærastinn Lesa meira

Öldruð kona þarf að borga fyrir sorphirðu og rotþróartæmingu á heimili systur sinnar

Öldruð kona þarf að borga fyrir sorphirðu og rotþróartæmingu á heimili systur sinnar

Fréttir
31.07.2024

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að konu nokkurri, sem er orðin öldruð og býr á hjúkrunarheimili, beri að sjá um að greiða sorphirðugjald og gjald fyrir tæmingu rotþróa á jarðeigninni Úlfsstöðum í Borgarbyggð. Konan sem er einn af eigendum Úlfsstaða hafði kært þessa gjaldtöku Borgarbyggðar gagnvart henni til innviðaráðuneytisins þar sem Lesa meira

Ung kona fór að búa með þremur eldri borgurum – Það átti eftir að enda með ósköpum

Ung kona fór að búa með þremur eldri borgurum – Það átti eftir að enda með ósköpum

Pressan
07.06.2024

Kona á þrítugsaldri hefur verið handtekin í Bandaríkjunum en hún er grunuð um að hafa verið völd að dauða þriggja einstaklinga á sjötugs- og áttræðisaldri en konan deildi húsnæði með þeim öllum. Fólkið bjó í borginni Fredericksburg í Virginíu ríki en lögregla hefði hendur í hári konunnar í New York ríki eftir að hafa þurft Lesa meira

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Fréttir
03.05.2024

Kona hefur verið dæmd í Héraðsdómi Reykjaness fyrir ýmis brot sem hún framdi á árunum 2022, 2023 og 2024 en flest voru þau framin í Reykjanesbæ. Játaði konan öll brotin. Hún var ákærð fyrir að hafa í fyrsta lagi í apríl 2022 á Laugavegi við Nóatún í Reykjavík, sem ökumaður bifreiðar, opnað ökumannsdyr kröftuglega innan Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af