Leynileg skjöl tengja leiðtoga Kína við aðgerðir gegn Úígúrum í Xinjiang
EyjanKaflar úr áður óbirtum skjölum tengja kínverska leiðtoga beint við aðgerðir gegn Úígúrum í Xinjiang héraðinu en þeir hafa sætt ofsóknum af hálfu kínverskra yfirvalda. Úígúrar eru múslimskur minnihlutahópur sem býr aðallega í Xinjiang. Skjölin hafa verið birt á netinu en um þrjár ræður, sem Xi Jinping forseti flutti í apríl 2014 um öryggismál, mannfjöldastjórnun Lesa meira
Hart tekið á mótmælendum á Kúbu
PressanKommúnistastjórnin á Kúbu lét í gær handtaka fjölda baráttumanna fyrir lýðræði en boðað hafði verið til mótmæla víða um landið. Yfirvöld höfðu lagt bann við mótmælunum en markmið þeirra var að krefjast lausnar allra pólitískra fanga. Mótmælin áttu að fara fram síðdegis í gær en ekki varð úr þeim þar sem götur höfuðborgarinnar Havana voru fullar af Lesa meira
Amnesty segir að tjáningarfrelsi verði brátt úr sögunni í Hong Kong
PressanÁ þriðjudaginn var 24 ára karlmaður fundinn sekur um hryðjuverk og hvatningu til sjálfstæðis Hong Kong en dómurinn byggist á nýlegum öryggislögum sem kínversk stjórnvöld innleiddu í borgríkinu. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að dómurinn sé væntanlega upphafið að endalokum tjáningarfrelsis í borgríkinu sem er hluti af Kína en á að njóta ákveðinnar sérstöðu í ýmsum málaflokkum. Það var Tong Ying–kit sem var fundinn sekur Lesa meira
Mörg þúsund manns mótmæltu á Kúbu – „Niður með einræðisstjórnina“
PressanMörg þúsund Kúbverjar mótmæltu ríkisstjórn landsins í gær í mörgum borgum og bæjum. Þeir hrópuðu meðal annars: „Niður með einræðisstjórnina.“ Mótmæli eru ekki daglegt brauð á Kúbu og allt andóf gegn kommúnistastjórninni er venjulega barið niður af hörku. Mótmælin hófust í San Antonio de los Banos, 50.000 manna bæ sunnan við höfuðborgina Havana, í kjölfar heimsóknar Miguel Díaz-Canel, forseta. Skömmu síðar höfðu mótmælin Lesa meira
Leiðtogi Hong Kong vill fylgjast náið með unglingum
PressanFrá því að kínverska kommúnistastjórnin innleiddi ný öryggislög í Hong Kong á síðasta ári hefur stjórnin í Hong Kong sífellt fært sig nær því að vera einræðisstjórn. Carrie Lam, leiðtogi hennar, er algjörlega trú og holl Kínverjum og styður ákvarðanir kommúnistastjórnarinnar fullkomlega. Nú segist hún telja að „hugmyndafræði“ ógni þjóðaröryggi. Þetta sagði hún á fréttamannafundi á þriðjudaginn. Hún hvatti foreldra, kennara og presta Lesa meira
Bækur um lýðræði hverfa af bókasöfnum í Hong Kong
PressanBækur, skrifaðar af lýðræðissinnum í Hong Kong, eru nú farnar að hverfa af bókasöfnum borgarinnar. Ekki er lengur hægt að fá þær lánaðar og þær er ekki að finna í hillum safnanna. Svo ótrúlegt sem það er þá gerist þetta nokkrum dögum eftir að ný ströng öryggislög kínverskra stjórnvalda tóku gildi. Aðgerðasinnar í Hong Kong Lesa meira