fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

kjarnorkuvopn

Segir að Kreml vilji ekki láta tilfinningar ráða þegar kemur að ákvörðun um beitingu kjarnorkuvopna

Segir að Kreml vilji ekki láta tilfinningar ráða þegar kemur að ákvörðun um beitingu kjarnorkuvopna

Fréttir
04.10.2022

Dimtry Peskov, talsmaður Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, segir að ráðamenn í Kreml vilji ekki láta tilfinningar ráða þegar kemur að því að taka ákvörðunum beitingu kjarnorkuvopna. Þar á bæ vilji menn vera í jafnvægi þegar kemur að því að taka slíka ákvörðun. Reuters skýrir frá þessu. Þessi ummæli Peskov koma í kjölfar ummæla Ramzan Kadyrov, leiðtoga Tjétjeníu, um að beita eigi kjarnorkuvopnum Lesa meira

„Líkurnar á að Pútín noti kjarnorkuvopn aukast eftir því sem Úkraínumenn ná meira landi á sitt vald“

„Líkurnar á að Pútín noti kjarnorkuvopn aukast eftir því sem Úkraínumenn ná meira landi á sitt vald“

Fréttir
04.10.2022

Vladímír Pútín á ekkert svar við sókn úkraínska hersins í Donbas þessa dagana. Þar heldur sigurganga Úkraínumanna áfram og ekkert bendir til að henni ljúki á næstunni. Á laugardaginn náðu Úkraínumenn bænum Lyman, í norðurhluta Donetsk, á sitt vald og eru þar með komnir með mikilvægt hlið að Luhansk þar sem Rússar hafa haft sterka Lesa meira

Segir hvað Bandaríkin munu gera ef Pútín beitir kjarnorkuvopnum

Segir hvað Bandaríkin munu gera ef Pútín beitir kjarnorkuvopnum

Fréttir
04.10.2022

David Petraeus, fyrrum forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fyrrum fjögurra stjörnu hershöfðingi, ræddi við ABC News á sunnudaginn um hvað muni gerast ef Rússar beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu. Hann sagði að Bandaríkin og bandamenn þeirra muni þá gjöreyða öllum hersveitum og búnaði Rússa í Úkraínu og sökkva Svarthafsflota þeirra. Hann sagðist ekki hafa rætt við Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa, um hugsanleg viðbrögð Bandaríkjanna við beitingu kjarnorkuvopna Lesa meira

Segir mjög mikla hættu á að Rússar beiti kjarnorkuvopnum

Segir mjög mikla hættu á að Rússar beiti kjarnorkuvopnum

Fréttir
30.09.2022

Vadym Skibitskvi, talsmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, segir að hættan á að Rússa beiti kjarnorkuvopnum í Úkraínu sé nú „mjög mikil“. Þetta kemur fram í færslu á Facebook að sögn ukranews.com. Fram kemur að ef af slíkri árás verði muni hún líklegast beinast að fremstu víglínu þar sem mikill mannafli og tækjabúnaður sé til staðar auk Lesa meira

Blinken segir að Bandaríkin séu tilbúin með áætlun ef Rússar beita kjarnorkuvopnum

Blinken segir að Bandaríkin séu tilbúin með áætlun ef Rússar beita kjarnorkuvopnum

Fréttir
27.09.2022

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að „sérhver notkun kjarnorkuvopna muni hafa skelfilegar afleiðingar“ og staðfesti að Bandaríkin séu tilbúin með áætlun ef svo hræðilega fer að kjarnorkuvopnum verði beitt. Sky News skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í viðtali við Blinken í fréttaskýringaþættinum 60 Mínútur á CBS News. Blinken vildi ekki segja hvað felst í áætlun Bandaríkjanna. Hann Lesa meira

Blinken varar Rússa alvarlega við að beita kjarnorkuvopnum – „Afleiðingarnar verða skelfilegar“

Blinken varar Rússa alvarlega við að beita kjarnorkuvopnum – „Afleiðingarnar verða skelfilegar“

Fréttir
26.09.2022

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við fréttamann CBC News í gærkvöldi um stríðið í Úkraínu. Hann staðfesti að bandarísk yfirvöld hafi verið í sambandi við rússnesk yfirvöld og varað þau við að hefja kjarnorkustríð. „Við höfum verið mjög skýr gagnvart Rússum, bæði opinberlega og í einkasamtölum. Þeir verða að að ræða um notkun kjarnorkuvopna,“ sagði Blinken. Lesa meira

Aukinn þrýstingur á Pútín – Vilja að hann noti kjarnorkuvopn

Aukinn þrýstingur á Pútín – Vilja að hann noti kjarnorkuvopn

Fréttir
20.09.2022

Í kjölfar niðurlægjandi ósigurs rússneska hersins í Kharkiv hefur vaxandi þrýstingur verið á Vladímír Pútín, forseta, frá aðilum sem vilja ekki frið í Úkraínu. Þeir vilja þvert á móti herða stríðsreksturinn. Eftir því sem staða rússneska innrásarliðsins versnar og niðurlægingin verður meiri þrýsta rússneskir þjóðernissinnar á að Rússar grípi til enn harðari aðgerða. Business Insider fjallaði nýlega um málið og hvernig Lesa meira

Vara við hættunni á rússneskri kjarnorkuárás

Vara við hættunni á rússneskri kjarnorkuárás

Fréttir
08.09.2022

Valeriy Zaluzhnyi, æðsti yfirmaður úkraínska hersins, segir hættu á að Rússar muni beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu. Það muni hafa í för með sér hættu á „takmörkuðu“ kjarnorkustríði þar sem fleiri ríki dragast inn í átökin. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum sem úkraínska ríkisfréttastofan Ukrinform birti. Tilkynningin hefur vakið athygli því Zaluzhnyi tjáir sig mjög sjaldan í smáatriðum um Lesa meira

Segja að bardagaklárum kjarnorkuvopnum fari sífellt fjölgandi

Segja að bardagaklárum kjarnorkuvopnum fari sífellt fjölgandi

Pressan
14.06.2021

Þrátt fyrir að kjarnorkuvopnum hafi fækkað í heildina á heimsvísu þá hefur bardagaklárum kjarnorkuvopnum fjölgað.  Þetta segir hugveitan Stockholm International Peace Research Institute (Sipri). Í nýrri ársskýrslu hugveitunnar kemur fram að nú séu til 3.825 bardagaklárir kjarnaoddar í heiminum og fjölgaði þeim um 105 á milli ára. Í fréttatilkynningu frá hugveitunni er haft eftir Hans M. Kristensen, sem starfar hjá Sipri, að þetta sé Lesa meira

Bretar segja Rússa helstu ógnina og hyggjast fjölga kjarnorkuvopnum sínum

Bretar segja Rússa helstu ógnina og hyggjast fjölga kjarnorkuvopnum sínum

Pressan
18.03.2021

Bretum stafar mest ógn af Rússlandi af öllum þjóðum og hyggjast Bretar fjölga kjarnorkuvopnum sínum. Þeir ætla einnig að láta meira að sér kveða í hátæknimálum á netinu. Boris Johnson, forsætisráðherra, tilkynnti þetta á mánudaginn þegar hann tilkynnti um mikla endurnýjun breska hersins og á utanríkisstefnu landsins. CNN skýrir frá þessu. Til að ná þessu markmiði ætlar ríkisstjórnin Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af