fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

kjarnorkuvopn

Utanríkismálastjóri ESB segir að rússneskum hersveitum verði „gereytt“ ef kjarnorkuvopnum verður beitt í Úkraínu

Utanríkismálastjóri ESB segir að rússneskum hersveitum verði „gereytt“ ef kjarnorkuvopnum verður beitt í Úkraínu

Fréttir
14.10.2022

Josep Borrell, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, sagði í gær að ef Rússar beiti kjarnorkuvopnum í Úkraínu verði hersveitum þeirra „gereytt“. Sky News segir að Borrell hafi sagt að ef kjarnorkuvopnum verði beitt gegn Úkraínu muni það kalla á hörð viðbrögð, ekki með kjarnorkuvopnum, en svo öflugar hernaðarlegar aðgerðir að rússneska hernum verði „gereytt“. NATO fylgist grannt með hreyfingum Lesa meira

Segir að ef rússneski herinn hrynji saman verði heimurinn að vera undir kjarnorkustríð búinn

Segir að ef rússneski herinn hrynji saman verði heimurinn að vera undir kjarnorkustríð búinn

Fréttir
13.10.2022

Heimurinn verður að vera undir kjarnorkustríð búinn ef rússneski herinn hrynur. Þetta segir Sir Richard Shirreff, hershöfðingi og fyrrum næst æðsti yfirmaður herafla NATO í Evrópu. The Sun skýrir frá þessu og segir að Shirreff hafi hvatt Vesturlönd til að halda áfram að beita Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, þrýstingi. Hann sagðist telja að það stefni í algjört hrun rússneska hersins en það yrðu þá mestu hörmungar rússneska Lesa meira

Vesturlönd sögð hafa sagt Rússum hver viðbrögðin við kjarnorkuárás verða

Vesturlönd sögð hafa sagt Rússum hver viðbrögðin við kjarnorkuárás verða

Fréttir
13.10.2022

Fulltrúar aðildarríkja NATO hafa sett sig í samband við rússneska embættismenn til að vara þá við að grípa til kjarnorkuvopnanotkunar í Úkraínu. Þeir eru sagðir hafa sagt þeim hver viðbrögð Vesturlanda verði ef svo illa fer. Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir Michael Clarke, prófessor og fyrrum forstjóra Royal United Services Institute. Þegar hann var spurður hver viðbrögð Vesturlanda myndu vera við Lesa meira

Segir auknar líkur á að Pútín beiti kjarnorkuvopnum eftir því sem Úkraínumenn ná meira landi

Segir auknar líkur á að Pútín beiti kjarnorkuvopnum eftir því sem Úkraínumenn ná meira landi

Fréttir
11.10.2022

Þeim mun meira landi, sem Úkraínumenn ná úr klóm rússneska innrásarliðsins, þeim mun meiri líkur eru á að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, grípi til kjarnorkuvopna. Þetta er mat Arseniy Yatsenyuk, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu. Í samtali við Sky News sagði hann að „blekkingar og lygar“ væru orðnir eðlilegir hlutir fyrir Pútín og þörf sé á „sterkum og Lesa meira

Segir þetta vera ástæðurnar fyrir að Pútín muni ekki nota kjarnorkuvopn

Segir þetta vera ástæðurnar fyrir að Pútín muni ekki nota kjarnorkuvopn

Fréttir
11.10.2022

Steven Pifer, greinandi og fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, segist sannfærður um að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, „vilji ekki kjarnorkustríð“. Hann segir að Kremlverjar „vilji að Úkraína og Vesturlönd trúi að Rússland sé reiðubúið í kjarnorkustríð til að ógna þeim“. Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir Pifer að Pútín tali oft um kjarnorkuvopn, meira að segja þegar hann er ekki að hafa í hótunum. Hann Lesa meira

Kim Jong-un segir að kjarnorkuher landsins sé reiðubúinn til árásar öllum stundum

Kim Jong-un segir að kjarnorkuher landsins sé reiðubúinn til árásar öllum stundum

Pressan
10.10.2022

Síðustu sjö eldflaugaskot Norður-Kóreu voru æfingar með eldflaugar sem geta borði kjarnaodda. Kim Jong-un, einræðisherra, var viðstaddur allar æfingarnar. Norðurkóreskir fjölmiðlar, sem allir lúta stjórn einræðisstjórnarinnar, skýrðu frá þessu í dag. Segja miðlarnir að frá 25. september til 9. október hafi herinn æft „sviðsettar æfingar með taktískum kjarnorkuvopnum“. KCNA segir að markmiðið með æfingunum hafi verið að Lesa meira

Segir Kremlverja „standa að fullu“ við grundvallarregluna um að beita ekki kjarnorkuvopnum

Segir Kremlverja „standa að fullu“ við grundvallarregluna um að beita ekki kjarnorkuvopnum

Fréttir
07.10.2022

Rússnesk stjórnvöld „standa að fullu“ við grundvallarregluna um að kjarnorkuvopnum verði ekki beitt. Vladímír Pútín, forseti, hefur haft í hótunum um að beita kjarnorkuvopnum og hefur varað Vesturlönd við því að árás á Rússland geti verið svarað með beitingu kjarnorkuvopna. Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að afstaða rússneskra stjórnvalda um að aldrei megi koma til kjarnorkustríðs Lesa meira

Biden varar við ragnarökum – Segir hættuna ekki hafa verið meiri síðan í Kúbudeilunni

Biden varar við ragnarökum – Segir hættuna ekki hafa verið meiri síðan í Kúbudeilunni

Fréttir
07.10.2022

Hættan á „kjarnorku-ragnarökum“ er nú sú mesta síðan í Kúbudeilunni 1962. Þetta sagði Joe Biden, Bandaríkjaforseti í gærkvöldi. Tilefnið var að rússneskir embættismenn hafa rætt opinberlega um möguleikann á beitingu kjarnorkuvopna í Úkraínu í kjölfar ósigra rússneska hersins. „Við höfum ekki staðið frammi fyrir möguleikanum á slíkum ragnarökum síðan á tíma Kennedy og Kúbudeilunnar,“ sagði hann í gærkvöldi á samkomu Demókrata í New York. Hvíta húsið Lesa meira

Segja að ekkert bendi til að Rússar séu að undirbúa notkun kjarnorkuvopna

Segja að ekkert bendi til að Rússar séu að undirbúa notkun kjarnorkuvopna

Fréttir
05.10.2022

Það eru engin merki þess að Rússar séu að undirbúa sig undir að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu. Þetta sagði Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins í gær. Hún sagði að þrátt fyrir orðaskak rússneskra ráðamanna þá bendi ekkert til að Rússar séu í raun að undirbúa notkun kjarnorkuvopna. Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur lagt áherslu á að Rússar muni nota Lesa meira

Segja að Pútín sé að reyna að kúga Evrópu með hótunum um beitingu kjarnorkuvopna

Segja að Pútín sé að reyna að kúga Evrópu með hótunum um beitingu kjarnorkuvopna

Fréttir
05.10.2022

Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, segir að þrátt fyrir að taka verði hótanir Rússa um beitingu kjarnorkuvopna í Úkraínu alvarlega þá verði alþjóðasamfélagið að gera Rússum ljóst að þessar hótanir lami ekki alþjóðasamfélagið. „Þetta er ekki í fyrst sinn sem Pútín kemur með hótanir af þessu tagi. Þær eru óábyrgar og við verðum að taka þeim alvarlega,“ sagði Baerbock í gær Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af