Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
FókusHollenskur ferðamaður á Íslandi segir frá því á samfélagsmiðlinum Reddit að hann sé steinhissa á því hversu margir ferðamenn frá Kína séu á landinu. Leitar hann svara við því hvort þetta sé algengt eða hvort eitthvað sérstakt sé að gerast um þessar mundir sem skýri það hversu margir Kínverjar séu að sækja Ísland heim um Lesa meira
Filippseyingar rísa upp gegn Kínverjum og vísa 40.000 úr landi
PressanYfirvöld á Filippseyjum hafa afturkallað starfsleyfi 175 kínverskra netspilavíta og ætla að vísa 40.000 starfsmönnum þeirra úr landi. Þessi iðnaður var orðinn yfirvöldum mikill þyrnir í augum því umfangsmikil glæpastarfsemi tengist honum og straumur mörg þúsund kínverskra starfsmanna spilavítanna til eyjanna hefur haft margvísleg vandamál í för með sér. Mannrán, morð, mansal, vændi, skattsvik og Lesa meira
Kínverjar sagðir ætla að byggja flotastöð við Atlantshafið – Miklar áhyggjur í Bandaríkjunum
EyjanMiðbaugs-Gínea er eitt af minnstu ríkjum Afríku. Það er á milli Kamerún og Gabon við Atlantshafið. Eflaust kannast margir ekki við þetta land enda er það lítið í fréttum og skiptir okkur hér á Íslandi kannski ekki svo miklu máli þegar við horfum á heimsmyndina. En þetta litla land er nú orðið peð á taflborðinu Lesa meira
Talibanar glíma ekki við fjárskort – Kínverjar hugsa sér gott til glóðarinnar
PressanTalibanar glíma ekki við fjárskort því þeir hafa orðið sér úti um mikið fjármagn með sölu á eiturlyfjum og innheimtu „verndargjalds“ af fyrirtækjaeigendum í Afganistan. Nú þegar þeir hafa tekið völd í landinu munu þeir væntanlega eiga enn auðveldara með að verða sér úti um fé því landið er mjög auðugt að ýmsum málmum. Járn, Lesa meira
Segja að Kínverjar hafi skapað óttablandið andrúmsloft í Hong Kong með löggjöf sinni
PressanNú er um eitt ár liðið síðan að kínverska þingið, sem kommúnistaflokkurinn stýrir harðri hendi, samþykkti ný öryggislög fyrir Hong Kong. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að með lögunum sé Hong Kong nú nærri því að vera lögregluríki. Samtökin segja að yfirvöld í Hong Kong hafi notað lögin til að handtaka fólk af handahófi, stunda ritskoðun og brjóta á réttindum borgaranna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty sem Lesa meira
Alþjóðlegt kapphlaup um smíði skammtatölvu – Kínverjar segjast hafa náð miklum árangri
PressanKínverskir vísindamenn segjast hafa smíðað skammtatölvu sem er vinnur miklu hraðar en ofurtölvur. Hún er sögð vinna 100 billjón sinnum hraðar. Ef þetta er rétt getur þetta haft mikil áhrif. Það verður stórt skref og mikill sigur fyrir þann sem nær að þróa fyrstu nothæfu skammtatölvuna og því vinna stærstu ríki heims á efnahagssviðinu hörðum Lesa meira
Kínverjar senda geimfar til tunglsins til að sækja jarðvegssýni
PressanÍ gær skutu Kínverjar Chang‘e 5 geimfarinu á loft en það á að lenda á tunglinu, safna jarðvegssýnum og koma með þau til jarðarinnar. Þetta er fyrsta tilraunin til að sækja jarðvegssýni til tunglsins síðan á áttunda áratugnum. Vonast er til að rannsóknir á sýnunum geti aukið skilning okkar á uppruna tunglsins. Geimferðin er einnig prófraun á Lesa meira
Salómonseyjar undirbúa að banna Facebook – Segja þetta gert að kröfu Kínverja
PressanRáðherra fjarskiptamála á Salómonseyjum segir að fyrirhugað bann við notkun Facebook á eyjunum sé til að taka á „slæmu orðfæri“ og „ærumeiðingum“ en gagnrýnendur segja að bannið tengist áhrifum Kínverja á eyjunum og eigi að koma í veg fyrir gagnrýni á stjórnvöld. Ef bannið verður að veruleika verða Salómoneyjar í flokki með Kína, Íran og Norður-Kóreu en í þessum ríkjum er Facebook ekki Lesa meira
Kínverjar renna hýru auga til hafnar á Ítalíu – Óþægilega nálægt flota NATO
PressanÍ Taranto á Ítalíu er mikið atvinnuleysi og höfnin þar hefur átt á brattann að sækja undanfarin ár vegna síminnkandi skipaumferðar. En í sumar lagðist skipið „Nicolas“ þar að bryggju og þótti koma þess góð tíðindi. „Þetta er vendipunkturinn og nú hefjast komur fragtskipa á nýjan leik,“ sagði hafnarstjórinn við þetta tækifæri og þakkaði tyrkneska fyrirtækinu Yilport Holding fyrir fjárfestingar Lesa meira
Kínverjar vara Norðmenn við – Engin Nóbelsverðlaun fyrir aðgerðasinna í Hong Kong
PressanWang Yi, utanríkisráðherra Kína, var í opinberri heimsókn í Noregi nýlega. Hann notaði tækifærið til að vara norsku Nóbelsnefndina við að veita aðgerðasinnum í Hong Kong friðarverðlaun. „Í fortíðinni, nútíðinni og framtíðinni mun Kína verjast öllum tilraunum til að nota friðarverðlaun Nóbels til afskipta af innanríkismálefnum Kína. Kínverjar standa jafn fast á þessari skoðun og fjall,“ Sagði hann á Lesa meira