fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Kína

SÞ vara við mikilli afturför í mannréttindamálum

SÞ vara við mikilli afturför í mannréttindamálum

Pressan
26.06.2021

Michelle Bachelet, mannréttindastjóri SÞ, segir að grípa þurfi til aðgerða vegna verstu skerðinga á mannréttindum sem hún hefur séð og nefndi í því sambandi stöðu mála í Kína, Rússlandi og Eþíópíu. Mannréttindaráð SÞ heldur nú árlegt þing sitt en það stendur yfir til 13. júlí og fer fram á netinu. Á því verður fjallað um skýrslu Bachelet um Lesa meira

Ný holskefla kórónuveirusmita í Kína veldur vanda – Gæti raskað jólaverslun Vesturlandabúa

Ný holskefla kórónuveirusmita í Kína veldur vanda – Gæti raskað jólaverslun Vesturlandabúa

Pressan
25.06.2021

Fyrst kom upp skortur á gámum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Því næst tók lokun Súesskurðarins við en hún hafði mikil áhrif á vöruflutninga. Nú er enn eitt vandamálið komið upp og það tengist kórónuveirunni. Vegna faraldurs í suðurhluta Kína hafa tvær af fimm stærstu gámahöfnum heims verið lokaðar meira og minna í nokkrar vikur og það er ekki til Lesa meira

Orðrómurinn færist sífellt í aukana – Eitt stærsta mál sinnar tegundar á öldinni ef rétt reynist – Tengist það orðrómnum um uppruna kórónuveirunnar?

Orðrómurinn færist sífellt í aukana – Eitt stærsta mál sinnar tegundar á öldinni ef rétt reynist – Tengist það orðrómnum um uppruna kórónuveirunnar?

Pressan
25.06.2021

Vikum saman hefur orðrómur verið á kreiki í sumum alþjóðlegum fjölmiðlum, meðal andstæðinga kínverskra stjórnvalda utan Kína, meðal bloggara og á ýmsum vefsíðum. Ef þessi orðrómur reynist á rökum reistur er þetta eitt stærsta mál sinnar tegundar á þessari öld. Málið snýst um hinn 57 ára Dong Jingwei sem var meðal valdamestu manna í kínversku leyniþjónustunni. Hann er Lesa meira

44 ríki biðja Kínverja um að veita aðgang að Xinjiang-héraði – Vilja rannsaka meint mannréttindabrot

44 ríki biðja Kínverja um að veita aðgang að Xinjiang-héraði – Vilja rannsaka meint mannréttindabrot

Pressan
23.06.2021

44 ríki sendu í gær frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau hvetja kínversk stjórnvöld til að heimila óháðum eftirlitsmönnum að ferðast til Xinjiang-héraðs til að rannsaka ásakanir um umfangsmikil mannréttindabrot sem beinast gegn Úígúrum sem eru múslímskur minnihlutahópur. „Trúverðugar upplýsingar benda til að rúmlega einni milljón manna sé tilviljanakennt haldið fanginni í Xinjiang. Einnig hafa Lesa meira

Nú beinast spjótin að henni – Veit „Leðurblökukonan“ eitthvað um uppruna kórónuveirunnar?

Nú beinast spjótin að henni – Veit „Leðurblökukonan“ eitthvað um uppruna kórónuveirunnar?

Pressan
21.06.2021

Kenningin um að kórónuveiran, sem veldur COVID-19, eigi rætur að rekja til rannsóknarstofu í Wuhan í Kína hefur fengið byr í seglin á undanförnum vikum. Það hefur orðið til þess að Shi Zhengli, sem starfar á umræddri rannsóknarstofu við rannsóknir á leðurblökum og sjúkdómum tengdum þeim, er lent í kastljósinu. Því hefur verið velt upp á Vesturlöndum hvort Shi Zhengli viti sannleikann um uppruna COVID-19 en Lesa meira

Himnahöll Kínverja verður tilbúin til notkunar á næsta ári

Himnahöll Kínverja verður tilbúin til notkunar á næsta ári

Pressan
20.06.2021

Kínverjar ætla sér stóra hluti í geimnum og í lok áratugarins munu þeir vera með einu nothæfu geimstöðina því dagar Alþjóðlegu geimstöðvarinnar verða brátt taldir. Kínverjar spara lítið til við að hasla sér völl í geimnum og hafa þeir náð miklum árangri á síðustu mánuðum og eru hvergi nærri hættir. Kínverskt geimfar komst á braut Lesa meira

Kínverjar mega nú eignast fleiri börn – En munu þeir gera það?

Kínverjar mega nú eignast fleiri börn – En munu þeir gera það?

Pressan
12.06.2021

Kínverski kommúnistaflokkurinn ætlar nú að leyfa Kínverskum fjölskyldum að eignast þrjú börn en með þessari ákvörðun er horfið frá 40 ára gamalli harðri stjórn á fæðingartíðninni í þessu fjölmenna ríki. En þrátt fyrir að nú megi eignast fleiri börn en áður er ekki víst að Kínverjar stökkvi til og fari að búa til börn af Lesa meira

Kínverjar ætla að leyfa hjónum og pörum að eignast þrjú börn

Kínverjar ætla að leyfa hjónum og pörum að eignast þrjú börn

Pressan
06.06.2021

Ekki er langt síðan að kínversk pör og hjón máttu aðeins eignast eitt barn en þessi regla var sett til að halda aftur af fólksfjölguninni í landinu. En nú ætlar kommúnistaflokkurinn að breyta þessu og heimila pörum og hjónum að eiga þrjú börn að hámarki. Kínverskir ríkisfjölmiðlar skýrðu frá þessu í síðustu viku. Ákvörðunin um Lesa meira

Xi Jinping vill koma fleiri fréttum um Kína í alþjóðlega fjölmiðla

Xi Jinping vill koma fleiri fréttum um Kína í alþjóðlega fjölmiðla

Pressan
05.06.2021

Kínverjar eiga að verða betri í að segja umheiminum sögu sína. Þetta sagði Xi Jinping, Kínaforseti, á þriðjudaginn en hann sagðist telja nauðsynlegt að Kínverjar komi sér upp rödd út á við sem endurspegli stöðu Kína á alþjóðavettvangi. Ummælin lét Xi falla á fundi hjá kommúnistaflokknum. Hann sagði að nauðsynlegt sé að koma kínverskum fréttum og sjónarmiðum Kínverja meira Lesa meira

Fílahjörð hefur skilið eftir sig 500 kílómetra eyðileggingaslóð

Fílahjörð hefur skilið eftir sig 500 kílómetra eyðileggingaslóð

Pressan
03.06.2021

Hópur 15 fíla hefur skilið eftir sig 500 kílómetra slóð eyðileggingar í Kína. Fílarnir sluppu út úr þjóðgarði í suðvesturhluta landsins í apríl og hafa síðan valdið miklu tjóni. The Guardian segir að þeir hafi meðal annars étið heilan maísakur upp til agna og jafnað hlöðu við jörðu og tæmt vatnstank. Upptökur sýna fílana á ferð í Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af