fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Kína

Níu úr sömu fjölskyldu létust – Borðuðu núðlur sem voru geymdar í frysti

Níu úr sömu fjölskyldu létust – Borðuðu núðlur sem voru geymdar í frysti

Pressan
22.10.2020

Níu manns úr sömu fjölskyldunni létust nýlega eftir að hafa borðað núðlur sem höfðu verið geymdar í frysti í rúmlega eitt ár. Þær reyndust innihalda gerjað maísmjöl en í því var bongkrek sýra sem banaði fólkinu. Daily Star skýrir frá þessu. Fram kemur að sjö fullorðnir hafi látist í Jixi í Heilongjiang héraðinu í Kína þann 10. október eftir Lesa meira

Ástralía, Indland, Bandaríkin og Japan taka þátt í stórri heræfingu á Indlandshafi

Ástralía, Indland, Bandaríkin og Japan taka þátt í stórri heræfingu á Indlandshafi

Pressan
21.10.2020

Í næsta mánuði fer stór heræfing Ástrala, Indverja, Japana og Bandaríkjamanna fram á Indlandshafi. Markmiðið er að styrkja hernaðarsamstarf ríkjanna, ekki síst í ljósi erfiðra samskipta þeirra við Kínverja þessi misserin og aukinnar spennu í þeim samskiptum. Ríkin hafa staðið fyrir svipuðum heræfingum árlega síðan 1992 en umfang þeirra hefur farið vaxandi á síðustu árum. Lesa meira

Xi segir kínverskum hermönnum að undirbúa sig undir stríð

Xi segir kínverskum hermönnum að undirbúa sig undir stríð

Pressan
17.10.2020

Notið alla krafta ykkar í að undirbúa ykkur undir stríð. Þetta var boðskapur Xi Jinping, forseta Kína, í gær þegar hann heimsótti herstöð í Guandong-héraðinu. Samkvæmt frétt kínversku ríkisfréttastofunnar Xinhua þá bað hann hermennina um „að vera við öllu búnir“. Xi er undir ákveðnum þrýstingi þessar vikurnar vegna deilna við önnur ríki. Þar er til dæmis Lesa meira

Ætla Kínverjar að hertaka Taívan?

Ætla Kínverjar að hertaka Taívan?

Pressan
11.10.2020

Fljótlega eftir að kommúnistastjórnin í Peking setti ný þjóðaröryggislög sem binda í raun enda á takmarkaða sjálfsstjórn Hong Kong varaði herskár lögmaður í Peking Taívan við. Í samtali við DW News sagði Tian Feilong að lögin myndu ekki aðeins binda enda á mótmælin í Hong Kong heldur væru þau einnig skilaboð til stjórnvalda á Taívan og í Washington. Hann sagði að aðferðirnar, sem er beitt til að berja niður mótmæli og andstöðu Lesa meira

Vesturlandabúar eru mjög neikvæðir í garð Kína

Vesturlandabúar eru mjög neikvæðir í garð Kína

Pressan
11.10.2020

Könnun sem var gerð í Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi og 11 öðrum löndum sýnir að skoðanir Vesturlandabúa á kommúnistastjórninni í Peking eru ekki jákvæðar. Í Bandaríkjunum hefur neikvæðni í garð Kína vaxið síðasta árið og það sama á við um í mörgum öðrum ríkjum. Það var Pew Research Center sem gerði könnunina. The Guardian skýrir frá. Fram kemur að um símakönnun hafi verið að ræða Lesa meira

Bandaríkin vilja mynda bandalag í Asíu gegn Kínverjum

Bandaríkin vilja mynda bandalag í Asíu gegn Kínverjum

Pressan
11.10.2020

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór nýlega í stutta heimsókn til Japan. Þar fundaði hann með forsætisráðherra Japan auk utanríkisráðherrum Japan, Ástralíu og Indlands. Markmiðið var að ræða málefni Kína og dró Pompeo enga dul á að Bandaríkin vilja mynda bandalag með Ástralíu, Japan og Indlandi gegn Kína. Ríkin fjögur eiga nú þegar í samstarfi, Quad-samstarfinu, en Pompeo vill víkka það út Lesa meira

Grunnskólakennari sviptur kennsluréttindum fyrir að tala um sjálfstæði Hong Kong

Grunnskólakennari sviptur kennsluréttindum fyrir að tala um sjálfstæði Hong Kong

Pressan
07.10.2020

Grunnskólakennari í Hong Kong var nýlega sviptur kennsluréttindum fyrir að hafa notað kennsluefni, sem talar fyrir lýðræði, í kennslustund og að hafa kennt nemendum hvað hugtökin tjáningarfrelsi og sjálfstæði þýða. Kennslustofnun landsins sakar kennarann um að hafa brotið gegn Basic Law, sem er lítil stjórnarskrá Hong Kong, með því að breiða út boðskap um sjálfstæði Hong Kong. „Til að vernda hagsmuni nemenda og vernda Lesa meira

Leikskólakennari dæmdur til dauða – Eitraði fyrir 25 börnum

Leikskólakennari dæmdur til dauða – Eitraði fyrir 25 börnum

Pressan
02.10.2020

Kínverskur leikskólakennari var nýlega dæmdur til dauða fyrir að hafa eitrað fyrir 25 börnum. Kennarinn, sem er kona, eitraði fyrir börnunum með hrísgrjónasúpu sem hún hafði sett saltpéturssýru út í. Eitt barn lést tíu mánuðum síðar af völdum eitrunar en það hafði legið á sjúkrahúsi allan tímann. New York Post skýrir frá þessu. Fram kemur að konan hafi Lesa meira

Kínverjar undirbúa allsherjar manntal

Kínverjar undirbúa allsherjar manntal

Pressan
21.09.2020

Þann 1. nóvember næstkomandi fer allsherjarmanntal fram í Kína og er það í sjöunda sinn sem þetta er gert. Heimsfaraldur kórónuveirunnar setur að vonum mark sitt á manntalið þar sem reynt verður að fá nákvæma yfirsýn yfir hversu margir landsmenn eru en vitað er að þeir eru vel á annan milljarð. Samkvæmt frétt ríkisfréttastofunnar Xinhua munu um Lesa meira

Kínverjar segja enga þörf fyrir að bólusetja alla gegn kórónuveirunni á þessu stigi

Kínverjar segja enga þörf fyrir að bólusetja alla gegn kórónuveirunni á þessu stigi

Pressan
20.09.2020

Ekki þarf að bólusetja alla Kínverja gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, að mati Gao Fu, forstjóra smitsjúkdómastofnunar landsins. Þessi orð lét hann falla á ráðstefnu í Shenzhen á laugardaginn. China News Service skýrir frá þessu. Fram kemur að forgangsraðað verði hverjir fái bóluefni fyrst og verði það fólk í framlínu baráttunnar gegn veirunni og fólk sem er í sérstökum áhættuhópum. Gao Fu sagði að í Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af