fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Kína

Fyrsta tilfelli H10N3 fuglaflensu staðfest í manni

Fyrsta tilfelli H10N3 fuglaflensu staðfest í manni

Pressan
02.06.2021

41 árs Kínverji hefur greinst með fuglaflensuna H10N3. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til að maður hafi smitast af þessu afbrigði fuglaflensu. Kínversk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu þetta í gær. Maðurinn, sem býr í Zhenjiang í austurhluta Jiangsu, var lagður inn á sjúkrahús með hita og fleiri sjúkdómseinkenni. Hann greindist með H10N3 þann 28. maí. Ekkert kom fram um hvernig Lesa meira

Suðurskautslandið gæti orðið átakasvæði milli Kína og Ástralíu

Suðurskautslandið gæti orðið átakasvæði milli Kína og Ástralíu

Pressan
30.05.2021

Samband Ástralíu og Kína er með versta móti þessi misserin og er í raun langt undir frostmarki. Ríkin deila harkalega og senda hvort öðru eitruð skot nær daglega. Sambandið fer því sífellt versnandi og telja margir að ef þetta heldur óbreytt áfram muni Suðurskautslandið verða stórt deiluefni ríkjanna í framtíðinni, bæði pólitískt og diplómatískt. Ástralar hafa Lesa meira

Hvaða hlutverki gegndi hann í Wuhan? Var í rannsóknarhópi WHO en starfaði einnig á rannsóknarstofunni

Hvaða hlutverki gegndi hann í Wuhan? Var í rannsóknarhópi WHO en starfaði einnig á rannsóknarstofunni

Pressan
28.05.2021

Breski dýrafræðingurinn og formaður samtakanna EcoHealth Alliance, Peter Daszak, var í rannsóknarhópi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO sem hélt til Wuhan í Kína í byrjun árs til að reyna að grafast fyrir um uppruna kórónuveirunnar sem herjar nú á heimsbyggðina. Á þriðjudaginn kom fram að hann virðist hafa verið beggja megin borðsins ef svo má segja því hann var í rannsóknarhópnum og hafði áður starfað Lesa meira

Hvað gerðist í Wuhan? Ný skýrsla vekur upp grunsemdir varðandi uppruna kórónuveirunnar

Hvað gerðist í Wuhan? Ný skýrsla vekur upp grunsemdir varðandi uppruna kórónuveirunnar

Pressan
26.05.2021

Í nóvember 2019 leituðu þrír starfsmenn rannsóknarstofu í Wuhan í Kína á sjúkrahús og voru þeir með einkenni COVID-19. Á rannsóknarstofunni er unnið við rannsóknir á ýmsum veirum og hefur hún verið nefnd til sögunnar sem upprunastaður kórónuveirunnar sem herjar nú á heimsbyggðina. Í skýrslu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu, dagsettri 15. janúar, kemur fram að þrír starfsmenn rannsóknarstofunnar hafi Lesa meira

Kínverjar ætla að tryggja fleiri barneignir með nýjum reglum og gylliboðum

Kínverjar ætla að tryggja fleiri barneignir með nýjum reglum og gylliboðum

Pressan
23.05.2021

Eftir að kínversk stjórnvöld innleiddu umhugsunartíma fyrir þau hjón sem vilja skilja hefur hjónaskilnuðum fækkað um 72%. Samkvæmt nýju reglunum verða hjón að bíða í að minnsta kosti einn mánuð eftir að þau sækja um skilnað þar til hann er samþykktur. Samkvæmt frétt CNN þá voru um 296.000 skilnaðir skráðir á fyrsta ársfjórðungi ársins. Á sama Lesa meira

Kínverjar nota bóluefni til að þrýsta á Paragvæ – Vilja að landið slíti stjórnmálasambandi við Taívan

Kínverjar nota bóluefni til að þrýsta á Paragvæ – Vilja að landið slíti stjórnmálasambandi við Taívan

Pressan
23.05.2021

Aðeins 15 ríki eru með stjórnmálasamband við Taívan og það er Kínverjum mikill þyrnir í augum því þeir telja að aðeins eitt Kína sé til og það sé Kína á meginlandinu. Þeir notfæra sér nú heimsfaraldur kórónuveirunnar til að reyna að fækka í þessum hópi og nú beina þeir spjótum sínum að Paragvæ. Segja má Lesa meira

Lýsti eftir konu sinni í sjónvarpinu – Málið sem skekur Kína

Lýsti eftir konu sinni í sjónvarpinu – Málið sem skekur Kína

Pressan
19.05.2021

Í júlí á síðasta ári hvarf Lai Huili frá heimili sínu í Hangzhou í Kína. Skömmu síðar tilkynnti eiginmaður hennar, Xu Guoli 55 ára, lögreglunni um hvarf hennar. Hann sagði hana hafa horfið að næturlagi á meðan hann svaf. Lögreglan hóf þegar leit að Lai Huili og Xu Guoli kom margoft fram í sjónvarpi þar sem hann skýrði á yfirvegaðan hátt frá því Lesa meira

Þekktir vísindamenn andmæla WHO – Segja ekki útilokað að kórónuveiran hafi verið búin til af mönnum

Þekktir vísindamenn andmæla WHO – Segja ekki útilokað að kórónuveiran hafi verið búin til af mönnum

Pressan
18.05.2021

18 virtir vísindamenn, þar á meðal farsóttafræðingur og örverufræðingur við hina þekktu og virtu háskóla Harvard og Stanford, hvetja til þess að rannsókn verði hrundið af stað um upptök kórónuveirunnar sem herjar nú á heimsbyggðina. Þeir vilja að rannsóknin verði gagnsæ og byggð á gögnum og staðreyndum. Þeir telja ekki útilokað að veiran hafi verið búin til í Lesa meira

Sögulegur áfangi Kínverja í geimnum

Sögulegur áfangi Kínverja í geimnum

Pressan
17.05.2021

Aðfaranótt laugardags lenti kínverska geimfarið Tianwen-1 á Mars. Með í för er 240 kílóa bíll, Zhurong, sem á meðal annars að leita að ummerkjum um líf á plánetunni næstu þrjá mánuðina. Lendingin gekk vel og náðu Kínverjar því sögulegum áfanga en þeir urðu þriðja þjóðin sem hefur tekist að lenda heilu og höldnu á Mars. Áður höfðu Lesa meira

Þjóðverjar vilja ekki útiloka Huawei frá uppbyggingu 5G

Þjóðverjar vilja ekki útiloka Huawei frá uppbyggingu 5G

Pressan
15.05.2021

Margir óttast að Kínverjar stundi umfangsmiklar njósnir á Vesturlöndum í gegnum kínverska fyrirtækið Huawei og því hefur fyrirtækið víða verið útilokað frá að koma að uppbyggingu 5G farsímakerfisins. En Þjóðverjar vilja ekki fara þá leið og er fyrirtækinu heimilt að bjóða í uppbyggingu kerfisins. Þýska ríkisstjórnin hefur komið nýjum lögum í gegnum þingið sem gera að verkum að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af