fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Katrín Jakobsdóttir

Össur segir stjórnmálamenn geta orðið góðir forsetar og minnir á Ólaf Ragnar og Ásgeir

Össur segir stjórnmálamenn geta orðið góðir forsetar og minnir á Ólaf Ragnar og Ásgeir

Eyjan
22.05.2024

Össur Skarphéðinsson fyrrum ráðherra, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar ritaði fyrr í dag grein á Vísi þar sem hann leitast við að svara gagnrýni á forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Þau sem hæst hafa látið í sér heyra í gagnrýni sinni á framboð Katrínar segja meðal annars að það gangi ekki að einhver stigi beint úr stóli forsætisráðherra Lesa meira

Steinunn Ólína vonar að Katrín stöðvi Hannes

Steinunn Ólína vonar að Katrín stöðvi Hannes

Eyjan
22.05.2024

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands endurtók fyrr í dag í færslu á Facebook-síðu sinni fullyrðingar um að Gunnar Smári Egilsson sósíalistaleiðtogi standi á bak við skrif Steinunnar Ólínar Þorsteinsdóttur forsetaframbjóðanda, meðal annars á Facebook, og sé hinn raunmverulegi höfundur þeirra. Steinunn Ólína vísar þessari fullyrðingu á bug og segist vona Lesa meira

Gunnar Smári: Katrín sú eina sem hefur ekki mætt – Björn: „Virti mig ekki viðlits“

Gunnar Smári: Katrín sú eina sem hefur ekki mætt – Björn: „Virti mig ekki viðlits“

Fréttir
22.05.2024

Fjölmiðlamennirnir Gunnar Smári Egilsson og Björn Þorláksson segja það af og frá að Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra, geti rætt við alla. Gunnar Smári gerði aðsenda grein Torfa H. Tulinius á Vísi að umtalsefni á Facebook-síðu Sósíalistaflokks Íslands í morgun. Var það einkum eitt í grein Torfa sem vakti athygli Gunnars Smára, þau orð að Katrín Jakobsdóttir Lesa meira

Björn segir að Katrín hafi verið sú eina sem hringdi

Björn segir að Katrín hafi verið sú eina sem hringdi

Fréttir
21.05.2024

Björn Snæbjörnsson, eftirlaunaþegi og fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins, hefur opinberað stuðning sinn við Katrínu Jakobsdóttur í komandi forsetakosningum. Björn gerir þetta að umtalsefni í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Hann segir að þegar Guðni Th. Jóhannesson hafi lýst því yfir að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri hafi fólk farið að svipast um eftir Lesa meira

Svarthöfði skrifar: „Geislavirka“ fórnarlambið, Katrín Jakobsdóttir

Svarthöfði skrifar: „Geislavirka“ fórnarlambið, Katrín Jakobsdóttir

EyjanFastir pennar
20.05.2024

Svarthöfði hjó eftir því í umræðuþætti forsetaframbjóðenda á Stöð 2 fyrir helgi að Katrín Jakobsdóttir virðist upplifa sig sem fórnarlamb í þessari kosningabaráttu. Hún sagði það áhyggjuefni að þátttaka hennar í stjórnmálum hafi gert hana „geislavirka“, sem væri ósanngjarnt. Vitaskuld er horft til starfsferils frambjóðenda til forseta þegar lagt er mat á þá. Í tilviki Lesa meira

Steinunn Ólína segist ekki vera að leggja Katrínu í einelti

Steinunn Ólína segist ekki vera að leggja Katrínu í einelti

Eyjan
19.05.2024

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi vísar því alfarið á bug að hún sé að leggja Katrínu Jakobsdóttur mótframbjóðanda sinn of fyrrverandi forsætisráðherra í einelti. Steinunn Ólína segist aðeins hafa viðhaft eðlilega gagnrýni á störf Katrínar. Þegar Steinunn Ólína var að hugleiða hvort hún byði sig fram gaf hún það hins vegar skýrt til kynna að hún Lesa meira

Orðið á götunni: Sægreifar kosta framboð Katrínar

Orðið á götunni: Sægreifar kosta framboð Katrínar

Eyjan
19.05.2024

Endaspretturinn er hafinn í baráttunni um Bessastaði, en nú eru innan við tvær vikur til kjördags. Frambjóðendur og bakhjarlar þeirra eru greinilega farnir að bretta upp ermar. Buddan hefur verið opnuð upp á gátt og bersýnilega vegur hún mismikið hjá frambjóðendum. Orðið á götunni er að þrír frambjóðendur hafi mest fé milli handanna, sem birtist Lesa meira

Orðið á götunni: Ný föt – sama röddin

Orðið á götunni: Ný föt – sama röddin

Eyjan
17.05.2024

Orðið á götunni er að haldi Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, að hún geti stigið vígamóð út úr daglegum stjórnmálum, yfirgefið sökkvandi skip ríkisstjórnar sinnar og flokks Vinstri grænna og látið kjósa sig forseta Íslands fáeinum vikum síðar, sé það mikill misskilningur. Kjósendur séu ekki eins vitlausir og sumir virðist halda. Landsmenn vilji velja forsetann sjálfir en Lesa meira

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Fréttir
17.05.2024

Bjarni Már Magnússon prófessor og forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst ritaði fyrr í dag grein á Vísi þar sem hann lýsir yfir áhyggjum vegna þess að í kappræðum sex forsetaframbjóðenda á Stöð 2 í gærkvöldi hafi sumir þeirra opinberað að þeir telji ranglega að Ísland fylgi hlutleysissstefnu í alþjóðamálum. Bjarni segir sum forsetaefnin hafa einnig Lesa meira

Svarthöfði skrifar: Ríkismiðlarnir snúa saman bökum

Svarthöfði skrifar: Ríkismiðlarnir snúa saman bökum

EyjanFastir pennar
16.05.2024

Það kom Svarthöfða á óvart í vikunni að svo virðist sem Morgunblaðið og Ríkisútvarpið hafi snúið bökum saman í umfjöllun sinni um komandi forsetakosningar, en ekki er betur vitað en að ritstjórnir ríkismiðlanna tveggja séu aðskildar, enn sem komið er hið minnsta. Mörgum þótti Stefán Einar Stefánsson, sem ku kalla sig siðfræðing, fara offari gegn Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af