Frambjóðendur kjósa: Katrín reið á vaðið – Myndir
FréttirEins og allir vita ganga Íslendingar til forsetakosninga í dag. Forsetaframbjóðendur eru að sjálfsögðu þar á meðal og eiga allir það sameiginlegt að vera einu kjósendurnir sem geta kosið sjálfa sig. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra reið á vaðið í morgun og mætti til að kjósa í Hagaskóla um leið og kjörstaðir opnuðu núna klukkan 9:00. Lesa meira
Stjórnmálafræðiprófessor: Þeir sem vilja kjósa taktískt geta nú gert það
EyjanNý skoðanakönnun Maskínu, sem kynnt var í hádegisfréttum Bylgjunnar, gefur til kynna að Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir séu nú hnífjafnar á toppnum, með marktækt meira fylgi en Halla Hrund Logadóttir. Halla Tómasdóttir eykur fylgi sitt verulega frá síðustu könnun Maskínu en Katrín tapar nokkru fylgi. Halla Hrund bætir við sig en bæði Baldur Þórhallsson Lesa meira
Kristján reiður út í Katrínu og vill ekki sjá hana á Bessastöðum
FréttirKristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, er sótreiður út í Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðanda. Hann vandar henni ekki kveðjurnar í viðtali í Morgunblaðinu í dag og líst illa á að hún verði forseti Íslands. Tilefnið er umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða sem hefur legið óhreyfð í ráðuneytinu í fjóra mánuði. Er Kristján ósáttur Lesa meira
Orðið á götunni: Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar lýsa yfir stuðningi við Höllu Hrund
EyjanOrðið á götunni er að það hafi vakið mikla athygli um helgina þegar tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, hvor úr sínum flokknum, lýstu yfir stuðningi við Höllu Hrund Logadóttur í komandi forsetakosningum. Geir Haarde, sem var formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra árin 2006 til 2009, og Jóhanna Sigurðardóttir, sem var formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra árin 2009 til 2013, birtu Lesa meira
Orðið á götunni: Hvers vegna varð Gunnar Thoroddsen ekki forseti Íslands?
EyjanÍ aðdraganda forsetakosninga árið 1968 var almennt gert ráð fyrir því að Gunnar Thoroddsen, fyrrum borgarstjóri og fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, yrði valinn til að taka við embætti forseta Íslands. En það fór á annan veg en gert hafði verið ráð fyrir. Gunnar sagði af sér embætti fjármálaráðherra árið 1965 og gerðist sendiherra Íslands í Danmörku. Hann Lesa meira
Orðið á götunni: Spurningarnar sem ekki komu
EyjanRíkissjónvarpið birtir þessa dagana viðtöl við forsetaframbjóðendur í Forystusætinu. Orðið á götunni er að þættirnir séu nokkuð misjafnir að gæðum, og þá ekki aðeins frammistaða frambjóðendanna heldur einnig frammistaða spyrla. Þannig vakti athygli í síðustu viku er einn reyndasti fréttamaður stofnunarinnar, sem einatt er fágaður og kurteis í framkomu, var sem andsetinn, gat vart falið Lesa meira
„Áhorfendur áttu betra skilið“
FréttirStaksteinahöfundur Morgunblaðsins segir að sumar af þeim spurningum sem Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra, fékk í Forystusætinu á RÚV í vikunni hafi verið furðulegar. Í þáttunum er rætt við frambjóðendur til embættis forseta Íslands og var Katrín í þætti gærkvöldsins. Sjá einnig: Jóhanna Vigdís fær á baukinn eftir viðtal við Höllu Hrund: „Furðulegar spurningar satt að segja“ Í staksteinum dagsins í Lesa meira
Össur segir stjórnmálamenn geta orðið góðir forsetar og minnir á Ólaf Ragnar og Ásgeir
EyjanÖssur Skarphéðinsson fyrrum ráðherra, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar ritaði fyrr í dag grein á Vísi þar sem hann leitast við að svara gagnrýni á forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Þau sem hæst hafa látið í sér heyra í gagnrýni sinni á framboð Katrínar segja meðal annars að það gangi ekki að einhver stigi beint úr stóli forsætisráðherra Lesa meira
Steinunn Ólína vonar að Katrín stöðvi Hannes
EyjanHannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands endurtók fyrr í dag í færslu á Facebook-síðu sinni fullyrðingar um að Gunnar Smári Egilsson sósíalistaleiðtogi standi á bak við skrif Steinunnar Ólínar Þorsteinsdóttur forsetaframbjóðanda, meðal annars á Facebook, og sé hinn raunmverulegi höfundur þeirra. Steinunn Ólína vísar þessari fullyrðingu á bug og segist vona Lesa meira
Gunnar Smári: Katrín sú eina sem hefur ekki mætt – Björn: „Virti mig ekki viðlits“
FréttirFjölmiðlamennirnir Gunnar Smári Egilsson og Björn Þorláksson segja það af og frá að Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra, geti rætt við alla. Gunnar Smári gerði aðsenda grein Torfa H. Tulinius á Vísi að umtalsefni á Facebook-síðu Sósíalistaflokks Íslands í morgun. Var það einkum eitt í grein Torfa sem vakti athygli Gunnars Smára, þau orð að Katrín Jakobsdóttir Lesa meira