Skammar Katrínu fyrir að kunna ekki grunnreglur formlegra samskipta – „Háttsemi sem er ámælisverð“
Eyjan„Nokkrir þingmenn reyndu á dögunum að koma höggi á Katrínu Jakobsdóttur fyrir þá sök að ríkisstjórn hennar bauð Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna í heimsókn. Þeir eru eins og fleiri ósáttir við skoðanir hans. En Ari Trausti Guðmundsson brá skildi fyrir forsætisráðherra og spurði réttilega hvort stjórnmálamenn kynnu ekki grunnreglur formlegra samskipta. Það var klók vörn. Lesa meira
Segir Katrínu taka hagsmuni VG framyfir hagsmuni Íslands
EyjanHannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir að fjarvera Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, meðan á opinberri heimsókn varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, stendur, sé í þágu VG en ekki Íslands. Mikill styr hefur staðið um komu Mike Pence, en athyglin hefur ekki síst beinst að Katrínu fyrir að taka ekki á móti Pence: „Þegar Katrín Lesa meira
Steinunn Ólína: „Hún Kata veit vel hvað hún syngur, þótt fölsk sé“
Eyjan„Herinn er að koma með 14 milljarðana sína krakkar! Alltaf leggst okkur eitthvað til. Bullandi plús fyrir heimilisbókhald Bjarna og Kötu og tyggjópökkum og nælonsokkum mun rigna yfir Suðurnesin meðan á uppbyggingu hersins á Keflavíkurflugvelli stendur.“ Svo hefst pistill Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, leikkonu, í Fréttablaðinu í dag, hvar hún gagnrýnir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra harðlega, þar Lesa meira
Katrín Jakobsdóttir um flóttafólk árið 2016: „Það er okkar skylda að hjálpa fólki og við getum tekið á móti fleirum“
EyjanMiklar umræður hafa skapast síðustu daga um brottvísanir hælisleitandi barna frá Íslandi, en í dag verður mótmælaganga frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll til að vekja athygli á að endursenda eigi börn til Grikklands, þar sem þeirra bíður aðeins ömurð og óvissa. Hefur þingflokkur VG fengið mikla útreið í umræðunni, en það sem af er árinu Lesa meira
Setur 900 milljónir í „samfélagslegar áskoranir“
EyjanAuglýst verður eftir umsóknum um styrki í markáætlun um samfélagslegar áskoranir fyrir allt að 300 m.kr. árlega á komandi árum. Vísinda – og tækniráð samþykkti tillögu forsætisráðherra um þetta á fundi sínum í Norræna húsinu í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður ráðsins sagði: „Við stöndum frammi fyrir umfangsmiklum áskorunum til framtíðar og það sem Lesa meira
Áslaug Arna : „Viðhorf vinstri manna að lágir skattar séu opinber styrkur til atvinnulífsins“
EyjanÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lemur á vinstri mönnum í grein í Morgunblaðinu í dag, vegna viðhorfa þeirra til skattamála. Hún segir verkefnið sem felst í nýrri fjármálastefnu vera tæknilegs eðlis, en óneitanlega sé dregin mjó lína á milli tæknilegra og hugmyndafræðilegra úrlausna: „Umræða um skatta fer iðulega yfir þessa línu. Sjálfstæðisflokkurinn, sem stýrir fjármálaráðuneytinu, Lesa meira
Steinunn Ólína: „Getur verið að fjármálaráðherra sé vampíra?“
Eyjan„Í þeirri óskiljanlegu ríkisstjórn sem hér situr geysist forsætisráðherra um álfuna og flytur fagnaðarerindi Sósíaldemókrata meðan fjármálaráðherra boðar hagræðingaraðgerðir og biður okkur að fara betur með krónurnar okkar. Ég hef áhyggjur af Katrínu. Mér finnst eins og hún sé ekki með sjálfri sér. Er hún í álögum? Getur verið að fjármálaráðherra sé vampíra?“ Svo spyr Lesa meira
Katrín fundaði með Murkowski
EyjanKatrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði með bandarískri þingmannanefnd undir forystu Lisu Murkowski í Stjórnarráðinu í dag, samkvæmt tilkynningu. „Heimsóknin til Íslands er hluti af ferð þingmannanefndarinnar til fleiri ríkja Norðurslóða með það að markmiði skoða áhrif loftslagsbreytinga á svæðinu, kynna sér tækninýjungar og innviðauppbyggingu á sviði orkumála og ræða málefni tengd öryggis- og varnarmálum.“ Murkowski, sem Lesa meira
„Ekkert á borðinu um að taka við neinum gjöfum frá kínverskum stjórnvöldum“
EyjanUtanríkisráðuneytið hefur haft til skoðunar beiðni frá kínverskum stjórnvöldum um að þau komi að fjármögnun og uppbyggingu innviða hér á landi í verkefni sem nefnist Belti og braut, eða The Belt and Road Initiative (BRI) Er um alþjóðlegt verkefni að ræða sem byrjaði árið 2013 og hefur verið hugarfóstur Xi Jinping, leiðtoga Alþýðuveldisins Kína, en Lesa meira
Katrín hitti Theresu May: „Tímabært að huga frekar að framtíðarsambandi ríkjanna“
EyjanKatrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti tvíhliða fund með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í Downingstræti 10 í morgun. Ráðherrarnir ræddu meðal annars stöðu mála varðandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, mikilvægi alþjóðasamvinnu og uppgang popúlisma í Evrópu, samkvæmt tilkynningu: „Það er ljóst að sú staða sem uppi er í breskum stjórnmálum í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu úr Evrópusambandinu Lesa meira