Bjarni ber í borðið og hótar stjórnarslitum – Svandís niðurlægð í hvalveiðimálinu
EyjanSvandís Svavarsdóttir mun heimila hvalveiðar 1. september. Ólafur Arnarson skrifar í Dagfarapistli á Hringbraut að hann hafi heimildir fyrir því að formenn ríkisstjórnarflokkanna hafi komið saman á lokuðum fundi til að freista þess að halda laskaðri ríkisstjórninni á lífi. Hann segir Bjarna Benediktsson hafa þótt heldur leiðitaman forsætisráðherranum sem hann kom til valda en nú Lesa meira
Katrín Jakobsdóttir samþykkti hvalveiðibann Svandísar áður en ákvörðunin var kynnt í ríkisstjórn
EyjanKatrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, samþykkti fyrir fram þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að stöðva tímabundið hvalveiðar, sem tilkynnt var á ríkisstjórnarfundi 20. júní síðastliðinn, degi áður en hvalveiðar áttu að hefjast hér við land. Eyjan sendi forsætisráðherra fyrirspurn um málið í síðustu viku. Fyrirspurnin var svohljóðandi: Hafði matvælaráðherra samráð við forsætisráðherra áður en hún tilkynnti um Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Starfsánægja
EyjanFastir pennarFyrir allmörgum árum skrifaði ég bókina Kleppur í 100 ár. Ég kynnti mér sögu fyrsta yfirlæknis spítalans, Þórðar Sveinssonar sem var mikill afburðamaður. Hann kunni bæði latínu og grísku, var ágætlega hagmæltur og áhlaupsmaður um andatrú og pólitík. Mér fannst eins og Þórður hefði brennandi áhuga á öllu nema geðlækningum. Hann langaði greinilega til að Lesa meira
Biden Bandaríkjaforseti kallaði Katrínu „dóttur Írlands“
FréttirJoe Biden Bandaríkjaforseti vísaði til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, sem „dóttur Írlands“ á blaðamannafundi í tilefni af leiðtogafundi Norðurlandanna og Bandaríkjanna sem fram fór í Helsinki í gær. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Post um blaðamannafundinn. Biden virtist þó átta sig strax á mistökum sínum og sagði að um freudísk mismæli væri að Lesa meira
„Ber vott um annað hvort mikinn valdhroka eða botnlausa heimsku“
EyjanÍ nýrri fylgiskönnun Gallup sem birt var í gær kom í ljós að fylgi ríkisstjórnarinnar er komið niður í 35 prósent og hefur aldrei verið lægra. Allir stjórnarflokkarnir tapa fylgi og hafa samtals misst 14 þingmenn yfir til stjórnarandstöðuflokanna. Staða Vinstri Grænna er sérstaklega erfið en flokkurinn er með aðeins 6,2 prósent fylgi og hefur Lesa meira
Þorbjörg Sigríður skrifar: Katrín segir og Bjarni segir
EyjanKatrín Jakobsdóttir segir þjóðinni núna að ekkert hafi komið fram sem bendi til að óeðlilega hafi verið staðið að undirbúningi Íslandsbankasölunnar af hálfu fjármálaráðherra. Ég hugsa að umboðsmaður Alþingis hljóti að staldra við þessar yfirlýsingar. Yfirleitt gæta ráðherrar sín á því að tjá sig ekki um um mál hjá eftirlitsaðilum meðan þau eru enn til Lesa meira
Katrín segist vinna á bak við tjöldin og ber Bjarna og Sigurði Inga góða sögu
EyjanÍ dag eru fimm ár síðan Katrín Jakobsdóttir tók við sem forsætisráðherra. Í upphafi var stjórn hennar, sem hún myndaði með Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, spáð fáum lífdögum en annað kom á daginn og nú er stjórnin komin áleiðis inn í annað kjörtímabil sitt. Katrín segist líta á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og Sigurð Inga Jóhannsson, Lesa meira
Íslendingar treysta Kristrúnu best – Traustið til Katrínar hrynur
EyjanÍslendingar treysta ekki lengur Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, best af stjórnmálaleiðtogum landsins. Kristrún Frostadóttir, nýkjörin formaður Samfylkingarinnar, er sá leiðtogi sem landsmenn treysta best. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði. Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að 25,4% treysti Kristrúnu best. 17,5% treysta Katrínu best en í október á síðasta ári treystu 57,6% henni Lesa meira
Formenn stjórnarflokkanna vinna að gerð stjórnarsáttmálans
EyjanFormenn ríkisstjórnarflokkanna funduðu um helgina og eru nú farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að nú sé farið að sjást til lands í þeim málum þar sem flokkana greinir á. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Katrínu að viðræður formannanna hafi gengið ágætlega og nú séu Lesa meira
Segir Katrínu vera að eyðileggja landið og íslamsvæða þjóðina – Spyr hvort engar vitsmunakröfur séu gerðar til Alþingismanna
EyjanÞað eru kosningar í nánd og mörgum liggur eitt og annað á hjarta vegna þeirra. Meðal þeirra er Stefanía Jónasdóttir, íbúi á Sauðárkróki, sem skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni „Ísland farsælda frón – ekki?“. Óhætt er að segja að hún fari mikinn og höggvi í marga stjórnmálaflokka. Fyrst skrifar hún um sjávarútveginn og Pírata, Lesa meira