Jógvan og Karolína Sif flytja ferskan vorblæ frá Bolungarvík
Fókus05.02.2019
Nýtt bolvískt popplag, Þú ert sú eina, er komið út. Lagið er flutt af Jógvan Hansen og Karolínu Sif Benediktsdóttur, sem er 17 ára Bolungarvíkurmær. Textinn er eftir Benedikt Sigurðsson, föður Karolínu Sifjar, en lagið er erlent. Vignir Snær Vigfússon sá um upptöku. Lagið er á leið á útvarpsstöðvar, en hlusta má á það hér.