fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

kanada

Kanada opnar fyrir bólusetta útlendinga

Kanada opnar fyrir bólusetta útlendinga

Pressan
08.09.2021

Frá og með gærdeginum getur fólk frá öllum heiminum komist inn í Kanada án þess að fara í sóttkví en þetta á þó aðeins við um þá sem eru bólusettir. Landið hefur að mestu verið lokað fyrir útlendingum síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á. CBC skýrir frá þessu. Í ágúst voru landamærin opnuð fyrir nágrannana í Bandaríkjunum Lesa meira

Kanadísk yfirvöld segja the Three Percenters vera hryðjuverkasamtök

Kanadísk yfirvöld segja the Three Percenters vera hryðjuverkasamtök

Pressan
02.07.2021

Á föstudaginn settu kanadísk yfirvöld bandarísku samtökin the Three Percenters í flokk hryðjuverkasamtaka. Sögðust yfirvöld hafa góðar ástæður til að ætla að samtökin, sem eru samtök bandarískra öfgahægrimanna sem vilja ekkert ríkisvald, séu nú starfandi í Kanada og hafi kanadískir embættismenn fylgst með starfsemi samtakanna og hafi vaxandi áhyggjur af þeim. Bill Blair, ráðherra öryggismála, sagði á fréttamannafundi að Three Percenters hafi verið Lesa meira

Kanadíska ríkisstjórnin vill banna sölu nýrra bensín- og dísilbíla frá 2035

Kanadíska ríkisstjórnin vill banna sölu nýrra bensín- og dísilbíla frá 2035

Pressan
02.07.2021

Kanadíska ríkisstjórnin vill banna sölu nýrra bensín- og dísilbíla frá 2035 til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á síðustu árum hafa nokkur lönd farið þessa leið og nú vilja Kanadamenn bætast í þann hóp. Áður hafði ríkisstjórnin miðað við árið 2040 en hyggst nú flýta þessu um fimm ár. „Aðeins djörf stefna í loftslagsmálum skilar Lesa meira

Fyrst voru hitamet slegin þrjá daga í röð í bænum – Síðan urðu allir íbúarnir að yfirgefa hann

Fyrst voru hitamet slegin þrjá daga í röð í bænum – Síðan urðu allir íbúarnir að yfirgefa hann

Pressan
02.07.2021

Bærinn Lytton í Bresku Kólumbíu hefur verið töluvert í fréttum að undanförnu en þrjá daga í röð, á sunnudaginn, mánudaginn og þriðjudaginn, voru hitamet sett í bænum en þá mældist hæsti hiti sem mælst hefur í Kanada frá upphafi mælinga. Hæst fór hitinn í 49,7 gráður á þriðjudaginn. Nú er bærinn aftur í fréttum en ekki vegna Lesa meira

Hitamet í Kanada tvo daga í röð – 47,9 gráður

Hitamet í Kanada tvo daga í röð – 47,9 gráður

Pressan
29.06.2021

Á sunnudaginn mældist hitinn í Lytton, sem er þorp í suðurhluta Bresku Kólumbíu í Kanada 46,1 gráða og er það mesti hiti sem nokkru sinni hefur mælst í Kanada. Gamla metið var 45 gráður og var sett í Saskatchewan 1937. Mikil hitabylgja er nú í vesturhluta Norður-Ameríku og fara Breska Kólumbía og Saskatchewan ekki varhluta af henni. Einnig er mjög Lesa meira

Fjórar kirkjur hafa brunnið síðustu daga – Grunur um íkveikju og tengsl við nýfundnar grafir

Fjórar kirkjur hafa brunnið síðustu daga – Grunur um íkveikju og tengsl við nýfundnar grafir

Pressan
28.06.2021

Á síðustu dögum hafa fjórar kaþólskar kirkjur í samfélögum kanadískra frumbyggja brunnið til grunna. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í þeim. Á laugardaginn brunnu tvær kirkjur til grunna á verndarsvæðum frumbyggja í Bresku Kólumbíu en fyrr í vikunni brunnu tvær aðrar til grunna í samfélögum frumbyggja í ríkinu. BBC segir að yfirvöld gruni að Lesa meira

Ók vísvitandi á múslímska fjölskyldu – 4 létust

Ók vísvitandi á múslímska fjölskyldu – 4 létust

Pressan
08.06.2021

Kanadíska lögreglan segir að tvítugur maður hafi vísvitandi ekið á fimm manna múslímska fjölskyldu í London í Ontario á sunnudagskvöldið. Maðurinn ók upp á gangstétt og á fólkið. Fjórir létust. Á fréttamannafundi í gær sagði lögreglan að ekki sé útilokað að maðurinn verði ákærður fyrir hryðjuverk. „Það eru sannanir fyrir að þetta hafi verið skipulagt og gert af ásettu Lesa meira

Proud Boys leggja upp laupana í Kanada

Proud Boys leggja upp laupana í Kanada

Pressan
09.05.2021

Proud Boys Canada hafa ákveðið að hætta starfsemi í landinu. Ákvörðunin er tekin í kjölfar ákvörðunar yfirvalda frá í febrúar um að stimpla samtökin hryðjuverkasamtök sem „alvarleg og vaxandi hætta stafaði af“. Þetta eru öfgahægrisamtök sem eiga rætur að rekja til Bandaríkjanna en þar hafa samtökin stutt dyggilega við bakið á Donald Trump, fyrrum forseta. Lesa meira

Dularfullur sjúkdómur veldur heilabrotum í Kanada – Málinu haldið leyndu

Dularfullur sjúkdómur veldur heilabrotum í Kanada – Málinu haldið leyndu

Pressan
31.03.2021

Kanadískir læknar óttast að þeir séu að glíma við áður óþekktan heilasjúkdóm sem veldur minnistapi, sjónskerðingu,  ofskynjunum, krampakenndum hreyfingum og vöðvarýrnun. Stjórnmálamenn í New Brunswick hafa krafist upplýsinga um sjúkdóminn en læknar segja að tilfellin séu það fá að í raun hafi fleiri spurningar vaknað en svör. Þeir hvetja almenning til að halda ró sinni. Fram að þessu hafa 43 Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af