Segjast þurfa meira fjármagn til að styrkja stöðu neytenda – Misjafnar skoðanir meðal atvinnurekenda
FréttirKærunefnd vöru- og þjónustukaupa og Neytendastofa telja ljóst að eigi nefndin og stofnunin að sinna betur hlutverki sínu og styrkja stöðu neytenda eins og stefnt sé að, í stefnu í neytendamálum til 2030 sem nú er til meðferðar á Alþingi, sé þörf á auknu fjármagni til þeirra beggja úr ríkissjóði. Misjafnt er hversu vel samtök Lesa meira
Endurgreiddu ekki fyrir ferð sem var aldrei farin
FréttirKærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur lagt fyrir ónefnt fyrirtæki að endurgreiða ónefndum einstaklingi staðfestingargjald fyrir ferð sem hann hafði keypt af fyrtækinu, en ferðinni aflýst daginn áður en hún átti að vera farin. Hafði kaupandinn ítrekað farið fram á endurgreiðslu en án árangurs og sneri sér þá loks til nefndarinnar. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar Lesa meira
Hætti við ferðina vegna áreitis en fær ekki endurgreitt
FréttirErlend kona sem var á ferðalagi hér á landi síðasta vor fær ekki endurgreitt fyrir ferð sem hún afbókaði með skömmum fyrirvara. Sagðist konan hafa orðið fyrir áreiti og viljað hætta við ferðina og halda sem fyrst af landi brott. Hún hafi fengið þær upplýsingar að hún gæti fengið endurgreitt en það hafi verið dregið Lesa meira
Fékk greitt fyrir að gera við glugga en mætti aldrei
FréttirKærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað eiganda fasteignar, sem er kona, í vil í deilumáli hennar við ónefndan iðnaðarmann. Iðnaðarmaðurinn hafði gert konunni tilboð í viðgerð á glugga í eigninni. Hafði konan greitt hluta upphæðarinnar fyrir fram en iðnaðarmaðurinn mætti aldrei á staðinn til að hefja verkið og krafðist þá konan endurgreiðslu. Konan sneri sér Lesa meira
Tapaði á því að hafa heita pottinn úti
FréttirKærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu manns sem krafði ónefnt fyrirtæki um greiðslu viðgerðarkostnaðar á heitum potti sem hann hafði keypt hjá því og krafðist þess sömuleiðis að fá nýjan pott afhentan. Vildi maðurinn meina að potturinn hefði reynst gallaður þegar hann reyndi fyrst að nota hann en nefndin sagði ekki óhugsandi að ástand Lesa meira
Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
FréttirKærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað ónefndum aðila sem rekur snyrtistofu í hag vegna ágreinings aðilans við konu sem leitaði eftir þjónustu. Átti þjónustan meðal annars að lúta að því að vinna bug á því sem í úrskurðinum er kallað „fýlusvipur“ í andliti konunnar. Virðist það ekki hafa tekist sem skyldi en konuna og rekstraraðilann Lesa meira
Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets
FréttirKærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur kveðið upp úrskurð í máli konu sem krafðist endurgreiðslu frá verktaka á þeim grundvelli að hann hefði ekki vandað nógu vel til verka þegar hún réð hann til að slípa og lakka parketið í íbúð sinni og laga rifur sem myndast hefðu í því. Vildi konan meðal annars meina að Lesa meira
Var of lengi að fatta að bíllinn var ekki fjórhjóladrifinn
FréttirKærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur kveðið upp úrskurð í máli konu gegn fyrirtæki sem hún keypti bifreið af. Taldi konan sig vera að kaupa fjórhjóladrifna bifreið en tæplega þrjú ár liðu þar til hún áttaði sig á því að bifreiðin er ekki fjórhjóladrifin. Krafðist konan afsláttar af kaupverði bifreiðarinnar og að fyrirtækið breytti auglýsingum sínum Lesa meira
Kaupandi notaðrar bifreiðar tapaði vegna örlagaríks símtals
FréttirRétt fyrir jól kvað Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa upp úrskurð sinn vegna kæru manns en kæruefnið varðaði viðskipti hans við ónefnt fyrirtæki sem hafði annast kaup og innflutning á notaðri bifreið fyrir hann. Vildi maðurinn meina að bifreiðin hefði verið haldin galla og vildi fá kostnað sem hann hefði þurft að leggja út fyrir, vegna Lesa meira
Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör
FréttirKærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað nýlega upp úrskurð sinn um kæru viðskiptavinar ónefnds fjarskiptafyrirtækis. Sakaði viðskiptavinurinn fyrirtækið um mismunun þar sem það hefði boðið bróður hans betri kjör þrátt fyrir að bræðurnir hefðu keypt nákvæmlega sömu þjónustu af fyrirtækinu. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að fyrirtækinu hefði verið þetta fyllilega heimilt. Í kæru mannsins kom Lesa meira